Dagur - 30.05.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 30.05.1986, Blaðsíða 6
6- DÁGUR- 30. maí 1986 Kjörfundur til hreppsnefndarkosninga í Saurbæjarhreppi hefst í Sólgaröi kl. 10.00 laugardaginn 14. júní. Nánar kynnt meö auglýsingum í Sólgarði og Stein- hólaskála. Kjörstjórn. AKUREYRARBÆR Hirðing lóða fyrir aidraða Sumariö 1986 mun Félagsmálastofnun Akureyrar veita öldruöum aöstoö viö hirðingu og slátt lóöa. Neytendur þjónustunnar greiða kr. 30 á unna klukkustund en mest kr. 2.600 fyrir allt sumariö. Þeir sem óska þjónustu þessarar hringi í síma 24600 alla virka daga milli kl. 11.30 og 13.30. Geymið auglysinguna. Félagsmálastjóri. Árni Gunnarsson, Þórgnýr Dýrfjörð ritstjórar Stöpuls. Stólpi“ gefur út „Stöpul“ Stólpi, félag landsbyggðar- manna í Menntaskólanum á Akureyri, hefur gefið út 2. tbl. ritsins Stöpuls og eins og gefur að skilja er í því blaði fjallað um málefni landsbyggarinn- ar. Ristjórar Stöpuls eru þeir Árni Krakkar 10-14 ára! í sumar eigið þið möguleika Gunnarsson og Þórgnýr Dýrfjörð, nemendur við MÁ. Þeir sögðu að félagið Stólpi hefði verið stofnað um haustið 1984 og voru tildrög þess að nokkrir áhugamenn um landsbyggðar- málefni ákváðu að stofna með sér félagsskap. Félagar eru nú um 30 talsins og halda þeir fundi reglu- lega. „Við fylgjumst með umræð- um um málefni landsbyggðarinn- ar og reynum að stuðla að slíkri umræðu sjálfir,“ sögðu ritstjór- arnir er þeir komu við á Degi. Þór- gnýr er frá Siglufirði en Árni úr Skagafirði og þeir sögðu að þegar talað væri um landsbyggðarmenn í félaginu Stólpa væri ekki átt við þá sem byggju í sveitunum held- ur alla þá sem byggju utan höfuð- borgarsvæðisins. Stöpli var dreift ókeypis til nemenda í MA og einnig hafa verið send blöð til Verkmennta- skólans og Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. í blaðinu er m.a. kynning Sigríðar Bjarnadóttur á félaginu Stólpa, grein eftir Hauk Ágústsson sem ber heitið „Hlut- ur landsbyggðarinnar,“ viðtal við Þorgrím Daníelsson og ýmislegt fleira. á skemmtilegri sumardvöl Sumarbúðirnar í Árskógi bjóða upp á þrjá dvalarflokka. 1. 18. júní - 25. júní: 12-14 ára. 2. 30. júní - 7. júlí: 10-12 ára. 3. 5. ágúst - 12. ágúst: 12-14 ára. Frábær aðstaða til íþrótta bæði úti og inni. Sundlaug, reiðskóli, sjóferð, veiðiferð, kvöldvökur o.fl. Innritið ykkur strax í síma (96) 21963 eftir kl. 20 á kvöldin. Ríkisútvarpið - hljóðvarp: MM vBbúnaðw U.M.S.E. Húsvfldngar * Húsvíkingar Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins er í Garðari. Frcmri röð frá vinstri: Ragna Valdemarsdóttir. Baughól 44, Lilja Skarphéðinsdóttir, Baughól 21, Sigurgeir Aðalgeirsson, Háagerði 7, Egill Olgeirsson, Skálabrekku 7, Hjördís Árnadóttir, Brúnagerði 10, Sólveig Þórðardóttir, Baldursbrekku 8. Aftari röð frá vinstri: Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbrekku 5, Benedikt Kristjánsson, Garðarsbraut 79, Sigrún Hauksdóttir, Háagerði 1, Kristrún Sigtryggsdóttir, Urðargerði 6, Stefán Haraldsson, Laugarbrekku 24, Sigtryggur Albertsson, Ásgarðsvegi 18, Jón Helgason, Holtagerði 5, Börkur Emilsson, Uppsalavegi 16, Hafliði Jósteinsson, Garðarsbraut 