Dagur - 30.05.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 30.05.1986, Blaðsíða 8
8— DAGUR - 30, maí 1986 mannlít lega 450 manns voru komnir til að hlýða á Kristján syngja. Það var mikil stemmning í Skemmunni þetta kvöld. Margir tryggir aðdáendur söngvarans voru saman komnir til að hlusta á söngvarann „sinn“. Það er óhætt að segja að söngvarinn brást ekki. Það skal tekið fram að sá Ætli þessi hugsi: „Hann er stórkostlegur strákurinn.“ nokkur íslensk lög og var margt mjög fallegt og vel gert. Sérstaklega þegar kom að fínni og mýkri tónum, þá fann maður hrifninguna streyma um sig allan. Þegar kom að óperuaríunum í seinni hluta tónleikanna fór straumur um áhorfendur. Þetta þótti undirrituðum hápunkturinn og maður segir við sjálfan sig, það er ekki nema von að þessi maður syngi í þekktustu óperuhúsum heimsins. Svo kom fyrsta aukaiag- Allir tónleikagestir stóðu upp og hylltu listamanninn í lok tón- leikanna. kosti fann maður aldrei fyrir öðru en undirleikur væri til að fylgja og styðja sönginn, svo úr varð ein ánægjuleg heild sem lengi verður minnst. Það er því mikil gæfa fyrir okkur að eiga „dálítið“ í þessum stórkostlega söngvara sem man eftir „sínu fólki“ fyrir norðan. Takk fyrir mig. gej- Tónleikar Kristjáns Jóhannssonar: Þar var hrópað af hrimmgu! Mikil tilfinning í túlk- uninni. sem þetta skrifar hefur ekki það sem kallað er „vit“ á söng. Hins vegar er ekki hægt að taka frá manni hrifningu sem maður verður fyrir, þegar annar eins söngur er á boðstólum. Enda sagði við mig ungur maður eft- ir tónleikana: „Þetta var alveg stórkostlegt. Ekki vissi ég að það gæti verið svona skemmtilegt á svona tónleikum.“ Þessi ungi maður er aðdáandi tónlistar af allt öðrum toga, eða þeirrar sefn almennt er kölluð popp- músik. Lítið get ég skrifað um sönginn sjálfan af kunn- áttu, en læt tilfinninguna ráða. Fyrst söng Kristján ið, „Tónarnir“ eftir Sjönberg. Eitt orð, stór- kostlegt. Enda var hrifn- ingin slík að þegar síðasti tónninn dó út varð örlítil þögn meðal áhorfenda áður en hrifningin braust út. Þó náði einn áhorf- andinn að hrópa það sem allir hefðu vilja hrópa: STÓRKOSTLEGT! Já þetta var stórkostlegt og hrifning áhorfenda mikil. Nú var nærri búið að gleyma píanóleikurunum sem spiluðu með Kristj- áni, þeim Kristni Erni Kristinssyni og Maurizio Barbacini. Ætli það hafi ekki verið vegna þess að leikur þeirra var þannig að óaðfinnanlegur var? Það held ég. Að minnsta Lítil vinkona Kristjáns, Júlía Egils- dóttir færði honum blóm. Það er ánægjulegt til þess að vita að þeir sem ná langt, meira að segja mjög langt f list sinni og eiga eftir að ná lengra, muni eftir sinni heima- byggð norður undir heimskautsbaug. Heyrt hefur maður sögur af fólki sem þóttist vera búið að höndla hamingju og frægð erlendis og sá þess vegna ekki ástæðu til að heimsækja landið sitt í norðri. Við megum vera stolt af Kristjáni Jó- hannssyni stórsöngvara, sem alltaf finnur hjá sér þörf til að koma heim og sjá sitt fólk og sína vini. Ekki bregst það, þegar möguleikar eru fyrir hendi syngur hann fyrir okkur. Enda sagði hann þegar hann var spurður hvað hann væri að gera á íslandi að þessu sinni. „Ég er að heimsækja mitt fólk og syngja fyrir Akur- eyringa.“ Og hann söng fyrir Akureyringa og Norðlendinga. Það voru stórkostlegir tónleikar í íþróttaskenmiunni laug- ardaginn 24. maí. Rúm- Húsavíkurflugvöllur: Flugskóli Akureyrar og Flugklúbbur Fíúsavíkur gengust fyrir fyrsta flug- degi sem haldinn var á Húsavík á laugardaginn 17. maí. Flugdagurinn tókst mjög vel og sögðu aðstandendur hans að þetta vœri fyrsti en örugg- lega ekki síðasti flugdag- urinn sem þarna fœri fram. Dagskráin hófst með hópflugi yfir Húsavíkurbæ, en alls voru 13 vélflugur og ein sviffluga mættar á flugvöllinn. Tveir Akureyringar sýndu fall- hlífarstökk með miklum loftfim- leikum og lentu rétt framan við flugstöðina. Svifflugan sveif í allslags hringjum, sveigum og krókum á leið sinni til jarðar. Tvö ungmenni sem eru að hugsa um að læra flug fengu að fara með í svifflugið. Boðið var upp á útsýnisflug gegn vægu gjaldi og 72 þáðu boðið. Talið var að rúmlega 400 manns hefðu komið á flugvöllinn meðan á dagskránni stóð. Með tilkomu nýju flugstöðvar- innar hefur aðstaða til að taka á móti fólki á flugvellinum gjör- breyst. Húsakynni eru vistleg og rúmgóð og veitingasala á staðnum. IM Fyrsti flugdagurinn haldinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.