Dagur - 09.06.1986, Page 2

Dagur - 09.06.1986, Page 2
2 - DAGUR - 9, júm' 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), KRISTJÁN G. ARNGRfMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ, ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. JeiðarL____________________________ Þröngur sjóndeildaitiringur Þann 26. september s.l. var brotið blað í sögu dreifbýlisins við það að Dagur varð að dag- blaði, því fyrsta sem gefið er út utan höfuð- borgarinnar. Nú eru rúmir 8 mánuðir liðnir frá þessum tímamótum og á þeim tíma hefur Dagur sannað tilverurétt sinn og sýnt að hann átti fullt erindi inn á dagblaðamarkað- inn. Frá upphafi hefur verið lögð sérstök áhersla á að flytja fréttir af Norðurlandi enda hefur Dagur meiri útbreiðslu þar en nokkurt annað dagblað. Það gefur því auga leið að Dagur er sterkur frétta- og auglýsingamiðill og því hafa auglýsendur á Norðurlandi gert sér grein fyrir. Hins vegar hefur verið öllu erf- iðara að „komast inn á kortið" fyrir sunnan. Ýmsir opinberir aðilar hafa gersamlega gleymt því, ellegar aldrei tekið eftir því, að dagblöðin eru ekki fjögur heldur fimm. Marg- ar mikilvægar fréttatilkynningar og boðanir á blaðamannafundi hafa ekki verið sendar norður, blöðin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið látin duga. Með þessu eru þeir sem hlut eiga að máli að vanrækja upplýsingaskyldu við stóran hóp landsmanna og það er ámælis- vert. Það sama má segja um auglýsendur. Marg- oft hefur það komið fyrir að auglýsingar sem eiga erindi til allra landsmanna jafnt, hafa ekki verið sendar Degi til birtingar, þrátt fyrir að ekkert dagblað hafi meiri útbreiðslu á Norðurlandi. Nýjasta dæmið um þetta eru auglýsingar frá Listahátíð í Reykjavík. Nú er það svo að Listahátíð er hátíð allra landsmanna. Ríkið fjármagnar hátíðina að miklu leyti og talsverð áhersla er lögð á að fólk hvaðanæva að af landinu sæki hátíðina. Framkvæmdastjórn hátíðarinnar samþykkti að auglýsa dagskrár- liði Listahátíðar í öllum dagblöðum og verður það að teljast mjög eðlileg ákvörðun. En þeg- ar engar fréttatilkynningar né auglýsingar bárust Degi var farið að athuga málið. Og svarið sem fékkst var þetta: „Við höfum ekk- ert sent til ykkar þar sem við miðuðum ein- ungis við dagblöðin í Reykjavík. Þið eruð ekki inni í myndinni. “ Svo einfalt er það mál. Svo virðist því sem Listahátíð sé einungis ætluð Reykvíkingum en ekki öllum lands- mönnum. Sjóndeildarhringur þeirra sem sjá um framkvæmd Listahátíðar 1986 nær greini- lega ekki yfir Esjuna. Það er umhugsunarefni fyrir okkur hin. BB. -viðtal dagsins--------------------- Ef við hefðum ekki komið fólki í stuð væmm við hættir - Kristján B. Snorrason Upplyftingarmaður í viðtali dagsins Kristján nicð harmonikuna heima í stofu; Margrét dóttir hans er þegar byrj- uð að syngja með þó ung sé að árum. Eflaust muna margir eftir lag- inu Kveðjustund sem sló ræki- lega í gegn utn árið, flutt af dreifbýlishljómsveitinni Upp- lyftingu. Stofnandi þessarar hljómsveitar er hinn lands- þekkti Hofsósingur Kristján B. Snorrason, sem ungur að aldri fór að fitla við harmoniku og tók miklu ástfóstri við það hljóðfæri. Undirritaður hefur um nokkurt skeið þekkt Krist- ján og þegar hann heyrir lagið með Halla og Ladda með text- anum um Roy Rogers, þar sem segir, „en hann er miklu flink- ari með harmonikuna,“ þá kemur Kristján ósjálfrátt upp í hugann. Stjáni er nú búsettur í Kópavogi og þegar ég var staddur syðra um daginn sam- þykkti hann að ræða við mig eina kvöldstund. Kristján sem nú er 31 árs er giftur Öldu Guðnadóttur frá Hat- eyri og eiga þau tvö ung börn. „Ég kynntist henni á skólanum í Bifröst og tókst með okkur góð samvinna," sagði Kristján. Hann er fæddur á Oslandi í Óslands- hlíð, en átti heima í Ártúnum við Hofsós frá sex ára aldri og þar til hann flutti suður að loknu námi í Samvinnuskólanum. En fyrst var Kristján spurður um upphaf tón- listarferilsins. „Þetta byrjaði þegar ég fékk harmoniku í fermingargjöf. Ég fékk strax mikinn áhuga og æfði mig talsvert. Svo þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri 16- 17 ára fór ég að dunda við að spila á flöskur. Ég skemmti með