Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 02.06.1986, Blaðsíða 2
2 - 'DAGUR - 2. júní 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari. Miklar sviptingar Gífurlegar sviptingar urðu í sveitarstjórnar- kosningunum - sviptingar sem enginn virðist hafa séð fyrir með öllu. Fyrirfram benti að vísu allt til þess að Alþýðuflokkurinn væri í stöðugri sókn, en engan gat órað fyrir því að sigur hans yrði eins mikill og raun ber vitni. A hinn bóginn tapar Framsóknarflokkurinn á flestum vígstöðvum og er ekki nokkur vafi á því að landsmálin hafa haft veruleg áhrif. Erf- iðleikar í þjóðarbúskapnum, sem almenning- ur hefur orðið var við með áþreifanlegum hætti, á mestan þátt í því hvernig fór. Þessir erfiðleikar hafa komið verulega niður á sveit- arfélögunum og ef til vill eiga skýringar Sigurðar Jóhannessonar, efsta manns á lista Framsóknarflokksins, við um landið allt, þeg- ar hann segir: „Ástæður þessara úrslita eru margþættar, en ég tel að megin ástæðurnar séu tvær. Fyrst og fremst þeir erfiðleikar sem fram komu í vissum greinum atvinnulífsins á síð- asta kjörtímabili. Þessir erfiðleikar voru not- aðir til harkalegrar og óréttlátrar gagnrýni á meirihluta bæjarstjórnar. Þessari gagnrýni reyndum við að svara með málefnalegum umræðum þar sem fram komu orsakir erfið- leikanna og þær ráðstafanir sem framkvæmd- ar voru af bæjaryfirvöldum til lausnar á vand- anum. Þessi umræða hefur ekki nægjanlega náð eyrum kjóenda. Sú ábyrga afstaða sem við tókum í þessum málum hefur ekki notið nægan hljómgrunn. Hin meginástæðan er viss andbyr sem Framsóknarflokkurinn hefur haft í landsmál- um að undanförnu", sagði Sigurður Jóhann- esson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri í viðtali um úrslit kosninganna. Það er tæplega hægt að skýra slæma útkomu Framsóknarflokksins með öðrum hætti en þeim að landsmálin hafi spilað veru- lega inn í. Þetta endurspeglast einkum á þeim stöðum þar sem framsóknarmenn hafa verið í meirihluta. Þrátt fyrir býsna góða mál- efnastöðu gjalda framsóknarmenn í sveitar- stjórnum þess að almenningur í landinu hefur verið hart keyrður í efnahagslegu tilliti. Sá bati sem virðist vera í sjónmáli í efnahags- málunum hefur enn ekki náð að vekja tiltrú og traust almennings. Fylgi þeirra flokka sem nú koma út sem sig- urvegarar hefur á undanförnum áratugum verið mjög sveiflukennt og svo mun verða áfram. —viðtal dagsins.. Sara Hólm, Skógum í Reykjahverfi: „Ymislegt óvænt gerist í oriofsferðum húsmæðra" Árið 1960 gaf Alþingi út lög um orlof húsmæðra og árlega fjár- veitingu úr ríkissjóði til þess, gert var ráð fyrir framlagi úr heimahéraði á móti. Þeirra framlaga var aflað frá ýmsum aðilum t.d. kvenfélögum, sveitarfélögum. Einnig styrktu búnaðarfélög og kaupfélög þessar ferðir nokkrum sinnum í Suður-Þingeyjarsýslu. Fyrsta orlofsdvölin var í Húsmæðra- skólanum á Laugum ’61 en fyrsta orlofsferðin var farin til Austurtands ’63. Nú líður að hinni árlegu orlofsferð og því ekki úr vegi að spjalla við Söru Hólm sem starfar í orlofsnefnd húsmæðra í S.-Þing. „Núna 23. júní varður farin fimm daga hringferð um Vest- firði. Pað hefur aldrei verið farin hringferð á þessar slóðir áður og mjög gaman að bjóða þessa ferð núna. Við ætlum að skoða okkur um eftir bestu getu, eins og allir vita er þetta mjög skemmtileg leið.“ - Hvað kostar þátttaka í ferð- inni? „Svona milli 5 og 6 þúsund kr., þá er innifalin gisting, fjórir morgunverðir og fjórir kvöld- verðir. Nú fáum við styrki frá sveitarfélögunum sem nema 17 kr. á hvern íbúa. Þetta var mikið léttara áður þegar við fengum líka styrki frá ríkinu og ýmsum félögum. Ferðirnar hafa líka breyst, nú er meiri lúxus, áður var meira um að nesti væri haft með og útveguð voru svefnpoka- pláss í sölum t.d. Nú fáum við frekar svefnpokapláss í rúmum og jafnvel uppbúin rúm.