Dagur - 30.05.1986, Síða 12

Dagur - 30.05.1986, Síða 12
12 - DÁGUR - 30. iriaí 1986 Myndir og texti: Ingibjörg Magnúsdóttir „Ég flutti hingað fyrir 24 árum og frá fyrsta degi hef ég ekki getað hugsað mér að vera annars staðar, “ sagði Ólafur Guðmundsson. Hann starfar sem handavinnukennari við Barna- og Gagnfrœðaskólann á Húsavík. Ólafur er fœddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, hann stundaði sjómennsku og lœrði og vann við húsasmíðar. Eftir að hann flutti til Húsavíkur fór hann í Kennaraskólann, þá á fimmtugsaldri, og lauk kennaraprófi. í tómstundum sínum stundar Ólafur ýmiss konar smíðar. Þann 15. maí sl. kom hann með bíl til skráningar hjá Bifreiðaeftirlitinu á Húsavík. - Ólafur þú varst að gera svolítið merkilegt við bíl, viltu ekki lýsa því fyrir mér? „Fyrir þrem árum síðan kom sonur minn heim með öndina í hálsinum og sagðist hafa fundið svo fallegan bíl, að vísu væri hann orðinn svolítið grasivaxinn. Bíllinn var hérna fram í Köldukinn og sonur minn bað mig að koma og skoða hann. Ég var náttúr- lega til í ævintýrið og fór með strák, ferðin endaði með að ég keypti bíl- inn á tvö þúsund krónur og við dróg- um hann heim. Þegar ég var búinn að koma bílnum inn í bílskúr og yfir gryfjuna hjá mér sé ég að hann var verr farinn en ég átti von á, því grindin var farin undan honum og það má segja að botninn hafi verið farinn úr honum. En ég tók mig til og reyndi að lagfæra þessa hluti.“ Þetta var þrjóska „Það var mikið verk sérstaklega að smíða grindina því það þarf að smíða hana svo rétta og ég hafði aðeins örfá brot til að fara eftir. Ég hef gripið í að lagfæra þennan bíl svona með öðru undanfarin þrjú ár og nú held ég að bíllinn sé ekki verri en margur annar. Hann ætti alveg að geta enst önnur 24 ár, en hann er módel 1962 af Opel 01ympia.“ - Var löngu búið að skrá þennan bíl ónýtan? „Hann var skráður ónýtur 1980 eða ’81 svo að í dag þurfti ég að láta skrá hann sem nýjan bíl. Ég var búinn að fara með hann í forskoðun áður til að athuga hvað meira ég þyrfti að gera við hann því auðvitað þurfti hann að vera í fullkomnu lagi sem nýskráður bíll.“ - Er það ekki afskaplega óalgengt að svona sé gert? „Satt að segja held ég að ekki sé mikið um að fólk'vilji leggja þetta á sig. Standa í því að gera upp gamalt bílræksni sem búið er að dæma ónýtt ef það hugsar út í þann tíma sem þarf að fórna til að koma bílnum á götuna og svo gæti fyrirtækið mislukkast." - En af hverju varst þú að þessu? „Vegna þess að í upphafi þóttist ég „Helst gera alla hamingjusama* - Spjallað við Ólaf á Borgarhóli um nýja, gamla bílinn, kommóðusmíði, sjómennsku á stríðsárunum, húsið og margt fleira : : :: ■:: ■■■::■ ■'.......................... . ■ , * : geta þetta og svo vildi ég sanna að ég gæti það, þetta var þrjóska. Ég hef fengið aðstoð góðra manna t.d. Ingólfs vinar míns í Felli, einnig hafa synir mínir verið mér ákaflega hjálplegir, því það er svo margt við þetta sem maður getur ekki gert ,einn.“ - Til hvers ætlar þú að nota bílinn? „Ég veit það ekki, ætli ég noti hann ekki bara til að eyða peningum í. Ég á bíl fyrir sem ég nota lítið og veit að nú nota ég hann helmingi minna, því notkunin mun dreifast á báða bílana." - En þú ætlar að eiga bílinn." „Alla vega einhvern tíma, þori ekki að segja hvað lengi.“ - Var þetta ekki dýrt fyrirtæki, þurftir þú ekki að kaupa mikið í bíl- inn fyrir utan alla vinnuna? „Umboðið á Akureyri hefur legið með gamla varahluti og þeir hafa verið ákaflega hjálplegir og almenni- legir, ekki selt þá dýrt. Það er hægt að hafa gaman af svona ekki síst ef hægt er að fá unga fólkið til að taka þátt. Konan mín var mér hjálpleg við að sauma innan í bílinn, ég þurfti að fá sæti úr öðrum bíl því sætin voru svo gjörsamlega búin að ég vildi ekki hætta lífi mínu með því að setjast á þau.“ - Hvernig er að eiga bíl sem þú hefur eiginlega smíðað sjálfur, er hann ekki eins og barnið þitt? Ertu ekki hræddur um að það komi rispa á hann?

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.