Dagur - 30.05.1986, Blaðsíða 17

Dagur - 30.05.1986, Blaðsíða 17
30. maí 1986- DAGUR - 17 fl ö 1 í 1 PIOI 3íltæki oc látalarar. \i 3 EE jjg R* SIMI (96)21400 Samsýning norðlenskra myndlistamanna M-hátíö í Skemmunni 14.-15. júní. Erum að leita aö myndverkum eftir eftirtalda menn: Einar Jónsson frá Fossi, Kristínu Jónsdóttur, Maju Baldvins, Eggert M. Laxdal, Svein Þórarinsson, Arngrím Gíslason, Arngrím Ólafsson, Þórhall Björnsson, Skúla Skúlason, Jónas Jakobsson, Ármann Sveinsson, Freymóð Jóhannsson, Hauk Stefánsson, Sölva Helgason. Ef þú getur liðsinnt okkur vinsamlegast hafðu sam- band við Guðmund Ármann í síma 22196, Rósu í síma 24542 eða Daníel í síma 24196. Sýningarnefnd. Ámorgun görujum við DaCvíkingar að kjöróorðinu og veíjum fuíítmía tií að fara með stjóm bœjarmáCa ncestu 4 ár. Við teCjum að reynsian hafi sýnt að óíuett sé að treysta framsóknarmönnum fyrir forystuhCutverki við framfiaCd þeirrar uppbyggingar sem verið hefur undanfarin ár. Tökum ftöndum saman, setjið x við J3* X-B X-B DaCvik Enn einn aldrifsbíllinn er nú fáanlegur hér á landi. Volks- wagen Golf Syncro. Volkswgen er ekki alveg reynslulaus í smíði bíla með drifi á öllum hjólum, því þegar á fyrstu árum fyrirtækisins voru framleidd margs konar ökutæki fyrir þýska herinn með aldrifi og jafnvel með skrúfu og stýri til ferða jafnt á láði sem legi. Hitler kom verksmiðjunum á fót í Wolfsburg og tóku þær til starfa 1938. Þar átti að fram- leiða, eftir uppskrift verkfræð- ings sem hét Porsche, fólksvagn handa þýsku þjóðinni. Upp- skriftin að bílnum var svo vel heppnuð að enn er framleiddur Volkswagen af svipaðri gerð, þ.e. gamla góða „bjallan". Framleiðslu „bjöllunnar“ var hætt í Þýskalandi 1978 en hún er enn framleidd í Mexico og verksmiðjurnar þar framleiddu 20 milljónustu „bjölluna“ árið 1981. Þó uppskriftin að fólksvagn- inum væri pottþétt hlaut að koma að því að arftaki hans liti dagsins ljós. Sá bíll hlaut nafnið Golf og var kynntur á miðju ári 1974. Fyrsta kynslóð af Golfin- um var framleidd til 1983 en þá kom ný gerð af Golf á markað- inn. Pá höfðu verið framleidd liðlega 6 milljón stykki af fyrstu kynslóðinni. Um þessar mundir smíða Volkswagen verksmiðjurnar í Wolfsburg u.þ.b. 2500 Golf- bíla á dag og auk þess hátt í 1500 bíla af Jetta og Polo gerðum. Verksmiðjan í Wolfs- burg er ein stærsta og fullkomn- asta bílasmiðja í heimi og þar starfa u.þ.b. 60.000 manns. Volkswagen Golf hefur lengst af verið öðrurn fram- leiðendum fyrirmynd og margar atlögur verið gerðar að veldi hans á smábílamarkaðnum. Sala VW-Golf er ótrúleg og í heimalandinu selst Golf betur en okkur annar bíll. Fjölmargar útgáfur eru fáanlegar, allt frá alþýðuvagninum til sportútgáfu sem gefur hreinræktuðum sportbílum lítið eða ekkert eftir. Golf Syncro er nýjasta viðbótin. Syncroinn er 4 dyra og lítur út eins og venjulegur Golf að flestu leyti. Vindskeiðin að framan er þó stærri (síðari og ekki til bóta á malarhryggina) og svo stendur „Syncro" á nokkrum stöðum utan á bíln- um. Það merkilegasta við inn- réttinguna er að engin merki fyrirfinnast um aldrifið, enginn takki, engin stöng, engin ljós. Fjórhjóladrifið er sjálfvirkt og ökumaður þarf þar hvergi nærri að koma. Volkswagen notar Visco-kúplingu (sams konar og í Ford Sierra sem lýst var hér fyrir skömmu) til að tengja sam- an fram- og afturása. Aflfærslan milli aftur- og framhjóla er breytileg eftir því hve góða festu framhjólin hafa. Ef fram- hjólin hafa gott veggrip og fram- og afturhjól snúast álíka hratt fer aflið að mestu til fram- hjólanna, en færist svo á aftur- hjólin ef framhjólin fara að missa festuna, svo sem í snjó og hálku eða lausamöl. Syncróinn hefur að auki útbúnað sem sér til þess að afturhjólin fríhjóla þegar hemlað er, en það gefur fyrirheit um ABS-bremsukerfi, sem því miður er ekki fáanlegt ennþá í Syncróinn. Gerð: Volkswagen Golf Syncro 4 dyra, 