“ - Hvaða konur hafa rétt til þátttöku í þessum ferðum? Nú eru ekki að verða svo margar konur, hvorki í bæjum eða sveit- um sem vinna bara sem húsmæð- ur. „Petta er ekkert bundið við vinnu eða kvenfélög. Það hafa allar konur rétt til að fara í þessar ferðir hvort sem þær eru hús- mæður eða ekki, giftar eða ógift- ar.“ - Hvaða konur fara helst í þessar ferðir í dag? „Pað er meira um að fullorðn- ar konur fari og sumar hafa farið margar ferðir, þetta eru kannski einu ferðalögin sem sumar konur eiga kost á að fara í. Kannski fer meira af sveitakonum vegna þess að engin hefðbundin sumarfrí eru í sveitum. Meira er um að konur í kaupstöðum hafi sumar- frí og skipuleggi þau með fjöl- skyldunni, þó fer alltaf talsvert af konum frá Húsavík með. Ég vil endilega hvetja yngri konurnar til að koma með. Ég hef heyrt þær spyrja hvort þetta séu ekki ein- tómar gamlar konur sem fari með. Það er bara vitleysa, þær eru allar svo hressar og kátar að þær yngjast upp. Ég hef heyrt að ef konur byrji að fara í svona ferðir þá haldi þær því áfram.“ - Er gaman fyrir konur að ferðast með konum? Er þetta ekki orðið úrelt í dag? „Já, þetta er gaman og langt frá því að vera nokkuð úrelt, það er mikið sungið, sagðar sögur og við reynum að rifja upp þjóðsög- ur, íslendingasögur og það sem við vitum um landið.“ - Hafa ferðirnar lengst eða breyst mikið með árunum? „Þær hafa breyst að því leyti að nú eru færri konur sem fara, fyrstu árin fóru allt upp í þrjár rútur. En bæði höfum við minni fjárráð núna og ferðirnar virðast ekki vera orðnar eins eftirsóttar. Það hefur verið farið um mest allt land og þegar við erum búnar að fara þessa Vestfjarðaferð eigum við eiginlega bara Vestmannaeyj- ar eftir og Grímsey.“ - Komdu með dæmisögu um hvað er svona gaman í ferðunum. „Það er alltaf gaman í góðum félagsskap þegar góður félags- andi ríkir. Ymislegt óvænt getur gerst í ferðunum. Ég man eftir fyrstu ferðinni minni, ég fór með hálfum huga, það er orðið svo langt síðan ég hélt að ég væri kannski of ung til að fara í svona ferð. Við fórum suður Sprengi- sand og gistum í Landmanna- laugum. Petta var mjög skemmtileg ferð þó ýmislegt færi úrskeiðis, t.d. var skálinn í Landmanna- laugum sem við áttum að gista í fullur af útlendingum. Við vorum búnar að panta gistingu en skála- vörðurinn hafði fengið uppgefna ranga dagsetningu á komu þess- ara þingeysku orlofskvenna og því hafði hann leyft þessum útlendinguni að fá gistingu. Þeir höfðu með sér viðlegubúnað en við ekki og þarna voru komnar tvær rútur fullar af konum og leit helst út fyrir að þær yrðu að sitja í rútunum um nóttina. En hús- vörðurinn gekk l’ram í því að rýma skálana, þannig að konurn- ar kæmust inn. Þó var það svo þröngt að ég og önnur kona feng- um að endingu gistingu í íbúð húsvarðarins. Það var orðið áliðið kvölds þegar við komum og frekar þung^ búið. Þegar við komum út um morguninn og ætluðum að fara að skoða okkur um þá brá okkur í brún, því nakið fólk var á göngu um svæðið, í gúmmístígvélum og með handklæði. Það var að fara í bað í laugina og hirti ekkert um þó allar þessar konur væru á ferð- inni. Fyrst í stað þorðum við ekki að horfa nema á hæstu fjalla- tinda.“ - Áttu von á góðri þátttöku í ferðinni í sumar? „Ég vona það sannarlega. Jón Árni Sigfússon verður bílstjórinn okkar. Það þarf að skrá þátttak- endur fyrir 5. júní. Á vegum orlofsnefndarinnar er líka orlofs- dvöl við Vestmannsvatn í ágúst. Þetta á að vera mjög góð hvíldar- og hressingarvika og einnig verð- ur farið í skoðunarferðir. Formaður orlofsnefndar er María Helgadóttir á Arndísar- stöðum, einnig störfum við Sig- ríður Hermóðsdóttir í Straum- nesi í nefndinni. Konurgeta einnig látið skrá sig hjá öllum kven- félagsformönnum. Ég vona að við fáum góða þátt- töku, veðrið og færðin verði orð- in góð. Nú er gert grín að mér fyr- ir það að ég fylgist meira með því hvernig færðin er á Steingríms- fjarðarheiði héldur en hvort það gráni í rót í túninu heima.“ IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.