Dagur - 30.05.1986, Side 4

Dagur - 30.05.1986, Side 4
cu jOAH r\hn *■ 7\ 4 - DAGUR - 30. maí 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÚLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK), KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASfMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari. Hvað eígum við að Kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar er nú að ljúka. Hún fór hægt af stað framan af en tók allnokkurn kipp í lokin, bæði á höfuðborgar- svæðinu og á Akureyri, og raunar víðar. Oft er rætt um það að byggðakosningarnar séu alveg aðskildar frá lands- málunum. Þær snúist ekki fyrst og fremst um stefnur heldur ekki síður um pers- ónur. Málið er hins vegar ekki svona einfalt. Sjálfstæðismenn eru einstaklingshyggjumenn upp til hópa og skiptir ekki máli hvort þeir eru í framboði til sveitarstjórna eða Alþingis. Eftir að frjálshyggjunni fór að vaxa fiskur um hrygg hef- ur þetta orðið enn meira áberandi. Sjálfstæðis- menn eru í eðli sínu and- vígir flestum þeim vel- ferðarmálum sem sveitar- stjórnir hafa með að gera. Sjái þeir einhverja gróða- möguleika hjá fyrirtækj- um sem bæjarfélög og rík- ið reka að einhverju eða öllu leyti skal láta það allt í hendur gróðabröskurum íhaldsins. Þessa er meira að segja farið að sjá stað í heilbrigðisþjónustu og skólamálum. Á hinum öfgavængnum eru svo Alþýðubanda- lagsmenn, sem vilja sem mestan ríkisrekstur og miðstýringu. Sveitarfélög- in eiga að standa í fyrir- tækjarekstri upp fyrir haus og frumkvæði ein- staklinga, félaga þeirra og samtaka eru bannorð. Kreddukenningar komm- únismans lúra undir yfir- borðinu og þær eru ósam- rýmanlegar íslensku þjóðareðli. Alþýðuflokkurinn er eins og jó-jó í íslenskri pólitík. Hann virðist hafa misst sína föstu tilveru og þetta hefur m.a. valdið því að kratar eru sífellt á biðils- buxunum. Sumir til vinstri en aðrir til hægri og þeir geta með engu móti gert það upp við sig í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Þeir eru á uppleið í dag en niðurleið á morgun. Á þá er ekkert að treysta. Smáframboðin sem sífellt skjóta upp kollinum kjósa? eru ekki til frambúðar, eins og dæmin hafa sannað. Innan þeirra ríkja svo mismunandi skoðanir á grundvallarmálum að þau eru oftast dauða- dæmd strax frá upphafi. Framsóknarflokkurinn stendur öfgalaus og jarð- bundinn, ef menn vilja orða það svo, upp úr þessu öllu. Hann er flokk- ur sem byggir á alíslensk- um raunveruleika, ís- lenskum hugsunarhætti, framsýnn og staðfastur. Með þetta í huga er valið auðvelt, ekki síst fyrir fólk á landsbyggðinni x-B. xB Halldór Blöndalfer með rangt mál - Athugasemd frá framkvæmdastjóra Jökuls á Raufarhöfn vegna greina eftir Halldór Blöndal í Morgunblaðinu í Morgunblaðinu þann 28. maí s.l. fer Halldór Blöndal alþing- ismaður með ósannindi varð- andi uppbyggingu frystihúss á Raufarhöfn. Þar sem mér er málið skylt Iangar mig til að koma eftirfarandi athugasemd- um á framfæri. í grein sinni talar Halldór Blöndal um að bygging frysti- hússins hafi orðið mun dýrari en ella vegna þess að ekki hafi verið leitað hagkvæmustu tilboða. Það rétta er að einungis er búið að ráðstafa fé sem nemur u.þ.b. 1/5 af byggingarkostnaði. Eftir er að kaupa vélar, vinnslubúnað og „Við sem búum á þeim stöðum sem Halldór Blöndal og félag- ar kalla „krummaskuð“, erum orðnir vanir þessu skítkasti. Það er hins vegar orðið verra þegar persónuleg óvild eins þingmanns bitnar meira á ein- um slíkum stað en öðrum og hann notar aðstöðu sína sem þingmaður til að gera okkur allt til miska,“ sagði Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri á Raufarhöfn í samtali við Dag. Tilefni þessara orða sveitar- tæki og er verið að leita tilboða í þá verkþætti. Við innkaup á efni til byggingarinnar hefur þess ver- ið gætt að leita ávallt