Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 3
2. júní 1986 - DAGUR - 3 Húsavík: Meirihlutinn féll! ,,Úrslit kosninganna komu mér á óvart“, sagði Tryggvi Finnsson, efsti maður á Iista framsóknarmanna á Húsavík. „Yið reiknuðum að vísu með að tapa fylgi, bæði fengum við mjög góða kosningu síðast og reiknuðum síður með að halda því fylgi og síðan kom nýtt framboð, en að sveiflan yrði á þennan veg og þetta mikil var ekki okkar tilflnning.“ Um lík- lega meirihlutamyndun sagðist Tryggvi ekkert vilja segja á þessu stigi og sagði marga hugsanlega möguleika á meir- ihlutamyndun. Urslit bæjarstjórnarkosning- anna á Húsavík urðu þau að A- listi hélt sínum tveim fulltrúum, B-listi missti einn mann og hefur nú tvo, D-listi missti einnig mann og hefur einn, G-listi bætti við sig manni og hefur þrjá og Þ-listi Víkverja hlaut einn mann kjörinn. Að lokinni talningu skildu að- eins tvö atkvæði á milli þriðja manns á G-lista og þriðja manns' á B-lista. Farið var fram á endur- talningu atkvæða og lauk henni rétt eftir kl. 3. Úrslit urðu þau sömu nema eitt atkvæði B-lista var dæmt ógilt. Hin nýja bæjar- stjórn verður skipuð 5 körlum og 4 konum, en mjótt var á munun- um að konur næðu meirihluta því kona skipaði þriðja sæti B- listans. Aðeins 3 hinna nýkjörnu hafa setið í bæjarstjórn áður, en 6 taka þar sæti í fyrsta sinn. 1681 voru á kjörskrá, atkvæði greiddu 1450, auðir seðlar og ógildir reyndust 27. Á Húsavík hafa framsóknar- menn og sjálfstæðismenn skipað meirihluta með samtals 5 fulltrú- um. Nú er sá meirihluti fallinn og flokkarnir samtals með 3 fulltrúa. ! „Það er ljómandi hljóð í okkur Víkverjum, við teljum okkur sig- urvegara þessara kosninga og erum afskaplega hress með þann trúnað sem fólk sýndi okkur með því að kjósa okkur. Það er von- andi að við getum sýnt og sannað að það hafi ekki kastað atkvæði sínu á glæ“, sagði Pálmi Pálma- son, efsti maður á lista Víkverja. Bæjarstjórn Húsavíkur verður þannig skipuð næstu fjögur árin að frá Alþýðubandalagi eru það Kristján Ásgeirsson, Valgerður Gunnarsdóttir og Örn Jóhanns- son. Frá Víkverjum er það Pálmi Pálmason. Frá Alþýðuflokki eru það Jón Ásberg Salómonsson og Guðrún Kristín Jóhannsdóttir. Frá Sjálfstæðisflokki er það Katrín Eymundsdóttir og frá Framsóknarflokki eru það Tryggvi Finnsson og Hjördís Árnadóttir. -IM/-HJS Raufarhöfn: Meirihlutinn hélt velli Á Raufarhöfn hafa framsókn- armenn og Alþýðubandalag verið í meirihlutasamstarfi á síðasta kjörtímabili. Eftir kosningarnar á laugardaginn er allt útlit fyrir að áframhald verði þar á. í kjöri voru fjórir listar, B-listi Framsóknarflokks, og fékk hann 78 atkvæði og tvo menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 42 atkvæði og einn mann kjörinn, G-listi Alþýðubandalags fékk 52 atkvæði og einn mann kjörinn. I- listi óháðra fékk 61 atkvæði og einn mann kjörinn. Þetta eru sömu úrslit og við síðustu sveit- arstjórnarkosningar á Raufar-- höfn. Á kjörskrá voru 307, 238 mættu á kjörstað, 5 seðlar voru auðir eða ógildir. Kjörsókn var 77,5%. „Bæði Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag bættu við sig atkvæðum. Það hefur ekki annað verið rætt en að um áframhald- andi samstarf þessara flokka verði að ræða, þó að það sé ófrá- Hvammstangi: Miklar breytingar Allnokkrar breytingar urðu á framboðum listanna á Hvammstanga ef miðað er við síðustu kosningar. Þá buðu fram þrír listar, B listi fram- sóknarmanna, G listi Alþýðu- bandalags og óháðra og L listi frjálslyndra. Nú voru hins vegar fjórir listar í gangi, G listi Alþýðubandalags og óháðra, H listi félagshyggju- fólks, L listi frjálslyndra og M listi Flokks mannsins. Atkvæðin féllu þannig að G listinn hlaut 101 atkvæði og tvo menn kjörna, H listinn 143 atkvæði og tvo menn kjörna, L listinn 91 atkvæði og einn mann kjörinn og M listinn hlaut 21 atkvæði og engan mann kjörinn. G.Kr/JHB gengið,“ sagði Gunnar Hilmars- son sveitarstjóri í gær. -mþþ Frá kjörstað í Oddeyrarskólanum Mynd. KGA. Dalvík: „Þetta er lýðræðið“ - Framsóknarmeirihlutinn féll á Dalvík! „Þessi