Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 2. júní 1986 íþróttiL Það var mikið um að vera á knatt- spyrnusviðinu um helgina. Öll norð- lensku liðin sem leika í 3. og 4. deild léku um helgina og kom góður árangur Magnamanna einna mest á óvart en Iiðinu hefur ekki gengið neitt allt of vel fram að þessu. Magni sigraði Leikni á Fáskrúðsfirði með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn var sæmilega vel leikinn af báðum liðum og voru færi á báða bóga. Gamla kempan Hringur Hreinsson kom Magna yfir er hann skoraði í fyrri hálfleik og þannig var Leikni staðan í leikhléi. Leiknismenn mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og þeir náðu að jafna á 65. mín. En Magnamenn nældu sér í öll stigin þrjú er Sverrir Heimisson skoraði gott mark um 15 mín. fyrir leikslok. Það hefur einhver Sauðkræking- urinn haldið að lið Reynis, skipað sjómönnunum frá Árskógsströnd yrði auðveld bráð fyrir Tindastól er liðin mættust í 3. deildinni í knattspyrnu á Sauðárkróki á laug- ardag en annað kom á daginn. Það var Reynisliðið sem vildi mun meira í leiknum og verðskuldaði annað stigið. Það var sérstaklega í fyrri hálfleiknum sem Reynismenn höfðu umtalsverðan vilja fram yfir heimamenn. Þeir uppskáru laun erf- iðisins um miðbik hálfleiksins er Öruggur sigur Leifturs á Val Leiftur Ólafsfirði vann öruggan sigur á Val Reyðarfirði er liðin mættust á Ólafsfjarðarvelli í 3. deildinni í knattspyrnu á laugardag. Úrslit leiksins urðu 4:0. Óskar Ingimundarson skoraði tvö mörk gegn Val. Leiftursmenn fóru rólega af stað O; voru frekar daprir í fyrri hálfleik. lok hálfleiksins fiskaði Óskar Ingi- mundarson vítaspyrnu sem Sigur- björn Hafsteinsson skoraði úr af öryggi og þannig var staðan í hálf- leik. Ólafsfirðingar náðu að skora sitt annað mark snemma í síðari hálfleik og var þar Hafsteinn Jakobsson að verki. Stuttu seinna fengu Valsarar vítaspyrnu sem þeir brenndu af. Það var svo Óskar Ingimundarson þjálfari sem átti síðasta orðið. Hann skoraði tvö góð mörk með mjög stuttu millibili og innsiglaði þar með góðan sigur. Leiftursliðið lék ágætlega í þessum leik og sérstaklega eftir að þeir náðu að skora fyrsta markið. Verður fróð- legt að fylgjast með þeim í deildinni í sumar. íslandsmótið 4. deild: Vaskur sigraði Höfðstrending Vaskur sigraöi Höfðstrending meö einu marki gegn engu í 4. deildinni í knattspyrnu á laugardag. Það var Valdimar Júlíusson sem skoraði eina mark leiksins. Mikill getumunur er á liðunum og var svo til einstefna að marki Höfð- strendings nær allan leikinn. Var það einungis fyrir mikinn klaufaskap Vaskara að sigurinn varð ekki stærri en raun varð á. Sem dæmi áttu þeir 3 sláarskot og eitt í stöng. í hálfleik var staðan 0:0. Úrslitamarkið skoraði Valdimar svo um miðjan síðari hálfleikinn. Vaskarar fengu mörg tækifæri til við- bótar til að bæta við mörkunt en tókst ekki. Lið Höfðstrendings er slakt og er ekki líklegt til afreka í sumar. I liði Vasks eru aftur á móti góðir leik- menn og ætti liðið að geta unnið riðil- inn sinn í 4.deildinni og komist þann- ig í úrslit. Valdimar Júlíusson skoraði sigurmark Vasks. Tómas Karlsson komst inn í send- ingu varnarmanns til Gísla mark- varðar og renndi boltanum af öryggi í markið. Þetta var að vísu eina færi Reynis í fyrri hálfleik. Tindastóls- menn áttu nokkur góð færi en annað hvort voru þeim mislagðir fætur eða að Eiríkur markvörður og þjálfari varði af snilld. Strax á 2. mín. síðari hálfleiks jafnaði svo Tindastóll er Eyjólfur Sverrisson skoraði af stuttu færi. Tindastóll sótti mun meira í seinni hálfleik en Reynismenn náðu nokkr- um hættulegum skyndisóknum. Úr einni þeirra skoraði Svanlaugur Þor- steinsson á 20. mín. er hann fékk sendingu inn fyrir vörnina, hafði bet- ur í návígi við Gísla markvörð og renndi boltanum í tómt markið. Litlu munaði að Reynismenn bættu við öðru marki skömmu síðar en þá bjargaði Gísli snarlega. 