5 manna fólksbifreið, vél að framan, drif á öllum hjólum (sídrif). Vél og undirvagn: 4 strokka, vatnskæld, fjórgengis-bensínvél, yfirliggjandi knastás; einn blöndungur; borvídd 81,0 mm; slaglengd 86,4 mm; slagrými 1781 cm; þjöppun 10:1; 90 hö. (66 kW) við. 5200/mín.; 145 Nm við 3300/mín. Sjálfberandi yfirbygging, drif á öllum hjólum, Visco-kúppling milli fram- og afturása. Gírkassi 5 gíra, sjálfstæð fjöðrun að framan með þverarmi, gormlegg, togstöng, jafnvægisstöng og dempurum; að aftan sjálfstæð fjöðrun með skáörmum, gormlegg, dempurum og jafnvægisstöng. Aflbremsur, diskar að framan, skálar að aftan; handbremsa á afturhjólum; aflstýri; hjólbarðar 175/70 HR 13; eldsneytisgeymir 55 1. Mál og þyngd: Lengd 398,5 cm, breidd 168,0 cm, hæð 140,5 cm, hjólahaf 247,5 cm, sporvídd 142,9/143,8 cm, þyngd 1070 kg. Há- markshraði 172 km/klst. Viðbragð 0-100 km/klst. ca. 12,5 sek. (0-80 8,2 sek.). Framleiðandi: Volkswagen AG, Wolfsburg, V.-Þýskalandi. Innflytjandi: Hekla hf., Reykjavík. Umboð: Höldur sf., Akureyri. Verð: Kr. 637.000. Vélin er 1,8 lftra og 90 hö. Hún er mjög skemmtileg fyrir minn smekk, seig, en jafnframt þolir hún prýðilega að snúast hratt. Nefna má því til staðfest- ingar að bíllinn vinnur sig upp frá 1500 snúningum í 5. gír án þess að æmta né skræmta. Jafn- framt er hægt að aka í 3. gír frá 20 km/klst. og langt upp fyrir löglegan hraða, sem sýnir óvenju skemmtilega eiginleika vélarinnar. Gírkassinn er 5 gíra, skipt- ingin sæmilega lipur og gírhlut- föllin heppileg. E.t.v. finnst manni í byrjun að 1. gírinn sé of hár og bíllinn því ekki jafn- skarpur og hann ætti að vera með 90 ha. vél. Ég held að það villi svolítið fyrir að átökin dreifast á 4 hjól og því minni læti í framhjólunum þegar tryllt er af stað. Mér þótti í það minnsta auðvelt að svipta þess- um bíl til og það af fullu öryggi. Aksturseiginleikar Golf Syncro eru afar góðir. Ég fann engan umtalsverðan mun á Syncro og venjulegum Golf á sléttum götum. Bíllinn er þó þyngri og hefur hreyfingar í samræmi við það, fjöðrunin er þægileg og bíllinn er hljóðlátur. Vökva- stýrið sem þessi var búinn er skínandi og sviptir mann ekki tilfinningu fyrir veginum. Þegar á reynir, á malarvegum eða þegar hratt er ekið í beygjum koma hins vegar kostir drifbún- aðarins í ljós. Bíllinn er mun stöðugri á malarvegi og í 3. gír er hrein unun að aka honum á hæfilega vondum vegi. Fram- Umsjón: Úlfar Hauksson hjóladrifsbílar eins og Golf eru langoftast undirstýrðir en Syncroinn er mjög nálægt því að hafa hlutlausa stýrieigin- leika, þ.e. það hefur ekki umtalsverð áhrif hvort gefið er í eða slegið af í beygju. Fríhjól- unin að aftan kemur einnig í veg fyrir snöggan útslátt á aftur- endanum ef slegið er af í beygju, en hættan á því er meiri með fasttengd fram- og aftur- hjól. Gallarnir við aldrifið í þessari mynd eru ekki margir. Auðvit- að er bíllinn þyngri og e.t.v. ekki alveg jafn lipur og venju- legur Golf og eyðslan er eitt- hvað meiri. Innréttingin er á þýska vísu, hagnýt og vel frá öllu gengið. Öll helstu stjórntæki eru vel staðsett. Syncróinn er klæddur smekklegu taui að innan, sætin ágæt og rými alveg nægjanlegt, a.m.k. fyrir fjóra. Útsýnið er gott nema á ská aftur fyrir bílinn, þar sem miklir glugga- póstar byrgja sýn. Staðsetning útispeglanna þótti mér einnig óþægileg, þeir eru of aftarlega. Farangursrýmið er þriðjungi minna en í venjulegum Golf, sem stafar af því að afturdrifið þarf sitt pláss. Miðstöðin er kröftug og einföld í notkun. Bíllinn sem ég ók var auk vökvastýris búinn rafdrifnum hurðalæsingum. Fáir bílar sem ég hef ekið um dagana hafa fallið mér betur í geð í heild tekið en Wolkswag- en Golf. Volkswagen Golf Syncro er enn betri. Vegna „iæknilegra“ mistaka vantaði síðari hlutann á þessa grein í síðasta Helgar-Degi og er hún því endurprentuð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.