Dagur - 30.05.1986, Blaðsíða 15

Dagur - 30.05.1986, Blaðsíða 15
fþróttiL 30. maí 1986 - DAGUR - 15 ÍSÍ áfrýjar til Hæstaréttar - máli Jóns Páls Sigmarssonar Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Bæjarþing Reykjavíkur úrskurðað í máli Jóns Páls Sigmarssonar gegn íþróttasambandi ístands. En á síðasta ári dæmdi ÍSÍ Jón Pál í tveggja ára keppnisbann fyrir að mæta ekki í tyfjapróf. Jón Páll mættiekki í lyfjaprófið þar sem harin er í Kraftlyft- ingasambandi íslands sem er ekki aðili innan ÍSÍ og taldi því að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir sér. í úrskurði undirréttar segir að bann það sem ISI dæmdi Jón Pál Sigmarsson í á síðasta ári sé ólöglegt. Vegna úrskurð- ar undirréttar hefur Degi bor- ist eftirfarandi fréttatilkynning frá íþróttasambandi Islands dagsett 29. maí 1986. Samþykkt var einróma á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í gær að áfrýja til Hæstaréttar dómi Bæjarþings Reykjavíkur í málinu nr. 7108/1985. Jón Páll Sigmars- son gegn íþróttasambandi íslands og fleirum vegna brots Jóns Páls á 8. grein reglugerðar ÍSÍ um eftirlit með notkun örvunarefna. Greinargerð: Framkvæmdastjórn ÍSÍ telur áfrýjunina nauðsynlega af tveim megin ástæðum. f fyrsta lagi, forsendur dómsins virðast byggð- ar á afar veikum grunni. í öðru lagi, ólögleg lyfja- og efnanotkun er vágestur eins og tekið er fram í forsendum dómarans og hefur ÍSÍ eins og íþróttasamband ann- arra landa og með sama hætti tek- ið að sér að berjast gegn þeim vágesti með nauðsynlegu eftirliti. Rétt er að vekja athygli á að þrátt fyrir dómsniðurstöðu hafn- ar dómarinn yfirleitt kröfum stefnanda en byggir dóminn fyrst og fremst á því að stefnanda, (Jóni Páli Sigmarssyni) hafi ekki Mjókurbikarinn: Tindastóll sigraði Magna verið gefinn kostur á að skýra mál sitt fyrir nefndinni sem að hvað upp úrskurðinn. Hér virðist sem það ráði ferðinni hjá dómar- anum hvað honum finnst pers- ónulega að hefði átt að gera en ekki tekið ntið af skýrum og ótvfræðum ákvæðum reglugerðar ÍSÍ um eftirlit með notkun örvunarefna. Ef til vill stafar þessi afstaða dómarans af þekkinga- eða upplýsingaskorti en hvergi í heiminum tíðkast að íþrótta- mennirnir séu kallaðir sérstak- lega fyrir. Þá verður að hafa hug- fast að Jóni Páli var bent á að hann gæti áfrýjað úrskurðinum til íþróttadómsstóls. Keppnisbannið yfir Jóni Páli Sigmarssyni var dæmt ólöglegt. Þriggja landa keppnin í knattspyrnu: Tékkar sigruðu íslendinga Já þaö kom í hlut íslenska landsliðsins að verma neðsta sætið í þriggja landa keppninni í knattspyrnu sem háð var í vikunni. í gærkvöldi tapaði íslenska liðið fyrir því tékkn- eska með tveimur mörkum gegn einu og má þakka fyrir að sá ósigur hafi ekki orðið stærri. Tékkarnir voru allan tímann mun atkvæðameiri í leiknum og ef ekki hefði verið fyrir allt of mikið dutl hefðu þeir getað skor- að enn fleiri mörk. Tékkar hófu leikinn með látum og Friðrik Friðriksson markvörður þurfti að taka á honum stóra sínum strax á 1. mín. er hann varði gott skot frá vítateig. Á 2. mín. áttu Tékk- ar svo þrumuskot í hliðarnetið af