Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 9
2. júní 1986- DAGUR-9 Kosið á Akureyri Svipmyndir frá kosningadeginum „Ég hef iítið um þessi úrslit að segja, ætli við höfum ekki orð- ið fyrir vonbrigðum, eins og þeir sem verða undir,“ sagði Ármann Þórðarson, efsti mað- ur á H-listanum, lista vinstri manna í Ólafsfirði. H-listinn fékk þrjá menn kjörna, hafði fjóra og tapaði þar með meiri- hlutanum. Urslit kosninganna urðu þau að listi sjálfstæðismanna fékk 359 atkvæði og fjóra menn kjörna, vinstri menn 352 atkvæði og þrjá menn, eins og áður sagði. Sjálf- stæðismenn eru því komnir í meirihluta. „Við áttum ekki von á að missa meirihlutann, sjálf- stæðismenn lögðu mikla áherslu á að skipta um meirihluta og þeir íengu ósk sína uppfyllta,“ sagði Ármann. „Við erum auðvitað ánægð með úrslitin, því er ekki að leyna,“ sagði Birna Friðgeirs- dóttir, sem var í 1. sæti á lista Ólafsfjörður: Sjálfstæðismenn í meirihluta it 'Um I ímm* ® : wk wmm mm& w vmú ár* iM.í. m&fá, sjálfstæðismanna. „Það var mjótt á mununum og við vissum að það gæti farið á hvorn veginn sem var og áttum ekkert frekar von á að ná meirihluta. Þetta voru því bæði ánægjuleg og óvænt úrslit að vissu marki. Okkar fólk vann geysilega gott starf fyrir kosning- arnar og ég held að það hafi ráðið úrslitum.“ -HJS Hrísey: Óhlutbundnar kosningar Kosningarnar í Hrísey voru óhlutbundnar, þ.e.a.s. engir listar voru lagðir fram og allir íbúar eyjarinnar voru í kjöri. Kosnir voru fimm fulltrúar, þeir Narfi Björgvinsson, Árni Kristinsson, Björgvin Pálsson, Mikael Sigurðsson og Ásgeir Halldórsson. JHB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.