Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 1
* Bitvmnsluíomt * Áætianagerðarfonit Hr Teikniforrít Tölvutæki sf. Gránufélagsgötu 4, 2. hæð ■ Akureyri • Sími 96-26155 Kosið í Oddeyrarskólanum á Akureyri. rwynd: kua. Akureyri: Stórsigur krata! - Framsóknarflokkurinn tapaði manni - „kommarnir" unnu einn Sigurður Jóhannesson: Erfiðleikar atvinnu- lífsins notaðir gegn okkur „Eðtiiega eru þessi úrslit okk- ur framsóknarmönnum á Akureyri mikið áfall og áhyggjuefni og þau hljóta að kalla á vissa endurskoðun á okkar inálum,“ sagði Sigurður Jóhannesson efsti maður á lista Framsóknarflokksins á Akureyri í samtali við Dag í gær. „Astæður þessara úrslita eru margþættar, en ég tel að megin- ástæðurnar séu tvær. Fyrst og fremst þeir erfiðleikar sem fram komu í vissum greinum atvinnu- lífsins á síðasta kjörtímabili. Þessir erfiðleikar voru notaðir til harkalegrar og óréttlátrar gagn- rýni á meirihluta bæjarstjórnar. Þessari gagnrýni reyndum við að svara með málefnalegum umræð- um þar sem fram komu orsakir erfiðleikanna og þær ráðstafanir sem framkvæmdar voru af bæjar- yfirvöldum til lausnar á vandan- um. Þessi umræða hefur ekki nægjanlega náð eyrum kjósenda. Sú ábyrga afstaða sem við tókum í þessum málum hefur ekki hlotið nægan hljómgrunn. Hin meginástæðan er viss and- byr sem Framsóknarflokkurinn hefur haft í landsmálum að undanförnu. En það kemur dag- ur eftir þennan dag og aftur verð- ur kosið. Við munum skoða okk- ar mál og koma öflugir til næstu baráttu. Fylgi þeirra flokka sem nú telja sig sigurvegara hefur verið afar sveiflukennt á síðustu árum og svo mun verða áfram.“ -mþþ Miklar breytingar urðu á skip- an bæjarstjórnar Akureyrar í kosningunum síðastliðinn laugardag. Alþýðuflokkurinn jók fylgi sitt verulega frá síð- ustu kosningum og bætti við sig tveimur mönnum, hafði einn fulttrúa en hefur nú þrjá. Alþýðubandalagið bætti einnig við sig manni og hefur nú tvo bæjarfulltrúa, Sjálfstæðis- flokkurinn hélt sínum hlut og hefur áfram fjóra bæjarfull- trúa, en Framsóknarflokkur- inn tapaði manni. Kvenna- framboðið bauð ekki fram nú, en Flokkur mannsins bauð fram að þessu sinni og fékk ekki kjörinn fulltrúa. A kjörskrá voru 9494, 7252 kusu. Kosningaþátttaka var 76,39%. Alþýðuflokkurinn kemur sem sigurvegari út úr þessum kosning- um, fékk 1544 atkvæði, eða 21,29% greiddra atkvæða. í kosningunum árið 1982 fékk Alþýðuflokkurinn 643 atkvæði eða 9,8% greiddra atkvæða. Alþýðuflokkurinn bætir við sig 901 atkvæði frá síðustu bæjar- stjórnarkosningum. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk 2504 atkvæði eða 34,53%, en fékk við síðustu bæjarstjórnarkosningar 2261 atkvæði eða 34,6%. Sjálfstæðis- flokkurinn bætti við sig 243 atkvæðum miðað við síðustu bæjarstjórnarkosningar. Fram- sóknarflokkurinn fékk 1522 atkvæði eða 20,90% greiddra atkvæða, en fékk við síðustu bæjarstjórnarkosningar 1640 atkvæði eða 25,1%. Miðað við síðustu kosningar tapaði Fram- sóknarflokkurinn 118 atkvæðum. Alþýðubandalagið fékk 1406 atkvæði eða 19,39%. Við síðustu bæjarstjórnarkosningar fékk Alþýðubandalagið 855 atkvæði eða 13,1%. Alþýðubandalagið bætti við sig 551 atkvæði frá síð- ustu kosningum. Flokkur manns- ins fékk 129 atkvæði eða 1,78%. Flokkur mannsins bauð ekki fram árið 1982, en þá bauð Kvennaframboðið fram og fékk 1136 atkvæði eða 17,4% greiddra atkvæða. Að kosningum loknum verða bæjarfulltrúar þessir: Freyr Ófeigsson, Gísli Bragi Hjartar- son og Áslaug Einarsdóttir fyrir Alþýðuflokkinn, Sigurður Jóhannesson og Úlfhildur Rögn- valdsdóttir fyrir Framsóknar- flokkinn, Gunnar Ragnars, Sigurður J. Sigurðsson, Bergljót Rafnar og Björn Jósef Arnviðar- son fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Sig- ríður Stefánsdóttir og Heimir Ingimarsson fyrir Alþýðubanda- lagið. -mþþ Lögreglan: Róleg kosninga- helgi Að sögn lögreglumanna á Norðurlandi var helgin ákaf- lega róleg. Víða var gleði ríkj- andi á kosninganóttina, en lög- reglan þurfti lítil afskipti að hafa af því. Á Akureyri voru tveir teknir fyrir ölvun við akstur og þrír fyrir of hraðan akstur. Þrír árekstrar urðu í bænum um helgina, þeir voru minniháttar og engin slys á fólki. Sex fengu að gista fanga- geymslur lögreglunnar um helg- ina vegna ölvunar. Á laugardag urðu tvö umferð- aróhöpp í S.-Þingeyjarsýslu. Bíll valt við Laxamýri og skemmdist mikið. Tveir bílar lentu í árekstri í Kinninni, en skemmdir á þeim voru minniháttar. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum. -HJS Það var tvöfaldur hátíðisdagur hjá stúdentum úr Verkmenntaskólanum á laugardag. Eftir að hafa sett upp hvitu húfurnar fjölmenntu þeir á kjörstað. Á myndinni má einnig sjá Frey Ófeigsson ræða við kjósanda, en listi hans, A-listinn, vann stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri. Mynd: KGA Sjá bls. 3 og 9.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.