stuttu færi. Fyrsta færi íslands kom á 4. mín. þegar litlu munaði að Guð- mundur Þorbjörnsson kæmist í gegn eftir góðan undirbúning Péturs Péturssonar. í fyrri hálf- leik skiptust liðin á um að sækja og sást oft mjög gott spil hjá lið- unum en minna var um afgerandi færi. Þó átti íslenska liðið góða sókn á 38. mín. og skapaðist stór- hætta við tékkneska markið er þeir Pétur og Arnór spiluðu sig í gegnum vörnina en Tékkar náðu að hreinsa í horn. Á 41. mín. átti Gunnar Gíslason hörkuskot af löngu færi sem tékkneski mark- vörðurinn varði vel en hélt ekki boltanum en íslensku sóknar- mennirnir náðu ekki að fylgja skotinu eftir. íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og á 5. mín. var Pétur Pétursson felldur rétt utan teigs er hann var kominn í gegnum tékknesku vörnina en ekkert varð úr aukaspyrnunni. íslenska liðið hélt áfram að sækja en það var svo gegn gangi leiksins að Tékkar ná að skora fyrsta markið á 53. mín. Það var Kula, er stóð einn og óvaldaður á markteig sem skallaði í markið af miklu öryggi. íslendingar gáfust ekki upp og héldu áfram að sækja en tókst ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Það var svo á 60. mín. að Tékkar bæta við öðru marki og var þar Chovanec að verki. Hann skaut boltanum að marki íslands af löngu færi og Friðrik mark- vörður virtist öruggur með bolt- ann en hann hefur eitthvað mis- reiknað sig og í netið fór boltinn. Tékkarnir hresstust allir við eftir að hafa skorað seinna mark- ið og héldu áfram að sækja en Friðrik markvörður hirti það sem á markið kom. íslenska liðið fór heldur að hressast á ný síðustu 15 mín. og gerði þá oft harða hríð að tékkneska markinu. Það var svo á 83. mín. að Guðmundur Steinsson sem kom inn á sem varamaður náði að minnka mun- inn er hann skoraði með skalla í opið markið eftir góðan undir- búning þeirra Sigurðar Grétars- sonar og Arnórs Guðjónsen. Og iná segja að það hafi verið það síðasta markverða sem skeði í leiknum. Bestir í íslenska liðinu voru þeir Pétur Pétursson, Sigurður Grétarsson, Pétur Ormslev, Ragnar Margeirsson og Gunnar Gíslason. Tékkneska liðið er mjög jafnt að getu og átti ágætan dag. AE/Reykjavík Það var frekar ójafn leikur sem fór fram á Sauðárkróks- velli í fyrrakvöld. En þar mætt- ust lið Tindastóls og Magna í Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Leiknum lauk með stórsigri Tindastóls sem skoraði 8 mörk gegn 1 marki Magna. Fyrri hálfleikurinn var ein- stefna að marki Magna. Eiríkur Sverrisson byrjaði leikinn af krafti og var búinn að skora tvö mörk eftir 15 mín. Þá tók bróðir hans Eyjólfur við og skoraði þriðja markið á 29. mín. Eiríkur bætti þriðja marki sínu við og fjórða marki Tindastóls á 31. mín. Fimmta markið kom á 32. mín og það sjötta á 35. mín og það gerði Eyjólfur. í hálfleik var staðan 6:0. í síðari hálfleik gáfu Tinda- stólsmenn örlítið eftir og komust Magnamenn þá meira inn í leik- inn. Þeir náðu þó ekki að skapa sér nein færi. Á 75. mín. skoraði Tindastóll sitt sjöunda mark og 6 mín. seinna það áttunda. Það voru svo Grenvíkingar sem áttu síðasta orðið í leiknum er