Dagur - 30.05.1986, Blaðsíða 9
3Ó. maíT986 - DAGltö - 9:“'
iiii
BÍLASÝNING AKUREYRI: BÍLASALAN STÓRHOLT
Jón Ágúst Eggertsson.
,Heimilið ’86“:
Norðlendingar með?
Að undanförnu hafa verið
haldnir fundir með forvígis-
mönnum fyrirtækja og bœjar-
félaga víðs vegar um Norður-
land og fulltrúa fyrirtœkisins
Kaupstefnan Reykjavík hlf,
varðandi þátttöku Norðlend-
inga í sýningunni Heimilið ’86
sem fyrirhugað er að halda í
Reykjavík í ágúst.
Mikill áhugi um þátttöku kom
fram á fundunum sem haldnir
voru á Húsavík og á Akureyri en
minna er vitað um árangur ann-
arra funda.
Iðnþróunarfélagið á Húsavík
tók að sér að kanna frekar um
þátttöku þeirra aðila sem sóttu
fundinn þar, og má í því samb-
andi nefna að meðal þeirra sem
nefndir hafa verið sem líklegir
þátttakendur er Skútustað-
ahreppur, sem þá myndi að öll-
um líkindum leggja áherslu á að
kynna hreppinn og helsta nág-
renni hans sem mikla
ferðamannaparadís.
Sýningar Kaupstefnunnar
Reykjavík h/f hófust 1955 en það
var ekki fyrr en 1968 sem þær
tóku á sig þá mynd sem flestir
þekkja nú orðið, en þá var í
fyrsta sinn sýnt í Laugardalshöll.
Ýmislegt nýstárlegt hefur verið
gert til að vekja áhuga almenn-
ings á sýningunum, 1977 var tákn
sýningarinnar tveggja hæða
strætisvagn, 1980 var fengið
tívolí frá Danmörku, 1985 kom
franskur tískusýningarflokkur og
fleira mætti telja. Undanfarin ár
hafa sýningargestir verið frá 50 til
80 þúsund svo greinilegt er að
áhugi fyrir slíkum sýningum er
mikill á íslandi.
Jón Ágúst Eggertsson fram-
kvæmdarstjóri Kaupstefnunnar
sagði að sýningarsvæði það sem
stæði Norðlendingum til boða
væri um 500 fermetrar í miðjum
sýningarsalnum, og taldi hann
ekki nokkurn vafa á því að þátt-
taka smærri fyrirtækja í slíkum
sýningum gæti orðið mikil lyfti-
stöng fyrir þau og auðveldað
þeim að komast inná stærsta
markaðinn hérlendis.
Iðnaðarráðuneytið mun verða
stór aðili að sýningunni að þessu
sinni, en um síðustu áramót var
ákveðið að efna til „hugmynda-
stefnu“ og er tilgangur hennar að
leiða saman hugmyndasmiði og
framkvæmdamenn í þeim til-
gangi að miðla framleiðsluhug-
myndum til þeirra sem sem hafa
hug á að fjármagna nýjungar í
iðnaði. Mun vera meiningin að
kynna uppfinningar og hugmynd-
ir sem tilbúnar eru til markaðs-
færslu af hálfu höfunda.
Væntanlega verður svo haldin
námstefna í tengslum við sýning-
una um vöruþróun, einkaleyfi,
uppfinningar, frumgerðasmíð,
mat á hugmyndum og fleira sem
tengist nýsköpun.
Sem dæmi um ávinninginn af
þátttöku í slíkum sýningum má
nefna að fyrir nokkrum árum
miðuðu bandarísk fyrirtæki við
það að kostnaðurinn við þátttöku
skilaði sér sjöfalt í dollurum
talið, en undanfarin ár er þetta
hlutfall komið í 12 dali fyrir
hvern einn sem gestur er í sýn-
ingu. G.Kr.
LAUGARDAG 31. MAI KL. 10:00-18:00
SUNNUDAG 1. JÚNÍ KL. 10:00-18:00