úrslit þóttu mér ekki góð og hef ég enga skýringu á þessu fylgishruni okkar. Það virðist sem kjósendur hafl tek- ið því frekar sem mótfram- bjóðendur okkar höfðu fram að færa. Hins vegar vorum við búin undir einhverjar breyting- ar, því í kosningunum 1982 unnum við það stóran sigur að eðlilegt hefði verið að reikna með breytingum. Auk þess hefur verið talað unt að óeðli- legt sé að einn flokkur hafl hreinan meirihluta í bæjar- stjórninni,“ sagði Valdimar Bragason sem var 2. maður á lista Framsóknarflokksins á Dalvík, en þar missti flokkur- inn meirihluta sinn í bæjar- stjórninni. Framsóknarflokkurinn hafði 4 menn eftir síðustu kosningar, en tapaði 2 núna og fékk 271 atkvæði. D-listi fékk 377 atkvæði og 3 menn kjörna, en hafði áður 1 mann. G-listi fékk 200 atkvæði og 2 menn, en hafði áður 1 mann. A-listi bauð ekki fram núna, en hafði 1 mann áður. Sjálfstæðis- flokkurinn og óháðir kjósendur unnu því 2 menn og Alþýðu- 'bandalag og aðrir vinstri menn 1 mann. Þegar Valdimar var spurður um hugsanlegan meirihluta í bæjarstjórn á Dalvík, sagði hann að ekkert væri farið að ræða það. „Það hljóta að vera sigurvegarar úr kosningunum sem hefja slíkar viðræður. Að sjálfsögðu vinnum við áfram fyrir bæjarféiagið, þó að við höfum til þess minni styrk en áður. En þetta er lýðræðið,“ sagði Valdimar Bragason. gej- „Samstilltur hópur“ A Siglufirði urðu nokkuð rnikl- ar breytingar á fulltrúafjölda flokkanna í bæjarstjórninni við þessar kosningar. Alþýðu- flokkurinn vann 2 fulltrúa, annan af D-lista Sjálfstæðis- flokks og hinn af B-lista Fram- sóknarflokks. Alþýðuflokkurinn fékk 318 atkvæði og 3 fulltrúa, en hafði 1. Framsóknarflokkur fékk 197 atkvæði og 1 fulltrúa, en hafði 2. Sjálfstæðisflokkur fékk 335 atkvæði og 3 fulltrúa, en hafði 4. Alþýðubandalag fékk 294 atkvæði og 2 fulltrúa eins og áður. Flokkur mannsins bauð nú fram í fyrsta skipti og fékk 33 atkvæði, en engan fulltrúa kjörinn. Kristján Möller sem var í 1. sæti Álþýðuflokksins þakkar sigurinn mjög góðum lista og samhentum hópi manna sem unnu að kosningunum, auk mikillar og góðrar vinnu allra flokksmanna. „Bæjarfulltrúi okkar Jón Dýrfjörð á stóran þátt í þessu, því hann hefur unnið mjög vel á síðasta kjörtímabili, þrátt fyrir að hann hafi verið eini fulltrúi okkar í bæjarstjórn. Auk þess tel ég að það nýmæli að kjósa um forgangsröð verkefna samhliða prófkjöri hafi hjálpað mjög til, enda kom í ljós að 170 manns lögðu þar hönd á plóg- inn," sagði Kristján. Alþýðuflokkurinn tók þátt í meirihlutasamstarfi ásamt Fram- sóknarflokki og Alþýðubanda- lagi í síðustu bæjarstjórn. Þegar Kristján var spurður að því hvort hugmyndir væru uppi um meiri- hluta sagði hann ekki vera farið að ræða slíkt. „Við getum unnið með hverjum sem er, ef menn leggja til hliðar flokkshagsmuni og ntálefni Siglufjarðar sett núm- er eitt, tvö og þrjú,“ sagði Krist- ján Möller. gej- „Stórir hlutir að gerast“ - sagði Gísli Bragi Hjartarson, annar maður A-lista á Akureyri „Við segjum allt gott. Hvað geta kratar annað sagt í dag,“ sagði Gísli Bragi Hjartarson annar maður á lista Alþýöu- flokksins til bæjarstjórnar- kosninganna á Akureyri í sam- tali við Dag í gær. Alþýðu- flokkurinn vann tvo menn í kosningunum á laugardaginn, var áður með einn fulltrúa, en hefur nú þrjá. „Ég held við getum fyrst og fremst þakkað þetta mikla fylgi að við töluðum um hreina pólitík. Við vorum ekki með neinn loforðalista um félagslega hluti. Það voru atvinnumálin sem við lögðum mesta áherslu á. Það eru tekjur bæjarins sem ráða því hvað hægt er að gera. Við unnum vel fyrir þessar kosningar og það var fjöldinn all- ur af fólki sem tók þátt í barátt- unni með okkur, fólk sem við kratar vissum ekki að við áttum. - Kom sigurinn ykkur á óvart? „Nei, í rauninni ekki. Þetta kom mér ekki á óvart. Ég tók mér vikufrí úr vinnu til að vinna fyrir kosningarnar og ég trúði því ekki sem mér fannst vera að gerast. Það voru stórir hlutir að gerast og þeir gerðust," sagði Gísli Bragi Hjartarson. -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.