Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 12
Akureyri, mánudagur 2. júní 1986 Þjónusta fyrir háþrýstislöngur olíuslöngur og barka Pressum tengin á Fullkomin tækni vönduð vinna Á kjörstað á laugardaginn. Mynd: KGA. Sauðárkrókur: Þreifingar um meirihlutamyndun Úrslit kosninganna á Sauðár- króki urðu eins og margir höfðu spáð þar um slóðir. Meirihluti Framsóknarflokks og Alþýðubandaiags er fallinn og þreifingar á nýju meirihluta- samstarfi milli Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og K- listans, flokks óháðra að hefj- ast eftir því sem næst verður komist. Pátttaka í kosningunum varð 85,4% og féllu atkvæði þannig: A-listi Alþýðuflokks fékk 159 atkvæði og 1 mann kjörinn, en hafði engan í síðustu bæjar- stjórn. B-listi Framsóknarflokks fékk 441 atkvæði og 3 menn kjörna, en hafði 4 áður. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 411 atkvæði og 3 menn kjörna eins og áður. G-listi Alþýðubandalags fékk 163 atkvæði og 1 mann kjör- inn eins og áður. K-listi óháðra kjósenda fékk 163 atkvæði og 1 mann kjörinn eins og áður og N- listi, Nýtt afl fékk 45 atkvæði og engan mann kjörinn. N-listinn bauð ekki fram síðast. Jón E. Friðriksson 1. maður á lista Framsóknarflokksins sagðist hafa orðið fyrir nokkrum von- brigðum með að flokkurinn missti einn mann. „Framsóknar- flokkurinn er samt stærsti flokk- urinn í bænum og útkoman hér er með því besta sem gerðist hjá flokknum yfir landið. Okkur vantaði aðeins 18 atkvæði til að hljóta jafnmikið fylgi og í síðustu kosningum. Við verðum líklega að bíta í það súra epli að vera í minnihluta næsta kjörtímabil,“ sagði Jón E. Friðriksson. „Ég er ekki óánægður með okk- ar hlut. Þó er ég óánægður með að Framsóknarflokkurinn skuli enn vera stærsti flokkurinn í bænum, en þetta kemur í næstu kosningum, og okkar útkoma er með því besta sem gerist yfir landið,“ sagði Þorbjörn Árnason 1. maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins. „Við gáfum út yfirlýsingu þess efnis í kosningabaráttunni að Framsóknarflokkurinn ætti að fá frí í næsta meirihluta bæjar- stjórnar og við ætlum að standa við það,“ sagði Þorbjörn. Karl Bjarnason 2. maður á lista Alþýðubandalags sagði að hann hefði viljað sjá hagstæðari tölu fyrir flokkinn. „Um meiri- hlutasamstarf er það að segja að ég reikna ekki með því að Alþýðubandalagið gangi til sam- starfs við Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði hann. þá/gej- Blönduós: „Hvað er eiginlega að gerast?“ Á Blönduósi buðu einungis fram tveir listar í síðustu kosn- ingum, D listi sjálfstæðis- manna og H listi vinstri manna. Nú voru hins vegar þrír Iistar í framboði, D listi Sjálfstæðisflokks, H listi vinstri manna og óháðra og K listi Alþýðubandalags og óháðra. Að auki varð sú breyt- ing að fulltrúum í hreppsnefnd var fjölgað úr fimm í sjö. Úr- slitin urðu þau að H listi hlaut 279 atkvæði og þrjá menn kjörna, D listi hlaut 185 atkvæði og tvo menn kjörna, og K listinn hlaut 143 atkvæði og tvo menn kjörna. Menn á Blönduósi spyrja nú sjálfa sig hvort líta eigi á H listann eða K listann sem sigurvegara þess- ara kosninga, þar sem sjálf- stæðismenn komu út með óbreytta fulltrúatölu. Dagur hafði tal af efstu mönn- um listanna og innti þá álits á útkomu kosninganna. Jón Sig- urðsson, efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins, sagðist vera mjög óhress með þessi úrslit. Hann sagðist vera að velta því fyrir sér hvað það væri við H list- ann sem verðskuldaði þessi úrslit. „Hvað hefur eiginlega ver- ið að gerast hér síðastliðin fjögur ár sem veidur því að vinstri menn fá öll þessi atkvæði?" spurði Jón. Jafnframt sagði hann að sjálf- stæðismenn hefðu ungt og reynslulítið fólk á sínum lista og einnig hefði kosningavél H list- ans verið miklu sterkari en þeirra sjálfstæðismanna. „K listinn er tvímælalaust sigurvegari þessara kosninga þar sem hann hafði ekkert framboð fyrir og ég óska þeim