53, Tryggvi Finnsson, Uppsalavegi 28, Aðalsteinn P. Karlsson, Baughól 25, Jónína Á. Hallgrímsdóttir, Baldursbrekku 10. Á kjördag minnum við stuðningsmenn á að kjósa snemma, ef ykkur vantar akstur á kjörstað, hafið samband í síma 41225. Að kosningu lokinni minnum við á kaffið og pönnukökurnar. Stuðningsfólk sýnið áhuga og hafið samband við skrifstofuna. Kosningasíminn er 41225. FRAMSÓKNARFÉLAG HÚSAVÍKUR Þeir eru eflaust margir sem sitja við sjónvarpstækin sín á kosninganóttina og fylgjast spenntir með þegar tölur fara að berast. Útvarpið lætur ekki sitt eftir liggja hvað varðar þjónustu á kosninganóttina. Kosningaútvarp á rás eitt og rás tvö hefst klukkan 22:00 á laugardag. Þá verður greint frá kjörsókn á þeim tæplega 60 stöð- um sem kosið verður á. Frétta- menn útvarps og fréttaritarar verða víða um land og útvarpað verður beint frá mörgum stöðum. Klukkan 23:00 verður síðustu kjörstöðunum lokað og fljótlega eftir það fara fyrstu tölur að berast. Á rás eitt verður aðal- áherslan lögð á tölur og viðtöl við frambjóðendur um úrslit kosn- inganna, og inn á milli verður svo leikin létt tónlist eftir því sem tækifæri gefst. Á tímabilinu á milli klukkan 23:00 og 02:00 verður mikið talnaflóð, en eftir það má búast við að meiri tími gefist fyrir viðtöl og tónlist. Á rás tvö verða lesnar nýjustu tölur á ákveðnum tímum, en á milli verður leikin tónlist. Kosningaút- varp á rás eitt stendur væntanlega þangað til talningu er alls staðar lokið, en á rás tvö lýkur útsend- ingu klukkan 03:00. Á sunnudagsmorgun verður svo greint frá helstu úrslitum í fréttatímum klukkan 8:00, 9:00 og 10:00 og í hádegisútvarpi. Eft- ir hádegi verður sérstök dagskrá þar sem lesin verða úrslit frá öll- um kaupstöðum og kauptúnum. Þá verða einnig viðtöl við stjórn- málaforingja og efstu menn á list- anum í Reykjavík um úrslit kosn- inganna. Utvarpstölvan Um leið og tölur fara að berast á laugardagskvöld verða þær settar í tölvu útvarpsins, Digital Vax 11/750. Þetta verður í fyrsta skipti sem útvarpstölvan er notuð við kosningar. Að undanförnu hefur verið unnið að því að full- komna forrit fyrir kosningar, þannig að reiknimeistarar og fréttamenn geti á augabragði spáð í tölurnar sem berast, og sagt hvað þær þýða. Við lok talningar verður svo á augabragði hægt að lesa af skján- um fulltrúafjölda, fylgi í prósent- um og breytingar frá síðustu kosningum, auk þess sem á skjánum birtast nöfn kjörinna fulltrúa. Viðtöl á kosninganótt Eftir fyrstu tölur í Reykjavík og á Akureyri verður talað við full- trúa allra lista á þessum stöðum þegar reiknimeistarar hafa útskýrt tölurnar. í Reykjavík verður sameiginleg útsending sjónvarps og útvarps úr sjón- varpssal. Þegar líður á nóttina munu fréttamenn útvarps og sjónvarps tala við stjórnmálaleið- toga um úrslitin og verður það Ijka sameiginleg útsending. Útvarpið mun síðan tala við frambjóðendur víða um land eft- ir því sem tilefni gefst. I Reykjavík og á Akureyri verða fréttamenn á ferð með litla færanlega FM senda og ræða við fólk um úrslit kosninganna. Öll viðtöl verða í beinni útsendingu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.