Dagur - 30.05.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 30.05.1986, Blaðsíða 3
30. maí 1986- DAGLJR-3 Það var létt yfir mönnum og mikil baráttugleði á kosninga- og skemmtifundi Framsóknar- flokksins sem haldinn var á Hótel KEA í gærkvöldi. Fimm ungir frambjóðendur á B-list- anum fluttu stutt ávörp, Ásgeir Arngrímsson, Kolbrún Þor- móðsdóttir, Þórarinn Sveins- son, Unnur Pétursdóttir og Sigfús Karlsson. Fundarstjóri var Jón Sigurðarson. Auk þess skemmtu Edda Björgvinsdótt- ir og Júlíus Brjánsson (Túrilia og Indriði Skordal) og Pallí- etturnar (Erla Skúladóttir og Sigríður Pétursdóttir við undirleik Edwards Fredriksen og Birgis Karlssonar). í stuttu ávarpi Sigfúsar Karls- sonar kom m.a. fram að hann teldi bera vitni mikilli blindu að halda því fram að lítið sem ekk- ert hefði verið gert fyrir ungt fólk á síðasta kjörtímabili. Nefndi hann í því sambandi geysimiklar framkvæmdir við Verkmennta- skólann, Síðuskóla, íþróttahöll- ina og breytingar á Dynheimum, sem allt nýttist ungu fólki. „Já, elskurnar mínar, það er nú eða aldrei. Sameinumst á lokasprett- inum - kjósum X-B,“ sagði Sig- fús i lokaorðum sínum. í svipað- an streng tók Unnur Pétursdótt- ir, en hún og Sigfús skipa sjötta og sjöunda sætið á lista fram- sóknarmanna. „Hvar eru hugmyndir og fram- kvæmdir íhalds og krata hér í bænum? Það er aldeilis ekki þeim að þakka að atvinnumál og upp- bygging á Akureyri hafa tekið jákvæða stefnu, nú sem áður,“ sagði Kolbrún Þormóðsdóttir m.a. en hún skipar 4. sætið. Flestir líta á það sem baráttusæti framsóknarmanna í kosningun- um á morgun. „Allt tal um atvinnumál hefur snúist um það að bæjarstjórn eigi að eiga frumkvæði, bæjarstjórn eigi að gera hitt og þetta. Við skulum snúa af þessari villubraut og hvetja framtakssamt fólk til að taka höndum saman til athafna, með stuðningi bæjarfélagsins, t.d. með því að fella niður aðstöðugjald í þrjú ár hjá nýjum fyrirtækjum. Við ætlum að ná 4 fulltrúum í næstu bæjarstjórn. Pað er alltaf skemmtilegast að vinna sigur þegar maður veit að allir hafa gert sitt besta. Þess vegna skulum við sýna andstæð- ingum okkar hvers megnugur flokkur samvinnu- og félags- hyggju er,“ sagði Ásgeir Arn- grímsson m.a. í sínu ávarpi á fundinum. „Ég get ómögulega skilið það þegar fólk er að tala um að hún Kolbrún fjórða sé í baráttusæt- inu. Ég tók ekki þátt í þessum slag með það í huga að tapa. Það leiðir því af sjálfu sér að ég er í baráttusætinu. Slagorðið í þess- Jón Sigurðarson var fundarstjóri á kosninga- og skemmtifundi B-listans á Hótei KEA í gærkvöldi. Ræðumenn voru þau sem skipa þriðja til sjöunda sætið á listanum, en þau eru t.f.v. Sigfús Karlsson, Þórarinn Sveinsson, Unnur Pétursdóttir og handan við fundarstjórann Ásgeir Arngrímsson og Kolbrún Þormóðsdóttir. Mynd: HS Kosninga- og skemmtifundar B-listans: Myndir: - KGA um kosningum er: Kýlum á Kollu og þrykkjum Pórarni inn,“ sagði Þórarinn Sveinsson, fimmti mað- ur á B-listanum, en sló einnig á alvarlegri strengi. Hann sagði að málstaður fram- sóknarmanna væri góður: „Spurningin stendur um trausta, íslenska framkvæmdastefnu, þar sem manngildið er ofar auðgildi og málin eru leyst í anda sam- vinnu og félagshyggju." Góður rómur var gerður að ávörpunum og skemmtiatriðum kvöldsins og í lok samkomunnar ávarpaði Sigurður Jóhannesson, fyrsti maður á B-listanum fundinn. Hann hvatti fundar- rnenn til samstöðu á lokasprettin- um, samstöðu um farsæla fram- kvæmdastefnu framsóknar- manna. Andstæðingar meirihlut- ans í bæjarstjórn hefðu ekkert sjálfstætt haft fram að færa á síð- asta kjörtímabili og valið ætti því að vera auðvelt. „Akureyringar, tryggjum Kol- brúnu Þormóðsdóttur öruggt sæti í bæjarstjórn," sagði Sigurður Jóhannesson að lokum. HS 'W" I ..—i iii—— Frambjóðendur B-listans buðu vegfarendum upp á kafti og með því í göngugötunni í gær, jafnframt því sem þeir kynntu stefnu Framsóknarflokksins í mikilvægum málefnum Akureyrar. Mynd: KGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.