þeir skoruðu mark úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. En örugg- ur sigur Tindastóls var í höfn. Mikill getumunur var á liðun- um og er hætt við að Magnamenn eigi fyrir höndum langt og strangt sumar. Tindastólsmenn léku vel og gætu orðið til alls líklegir í sumar. Eins og áður sagði skoraði Ei- ríkur Sverrisson 3 mörk, bróðir hans Eyjólfur 2 og þriðji bróðir- Golf: Gullsmiða- bikarinn Kylfingar á Akureyri láta ekki sitt eftir liggja urn helgina. En þá fer fram að Jaðri keppnin um gullsmíðabikarinn. Þetta er 36 holu mót með fullri forgjöf. Keppni hefst kl. 8.30 á morgun laugardag og lýkur á sunnudag. Skráning í mótið fer fram að Jaðri og lýkur í kvöld. inn Sverrir 1 mark. Fjórði bróðir- inn leikur einnig með liði Tinda- stóls en hann lék ekki með að þessu sinni. Hin mörkin tvö gerðu þeir Hermann Þórisson og Ingvar Magnússon. Tindastóll heldur því áfram í bikarnum og liðið leikur næst gegn KS á Siglufirði þann 11. júní. Knattspyrna - um helgina Það verður nóg að gera á knattspymusviðinu um helg- ina. Þórsarar fara í Garðinn á ntorgun og leika við Víði í 1. deild íslandsmótsins og hefst leikurinn kl. 14. Hér á Akureyri verður stór- leikur í kvöld er lið KA og Völs- ungs mætast í 2. deildinni. Leikurinn fer fram á KA-velli og hefst kl. 20. í Reykjavík leika Þróttur og KS á sama tíma. í þriðju deildinni eru nokkrir leikir á morgun. Á Fáskrúðsfirði leika Leiknir og Magni. Tinda- stóll og Reynir Árskógsströnd leika á Sauðárkróki og Leiftur og Valur Reyðarfirði leika á Ólafs- firði. Allir leikirnir hefjast á sama tíma eða kl. 14. í 4. deildinni verður einnig leikið á morgun. Vaskur og Höfðstrendingur leika á KA-velli kl. 12 á hádegi. Hvöt og Kormák- ur leika á Blönduósi og Æskan og Tjörnes leika á Svalbarðseyrar- velli. Báðir leikirnir hefjast kl. 14. KK Leiftur sigraði Vask naumlega Leiftur og Vaskur léku í íýrra- dugði ekki til þar sem Ólafsfirð- kvöld í Mjólkurbikarkeppni KSÍ á Ólafsfirði. Leiftur sigr- aði með þremur mörkum gegn tveimur. Leiftur heldur því áfram í keppninni og leikur næst við sigurvegarann úr leik Völsungs og KA sem fram fer á Húsavík á þriðjudag í næstu viku. Leikur Leifturs og Vasks var nokkuð jafn og spennandi. Liðin skiptust á að sækja en þó voru sóknaraðgerðir Leiftursmanna hættulegri. Leiftursmenn skor- uðu fyrsta markið á 20. mín. og bættu svo við öðru 10 mín. síðar. Vaskarar náðu að minnka mun- inn í 2:1 úr víti fyrir hlé og þannig var staðan í hálfleik. Vaskarar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og þeir náðu að jafna strax á 55. mín. Það ingar náðu að bæta við þriðja markinu skömmu fyrir leikslok og urðu það endanleg úrslit leiks- ins. Leiftur fékk dæmda víta- spyrnu í byrjun síðari hálfleiks en sá er tók spyrnuna skaut franthjá. Mörk Leifturs gerðu þeir Hall- dór Guðmundsson 2 og Helgi Jóhannsson 1. Mörk Vasks gerði Valdimar Júlíusson. Kvennaknattspyrna: Leik Þórs og Hauka frestað Leik Þórs og Hauka í 1. deild kvenna sem fram átti að fara á Þórsvelli á laugardag hefur verið frestað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.