Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 7
2. júní 1986 — DAGUR - 7 Umsjón: Kristján Kristjánsson Islandsmótið 2. deild: Völsungar náðu að jafna á síðustu stundu - í leiknum við KA á föstudagskvöld Mynd: AE. Irætti Þórs ynd. ikvelli um og hefði mátt hljóta rauða spjaldið fyrir vikið þar sem dóm- arinn var áður búinn að áminna hann, auk þess sem Daníel og bróðir hans í vörn Víðis voru búnir að vera það sem kallast get- ur síbrotamenn. Víðisliðið á heiður skilinn fyrir baráttu en ekkert annað. Þórsliðið átti einn af sínum lakari dögum og þeir sem stóðu upp úr voru Baldvin markvörður, Baldur Guðnason sem er ört vax- andi leikmaður og Siguróli. Slakur dómari leiksins var Eysteinn Guðmundsson og gaf hann Nóa og Baldri áminningu hjá Þór en Daníel hjá Víði, auk þess að vísa Sigurbirni af velli. AE/Reykjavík „Það var ferlega grátlegt að missa þetta niður í jafntefli. Þeir náðu yfirhöndinni í seinni hálfleik og þannig vill það oft verða þegar annað liðið er yfir og reynir að hanga á því. Við gáfum allt of mikið eftir og þeir gengu á lagið,“ sagði Erl- ingur Kristjánsson fyrirliði KA eftir leikinn við Völsung í 2. deildinni í knattspyrnu á KA- velli á föstudagskvöld. KA hafði 1:0 yfír svo til allan leik- inn en Völsungar náðu að jafna á síðustu mínútu leiksins. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað, bæði liðin þreif- uðu fyrir sér. Völsungar voru þó öllu ákveðnari í byrjun og á 6. mín. átti Björn OÍgeirsson skot yfir mark KA af markteig. Hin- um megin komst Haraldur Har- aldsson í færi en Þorfinnur mark- vörður Völsunga varði gott skot hans vel. KA-menn fóru síðan að kom- ast meira inn í leikinn og á 15. mín. skoraði markavélin í KA- liðinu, Tryggvi Gunnarsson mjög gott mark af stuttu færi. Boltinn barst fyrir markið frá hægri og þar var Tryggvi mættur og sendi boltann í bláhornið, algjörlega óverjandi fyrir Þorfinn í marki Völsungs. 5 mín. síðar átti Kristján 01- geirsson hörkuskot í hliðarnetið á marki KA eftir mikinn darrað- ardans inni í vítateig. Á næstu 20 mín. gerðist fátt markvert. Á 42. mín. sluppu Völsungar með skrekkinn er Erlingur Krist- jánsson skallaði af miklum krafti í slá Völsungsmarksins eftir hornspyrnu. Boltinn barst út í teiginn og eftir mikinn hamagang þar tókst varnarmönnum Völs- ungs að hreinsa frá marki. Það var svo Kristján Olgeirsson sem átti síðasta orðið í fyrri hálfleik er hann átti gott skot af löngu færi en Haukur markvörður KA varði í horn. KA-menn áttu fyrstu tvö um- talsverðu færin í síðari hálfleik. Fyrst Tryggvi á 50. mín. er hann skaut góðu skoti að marki sem Þorfinnur varði vel. 5. mín. síðar átti Haraldur skot framhjá mark- inu eftir að hafa komist í ágætt færi eftir samleik við Tryggva. Völsungar fóru síðan meira að láta að sér kveða og KA-menn bökkuðu um leið. Gerðu Völs- ungar oft harða hríð að marki KÁ án þess þó að skapa sér nein dauðafæri. KA átti nokkrar skyndisóknir og var Tryggvi aðal- maðurinn í þeim öllum. Sem dæmi átti hann tvö hörkuskot með stuttu millibili að marki Völsungs en Þorfinnur varði þau bæði mjög vel. Guðmundur þjálfari Völsungs tók til þess ráðs að skipa Vil- helm Fredriksen inn á snemma í síðari hálfleik og átti það eftir að reynast vel. Vilhelm vann mjög vel og skapaði oft usla í vörn KA með hraða sínum og krafti. Það var einmitt eftir sendingu frá honum