Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 11
■2. júm 1986 - DAGUR - 11 M-hátíð á Akureyri: Leitað að myndverkum Einn þáttur svo kallaðrar M- hátíðar, menningarhátíðar sem menntamálaráðuneytið efnir til í samvinnu við Akureyrarbæ dagana 14. og 15. júní er sam- sýning norðlenskra myndlist- armanna sem fram fer í Iþróttaskemmunni. Myndlistarsýningin verður tvíþætt, annars vegar samsýning starfandi myndlistarmanna og hins vegar sýning á verkum þeirra er voru starfandi á fyrri hluta aldarinnar og tengjast Akureyri eða Norðurlandi á ein- hvern hátt. Ætlunin er að sýna verk eftir Hauk Stefánsson, Freymóð Jóhannesson, Kristínu Jónsdótt- ur, Einar Jónsson frá Fossi, Eggert M. Laxdal, Svein Þórar- insson, Jónas Jakobsson, Sölva Helgáson, Arngrím Gíslason, Arngrím Ólafsson, Eórhall Björnsson, Ármann Sveinsson, Skúla Skúlason og Maju Baldvins. Nú stendur yfir leit að mynd- verkum eftir þessa listamenn og er það ósk sýningarnefndar að þeir sem eiga verk eftir þá séu fáanlegir til að lána þau til þess- arar sýningar. Þeir sem geta lið- Erfingjar hjónanna Helga Ei- ríkssonar og Hólmfríðar Páls- dóttur frá Þórustöðum hafa boðið stjórn Amtsbókasafns- ins á Akureyri að kaupa bóka- safn þeirra hjóna fyrir hálft virðingarverð eða kr. 784 þúsund. Hinn helming virðing- arverðsins vilja erfingjarnir gefa safninu til minningar um þau hjón og tvö börn þeirra sem eru látin. í bréfi ættingjanna til safnsins sagði ennfremur m.a. að verð sinnt þessu eru vinsamlega beðn- ir að hafa samband við Guðmund Ármann í síma 22196, Rósu Júl- íusdóttir í síma 24542 eða Daníel Guðjónsson í síma 24196. það sem safnið myndi greiða fyrir safnið ætti að gefa Öngulsstaða- hreppi þar sem þau hjón bjuggu í nær hálfa öld og skyldi þeim pen- ingum varið til menningarstarf- semi. Eftir að amtsbókavörður hafði borið bókaskrána sam- an við eignaskrá Amtsbóka- safnsins kom í ljós að mikill meirihluti bókanna eða um 90% er þegar til í eigu safnsins og því sá stjórn safnsins sér ekki fært af fjárhagsástæðum að þekkjast þetta ágæta tilboð. gk-. Amtsbókasafnið: Bókasafni á hálfu virðingarverði hafnað Eignast ríkið handrit Nonna? Jesúítareglan í Köln í Vestur- Þýskalandi hefur boöið íslenska ríkinu öll frumrit verka rithöfundarins Jóns Sveinssonar, Nonna. Kom þetta fram á fundi með Sverri Hermannssyni, menntamála- ráðherra og sagði hann að ríkisstjórnin væri búin að gefa samþykki sitt fyrir því að leita eftir kaupum á verkunum. Eru handritin handskrifuð af rithöfundinum sjálfum. Eru þetta ekki aðeins barnabækur Nonna heldur allt sem Nonni skrifaði og hefur margt af því aldrei verið gefið út á prenti. Það er Haraldur Hannesson, hagfræðingur sem hefur handritin í fórum sínum og bauð hann ríkinu þau fyrir hönd Jesúítareglunnar. „Handrit Nonna eru að mínu mati mjög verðmæt og við verðum að gera allt sem við getum til að eignast þau, við verðum að leggja allt í sölurnar," sagði Sverrir. Jesúítareglan bauð einnig íslenska ríkinu myndir Colling- woods, bresks málara sem ferð- aðist um landið og málaði. Taldi Sverrir að þær yrði ríkið einnig' að eignast. -HJS Tilboðsverð á Stiga mótorsláttuvél með Briggs og Stratton móton Verð aðeins 17.590 • 2ja ára ábyrgð. Eigum einnig rafmagnssláttuvélar og ' fleiri gerðir af mótorvélum. Þá minn- um við á garðáhöldin í úrvali. iWmí SIMI (96)21400 Barkar og slöngur SF STRAUMRAS ÞJÓNUSTA MEÐ LOFT- HÁÞRÝSTI- 0G RAFMAGNSVÖRUR Furuvöllum 1 ■ 600 Akureyri ■ Sími 96-26988 j|j| Félagsmálaráðuneytið óskar 1ÍS: eftir að taka á leigu 1200-1500 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæð- inu fyrir starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Húsnæðið þarf að hafa gott aðgengi fyrir fatlaða. Tilboð sendist félagsmálaráðuneytinu Arnarhvoli fyrir 15. júní n.k. Nánari upplýsingar veittar í félagsmálaráðuneyt- inu í síma 25265. Vantar starfsmann til afleysinga júní-september Umsóknir óskast sendar skrifiega fyrir 6. júní. Sporthú^id Hafnarstræti 94 Sími 24350 Vélstjóra vantar á Mars ST-150 sem fer á rækjuveiðar frá Ólafs- firði. Upplýsingar í síma 62256 og 62484 eftir kl. 19. Óskum að ráða vanan mann á smurstöð okkar í sumar. MÖL&SANDURHF. V/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI (96)21255 Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra: Viljum ráða nú þegar starfsmenn vana saumaskap. Upplýsingar veitir forstöðumaður Iðjulundar í síma 25836. Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra. Viljum ráða nú þegar trésmiði vana verkstæðisvinnu Nóg verkefni. Upplýsingar gefur Óskar. Upplýsingar eftir kl. 18 í síma 97-1609. \ BaldurótÖskarsf. simi 1 m. verkst. "byggingaverktakar sími 1766, skrifst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.