hagstæðustu leiða og m.a. hefur Verkfræði- stofan Hönnun séð um að leita tilboða í þakbita og þakplötur, sem keypt var frá Akureyri. Að Halldór Blöndal viti hvort kostn- aður er orðinn lítill eða mikill er allsendis fráleitt. Halldór segir að stjórn Byggðasjóðs hafi verið á fundi þegar fréttir bárust af bruna frystihússins á Raufarhöfn og hafi óbeðin lagt fé til hliðar til uppbyggingar frystihússins. Þetta stjórans er grein eftir Halldór Blöndal um Raufarhöfn sem birt- ist í Morgunblaðinu á miðviku- daginn og Hómsteinn Björnsson fjallar um hér til hliðar. Gunnar sagðist vona að sjálf- stæðismenn héldu Halldóri áfram í forystu fyrir sig í kjördæminu sem lengst. „Ég hef til dæmis fyrir satt að þeir sjálfstæðismenn sem til voru við Oxarfjörð séu gengnir úr þeim flokki,“ sagði Gunnar. BB. er ekki rétt. Bruninn varð um klukkan 16 þann 10. desember 1984 og var fréttaefni útvarps og sjónvarps það kvöld þannig að ekki fór fram hjá neinum. Stjórn- arfundur Byggðasjóðs var daginn eftir og því hlýtur öllum stjórn- armönnum svo og forstjórum sjóðsins að hafa verið kunnugt um brunann. Hið sanna um frumkvæði Halldórs Blöndal um útvegun fjármagns er að fyrir þessum fundi lá umsókn frá þeim aðilum sem að uppbyggingu frystihússins ætluðu að standa. Áætlun þessi var kynnt starfs- mönnum Byggðasjóðs þann 19. nóvember 1984 og einnig Fisk- veiðasjóði, Landsbanka íslands og öllum þingmönnum Norður- landskjördæmis eystra. Þá var Ijóst að Halldór Blöndal lagðist gegn þeim hugmyndum og hefur verið þeim mótfallinn síðan. Halldór segir að hann hafi beitt sér fyrir því að Byggðasjóður legði fram hlutafé til byggingar frystihússins og til þess hafi stjórn sjóðsins verið reiðubúin. Um þessa fullyrðingu er það að segja að Halldór Blöndal hélt því fram á stjórnmálafundi hér á Raufar- höfn þann 20. maí s.l. að hann hefði komið með þá tillögu á umræddum fundi með þing- mönnum þann 19. nóvember 1984. Þetta er ósatt. Á þennan möguleika var aldrei minnst og með ólíkindum er að hann hafi verið inni í myndinni á þeim tíma. Halldór segir í grein sinni að við þurfum að fara í næstu „pláss“ til að leita ráða, þar sem meirihlutinn í hlutafélagi okkar sé í höndum tveggja kaupfélaga sem hafa höfuðstöðvar á Þórs- höfn og Kópaskeri. Sannleikur- inn er sá að Kaupfélag Norður- Þingeyinga er okkar kaupfélag, Raufarhafnarbúar eru með deild í KNÞ og eiga einn mann í stjórn þess. Sá hinn sami situr einnig í stjórn Fiskiðju Raufarhafnar sem fulltrúi KNÞ. Raufarhafnarbúar eiga því þrjá af fimm stjórnar- mönnum í Fiskiðju Raufarhafnar og munu væntanlega eiga áfram. í grein sinni fer Halldór Blönd- al lofsamlegum orðum um mig, sennilega meira til að halda mér góðum en af sannfæringu. Ástæðan er væntanlega sú að hann óttast að hið nýja frystihús Fiskiðju Raufarhafnar muni selja afurðir sínar í gegnum Samband íslenskra samvinnufélaga en ekki Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna eins og Jökull hefur gert hingað til. Um sölufyrirkomulagið hefur engin afstaða verið tekin og alls ekki meiri líkur til þess að við seljum í gegnum Sambandið. Fari hins vegar svo að við snúum okkur til Sambandsins í þessu máli mun Halldór Blöndal eiga stærstan hlut í þeirri ákvörðun. Halldór talar um að með hlið- sjón af góðri afkomu Jökuls á síðasta ári muni fyrirtækið vænt- anlega gefa út jöfnunarhlutabréf og greiða arð til hluthafa. Rétt er að upplýsa að uppsafnað tap Jök- uls um síðustu áramót nam um 65 milljónum króna og því fráleitt að um greiðslu arðs geti verið að ræða fyrst um sinn. Finnst mér þetta lýsa vankunnáttu Halldórs Blöndal á aðstæðum hér á Rauf- arhöfn. Raufarhöfn 29. maí 1986, Hólmsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Jökuls. Gunnar Hilmarsson: , ,Emm vanir þessu skítkasti“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.