til hamingju með þennan sigur," sagði Jón Sigurðsson að lokum. Guðmundur Teódórsson, efsti maður K listans, sagðist vera ánægður með árangurinn. „Þetta var ánægjulegur sigur vinstri rnanna," sagði Guðmundur, en sagði jafnframt að samstarfið í framtíðinni réðist af stefnumál- um flokkanna. „Vissulega verður það athugað hvort ekki næst sam- starf með H og K listunum," sagði Guðmundur að lokum. Sigmar Jónsson, efsti maður H listans, sagði þetta mjög góð úr- slit frá sínum sjónarhóli séð. Bar- áttan hefði snúist um það hvort H listinn næði þremur mönnum inn en það hefði aðeins munað fjó'r- um atkvæðum að þeir næðu fjórða manni inn, ef þau atkvæði hefðu komið frá K listanum. G.Kr/JHB Sauöburöur gengur vel „Ég hef ekki heyrt annað en að sauðburður hafi almennt gengið vel,“ sagði Ólafur Vagnsson ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Eyjafjarðar í samtali við Dag. Fornleifarannsóknir að Gásum: „Mikilvægar rannsóknir“ - segir Bjarni Einarsson forstöðumaður Minjasafns Akureyrar „Ég tel þetta vera feikilega merkilegar rústir og mjög mikilvægar fyrir alla verslunar- sögu íslands fyrst og fremst,“ sagði Bjarni Einarsson forn- leifafræðingur og forstöðu- maður Minjasafnsins á Akur- eyri, en hann ásamt Margréti Hermannsdóttur fornleifa- fræðingi ætlar að hefja for- rannsóknir á rústum á Gáseyri við Eyjafjörð í ágúst í sumar. Þessar forrannsóknir felast í sýnatöku á staðnum og verða þau síðan send til aldursgreiningar í Svíþjóð. Bjarni sagði að sótt hefði verið um styrki til ýmissa aðila sem styrkja slíkar rann- sóknir og hefði Akureyrarbær veitt 50 þúsund krónur, Eyja- fjarðarsýsla 25 þúsund, Þjóð- hátíðarsjóður neitaði að styrkja verkefnið og Vísindasjóður tæki ákvörðun fljótlega. „Við sóttum um 450 þúsund krónur til verks- ins og teljum að sú upphæð sé nauðsynleg til að vinna verkið eins og þyrfti. Aðalkostnaðurinn felst í aldursgreiningum erlendis, sem eru dýrar,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ekkert væri vit- að með vissu um aldur rústanna, en elstu skriflegu heimildir væru frá lokum 12. aldar, „þær eru örugglega mikið eldri,“ sagði Bjarni. Hann telur að rannsóknir leiði í Ijós að á Gásum hafi verið verslun með útflutningsvörur og líklega landbúnaðarvörur, sem hafa að öllum líkindum farið til Noregs. „Verið er að grafa upp svipaðan stað í Noregi, sem var miðstöð fyrir landbúnaðarvörur í nágrenninu, en fluttist síðan til Bergen, sem var höfuðstöð versl- unar á þeim tíma. Spurningin er því, voru Gásar líka einhvers konar miðstöð fyrir Bergen á þessum tíma,“ sagði Bjarni. Aðalrannsóknirnar í sam- bandi við Gásar fara fram á næsta ári. Þá verður einnig grafið á eyðibýlum sem vitað er um í nágrenninu og reynt að komast að því hvort þar hafi framleiðslan farið fram, sem síðan var flutt út frá Gásum. gej- Sagði Ólafur að úrfellið á síð- ustu dögum hefði að líkindum einhver áhrif haft, þar sem bænd- ur hefðu nýlega verið búnir að setja fé sitt út. „Við getum reikn- að með einhverju bakslagi af þeim völdum," sagði Ólafur. Sauðburði er vfða lokið eða langt kominn, að sögn Ólafs. „Það er staðreynd að oft á tíðum virð- ist sem köld og þurr tíð sé hentug fyrir sauðburð. Það er meðal annars vegna þess að kuldinn virðist halda ýmsum smitefnum niðri. Það er fyrst og fremst bleytan sem fer illa með lömb og ær, vetrarrúnar ær þola illa úrfelli," sagði Ólafur Vagnsson. Að sögn Sigurgeirs ísakssonar í Byrgi í Kelduhverfi hefur sauð- burður gengið þokkalega þar um slóðir og kuldakastið síðustu daga ekki haft nein áhrif þar á. „En það vantar allan gróður,“ sagði Sigurgeir. Skúli Ragnarsson Ytra Álandi í Þistilfirði sagði sauðburð ekki kominn í fullan gang hjá sér. „Ég er í seinna fallinu," sagði hann. Skúli tók í sama streng og Sig- urgeir og sagði að gróður væri ákaflega lítill orðinn. „En það rætist vonandi úr því bráðlega.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.