að Völsungar náðu að jafna á síðustu mín. leiksins. Vil- helm komst upp að endamörkum vinstra megin og gaf góðan bolta fyrír á fjærstöng þar sem Grétar Jó.:°son var. Hann skallaði bolt- ann út í teiginn þar sem Kristján Olgeirsson kom á fullri ferð og sendi boltann í bláhornið hjá Hauki markverði. Glæsileg sókn og gott mark. KA-menn rétt náðu að taka miðju áður en góð- ur dómari leiksins Sæmundur Víglundsson flautaði af og jafn- tefli var staðreynd. Leikurinn í heild var ekki mik- ið fyrir augað en þó sáust góðir sprettir inn á milli. Bestir í liði KA voru þeir Erl- ingur, Þorvaldur Örlygsson og Tryggvi Gunnarsson sem er ávallt hættulegur upp við mark andstæðinganna. Þá var Haukur Bragason öruggur í markinu. Bestir í liði Völsungs voru varnarmennirnir Birgir Skúlason og Eiríkur Björgvinsson. Þá voru þeir Grétar Jónsson og Vilhelm Fredriksen einnig góðir og þá stóð Þorfinnur Hjaltason mark- vörður fyrir sínu. Staðan 1. deild: Staðan í 1. deild ísiandsmóts- ins í knattspyrnu er þessi: FH-Valur 0:1 Víðir-Þór 0:0 KR-ÍA 1:1 ÍBV-UBK 1:1 Fram-ÍBK 0:1 FH 4 2 11 6:4 7 UBK 3 2 1 0 3:1 7 KR 4 1 3 0 6:2 6 Valur 4 2 0 2 6:3 6 ÍA 4 1 2 1 4:2 5 Víðir 4 1 2 1 2:3 5 Þór 3 1 1 1 3:3 4 Frani 3 1 1 1 2:2 4 ÍBK 4 1 0 3 2:7 3 ÍBV 3 0 1 2 1:8 1 2 . deild: Staðan í 2. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu að loknum leikjum helgarinnar er þessi: Þróttur-KS 2:3 KA-Völsungur 1:1 ÍBÍ-Einherji 2:2 Selfoss-Víkingur 1:0 Skallagrímur-UIVIFN 0:3 Selfoss 3 2 1 0 6:2 7 KA 3 1 2 0 7:3 5 UMFN 3 1 2 0 7:4 5 KS 3 1 2 0 5:2 5 Völsungur 3 1 2 0 5:2 5 Víkingur 3 1 1 1 5:4 4 Einherji 3 1 1 1 4:7 4 Þróttur 3 0 12 4:6 1 ÍBÍ 3 0 2 1 7:9 2 Skallagrímur 3 0 0 3 1:10 0 íslandsmótið 2. deild: Mjög góð barátta KS skóp sigur gegn Þrótti Það var fyrst og fremst barátt- an sem varð þess valdandi að Siglfírðingar fóru þremur stig- um ríkari úr viðureign sinni við Þrótt í Reykjavík eftir að hafa unnið 3-2 í hörkuspennandi leik. Heldur er nú staðan orðin ógæfuleg hjá Þrótturum sem féllu úr fyrstu deild í fyrra, af- raksturinn úr þremur fyrstu leikjunum aðeins 3 stig. Siglfirðingar hófu leikinn mjög vel og sóknarloturnar buldu á Þróttarvörninni fyrsta korterið, án þess þó að leikmönnum KS tækist að nýta færin til marka. Það voru hins vegar Þróttarar sem skoruðu fyrst, öllum á óvör- um, og þar var að verki Nikulás Tómasson af stuttu færi eftir mjög vel útfærða skyndisókn. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var mikið barist út um víðan völl, en fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir tækifæri á báða bóga. í síðari hálfleik fundu leik- menn hins vegar leiðina í netið svo um munaði. Á 15. rnínútu jafnaði Gústaf Björnsson fyrir KS með skot úr þvögu eftir langt innkast. Fimm mínútum síðar kom Sigurður Hallvarðsson Þrótturum yfir á ný er hann skor- aði úr þvögu. Ekki liðu nema sex mínútur þar til Gústaf Björnsson var búinn að jafna á ný er hann fékk boltann skyndilega dauða- frír inni í vítateig Þróttar. Sigur- markið fyrir Siglfirðinga skoraði svo Hörður Júlíusson á 32. mín- útu úr geysifallegum skalla eftir hornspyrnu. Eftir það héldu leik- menn KS auðveldlega fengnum hlut. Sigur KS í þessum leik vannst einna helst vegna stórgóðrar bar- áttu. og þetta var öðru fremur sigur liðsheildarinnar. AE./Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.