5 mín. síðar náði svo Tindastóll að jafna er Guð- brandur Guðbrandsson skallaði í markið af stuttu færi. A síðustu sek. leiksins sendi Eirík- ur Sverrisson boltann í markið hjá Reyni, línuvörðurinn gerði enga athugasemd en Magnús Jónatansson dæmdi markið af án þess að ráðfæra sig við línuvörðinn eftir að Reynis- menn höfðu haft uppi kvartanir. Magnús er ekki vinsælasti maðurinn á Króknum í dag. Leiknum lauk því eins og áður sagði með 2:2 jafntefli. Reynismenn börðust vel í þessum leik og voru þeir Eiríkur markvörð- ur, Tómas og Birgir þeirra bestu menn. Er liðið til alls líklegt í sumar. Tindastólsmenn þurfa ekki að láta sig dreyma um 2. deildar sæti að ári ef viljinn verður ekki meiri í sumar en í þessum leik. Bestir voru þeir Eiríkur þjálfari og Gísli markvörður. 4. deild: Áttu ekki ílið Hvöt og Kormákur áttu að leika í 4. deildinni í knattspyrnu á Iaugar- dag en ekkert varð af leiknum þar sem Kormákursmenn mættu ekki til leiks. Var sagt að ástæðan hafi verið sú að þeir áttu ekki í lið. Verða það að teljast harla ein- kennileg vinnubrögð hjá þeim að senda lið til keppni í íslandsmótinu og eiga svo ekki til mannskap þegar til kasta kemur. Urðu Hvatarmenn fyrir miklum vonbrigðum yfir þessu. Samkvæmt heimildum Dags var töluvert um það í 4. deildinni að lið mættu ekki til leiks um helgina af mis- jöfnum ástæðum. Leik Æskunnar og Tjörness sem fram átti að fara á laugardag var frest- að þar sem einhverjir leikmenn voru í kosningastússi. slá Víðismarksins Halldór Áskelsson sendir boltann leiknum á laugardag íslandsmótið 1. deild: Fátt um fína d í leik Víðis og - og markalaust jafntefli staðre' Sigurbjörn Viðarsson rekinn af lei „Þetta var stutt gaman en gott,“ sagði Sigurbjörn Viðars- son leikmaður Þórs eftir að hafa verið vikið af velli í markalausu jafntefli Víðis og Þórs í 1. deildinni í knatt- spyrnu. Það var fátt um fína drætti í þessum leik, lítið var af samspili en þeim mun meira um tæklingar út um víðan völl. Undirritaður man varla eftir að hafa séð aðra eins hörku í nokkrum leik. Var sumum varnarmanna Víðis auðsjáan- lega margt betur til lista lagt en að stunda knattspyrnuiðkun. Leyfði slakur dómari leiksins Eysteinn Guðmundsson þeim að komast upp með allt of mikið. Víðismenn hófu leikinn undan norðangarra og voru mun at- kvæðameiri í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Það markverðasta sem gerðist í hálfleiknum var það að Baldvin markvörður varði mjög vel langskot frá Grétari Einars- syni á 27. mín. Á 40. mín. átti svo Mark Duffield gott skot rétt framhjá marki Þórs. Eina umtalsverða færi Þórsara í fyrri hálfleik átti Siguróli en skaut rétt framhjá Víðismarkinu. í seinni hálfleik lifnuðu Þórsar- ar heldur við og gerðu þeir oft harða hríð að marki heima- manna. Á 9. mín. komust þeir næst því að skora er Hlynur skall- aði niður fyrir fætur Halldórs Áskelssonar sem þurfti að teygja sig aðeins of mikið og skaut í slána af stuttu færi. Aðeins 2 mín. síðar komst Halldór upp að endamörkum og renndi boltan- um út í teiginn þar sem þrír Þórs- arar þvældust hver fyrir öðrum og tækifærið rann út í sandinn. Á 15. mín. náðu Víðismenn góðri sókn en Baldvin varði mjög vel skot af stuttu færi. Á 18. mín. komst Halldór aftur upp að enda- mörkum og renndi á ný út í teig- inn en varnarmönnum Víðis tókst þrívegis að þvælast fyrir skotum Þórsara. Lítið markvert gerðist svo fyrr en á allra síðustu mín. leiksins. Á 43. mín. brunuðu Víðismenn í skyndisókn og eftir varnarmistök komst einn Víðismaðurinn frír inn fyrir vörn Þórs og mark virtist óumflýjanlegt. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og Sigur- björn Viðarsson sem var nýkom- inn inn á sem varamaður renndi sér aftan í Víðismanninn, skellti honum rétt fyrir utan teig og hlaut rautt spjald fyrir vikið. A síðustu mín. leiksins var Bjarni Sveinbjörnsson næstum kominn í gegnum Víðisvörnina er Daníel Einarsson braut gróflega á hon- KS-menn sækja að marki Þróttar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.