flöskuspilinu á skólaböllum í MA og líka á ferðakynningum hjá Samvinnuferðum. Einnig kom ég fram í sjónvarpi og útvarpi með þetta tiltæki. Nú og svo stofna ég Upplyftingu um áramótin ’75- '16. Þannig að hljómsveitin varð tíu ára um síðustu áramót. Hún var upphaflega skipuð auk mín þeim Arnbjörgu Eiríksdóttur, Önnu í Mýrarkoti og Gísla Kristjáns, en fljótlega kom Björgvin Guðmundsson í hans stað. Það má segja að þetta hafi verið nokkurs konar Abba skip- an í hljómsveitinni. Fljótlega urðu svo mannabreytingar er systur mínar tvær Guðný og Ánna Jóna gengu í sveitina. Þá var þetta orðið hálfgert fjöl- skyldufyrirtæki, því pabbi ók hljómsveitinni á milli staða. Ég var því að grínast við mömmu að við þyrftum endilega að nýta hana til að sýna nektardans. Hljómsveitin splundraðist svo haustið ’79 þegar meðlimirnir fóru sitt í hvora áttina, ég í Sam- vinnuskólann á Bifröst. Hún var síðan endurvakin í skólanum um veturinn. Auk mín af Hauki Ingi- bergssyni, Magnúsi Stefánssyni frá Ólafsvík, Þorleifi Jóhanns „Leibba“ frá Akureyri, Sigurði Dagbjartssyni og Birgi nokkrum. Þá um veturinn spiluðum við í Klúbbnum í fríunum okkar. Um vorið gáfum við svo út litla hljómplötu með laginu Kveðju- stund sem strax fór á toppinn. Lagið Traustur vinur sem einnig er á þessari plötu varð líka mjög vinsælt t.d. í Óskalagaþætti sjúkl- inga. Seinna gáfum við út stóra hljómplötu sem einnig fékk mjög góðar viðtökur. Nú og hljóm- sveitin hefur spilað á böllum linnulítið síðustu árin með smá mannabreytingum og við höfum getað spilað eins mikið og okkur hefur langað til.“ - Nú hafið þið spilað víða. Hvar finnst þér best að spila og hvar eruð þið vinsælastir? „Já við höfum spilað víða m.a. á afskekktum stöðum eins og t.d. í Hrísey, Grímsey, Vestmanna- eyjum og Trékyllisvík. Það var mjög gaman á Ströndunum. Við erum líklega vinsælastir fyrir austan, en annars hefur okkur alls staðar verið vel tekið. Það er erfitt að nefna einn stað öðrum rremur. Þó er líklega skemmti- legast að spila heima í Höfðaborg enda er maður þar á heimavelli. Og svo höfum við að sjálfsögðu spilað erlendis líka. Við spiluð- um fyrst í fyrra á þorrablóti íslendingafélagsins í London og í vetur á sams konar hátíð í Chicago í Bandaríkjunum. Við munum spila þar aftur næsta vetur. Þetta voru ofsalega skemmtilegar ferðir, þó ferðin til Bandaríkjanna væri erfið.“ - Er þér eitthvað sérstaklega minnisstætt úr ferðum hljóm- sveitarinnar? „Já það hefur ýmislegt gerst. T.d. þegar við vorum að hausti til að fara að spila á skólaballi hjá MA; þá kviknaði í bílnum uppi á Öxnadalsheiði og við náðum með naumindum að henda græjunum út í skafl áður en bíllinn brann til kaldra kola. Veðrið var ágætt og við gátum komið boðum til Valda á Kotum um að aka okkur norður. Við biðum í Sesseljubúð á meðan. Einu sinni sprakk á flugvélinni í lendingu vestur á Rifi. Veðurtepptir vorum við í viku eitt sinn á Blönduósi og þannig mætti lengi telja.“ - Hver heldur þú að sé skýringin á vinsældum hljóm- sveitarinnar? „Við reynum alltaf að setja svolítið spaug í þetta og virðumst yfirleitt ná fólkinu í stuð. Ef okk- ur hefði ekki tekist það værum við hættir fyrir löngu. Við erum með nokkur lög sem við staðfær- um textana við, eftir því hvar við erum að spila. Svo breytum við sumum eins og t.d. textanum við Prins póló iagið. Hjá okkur var það, „það er meiri pæjan þessi Linda buff“. Svo skjótum við oft inn í textann atriðum tengdum atburðum líðandi stundar, þar sem við á. Lagið Kveðjustund er yfirleitt lokalag á dansleikjum hjá okkur. Og í vetur þegar slett- ist upp á vinskapinn hjá Stein- grími og Páli á Höllustöðum og Steingrímur var í útlöndum sung- um við „Því ertu farinn frá mér út í heim“, Páll Pétursson kom svo næst. Þetta virðist ná til fólksins.“ - En Kristján nú ert þú þekkt- ur fyrir að eiga auðvelt rneð að setja saman vísur, sérstaklega þegar þú ert við skál, manstu eftir einhverri? „Nei þetta fer inn um annað og út um hitt. En hins vegar kann ég vísu eftir Guðmund nokkurn frá Svartárdal A.-Hún. um hljóm- sveitina, sem er svona: „Kvölds- ins ljóð ég kátur syng - kvíði engu í meyjafans - þegar leikur Upplyfting - lærapolka og vanga- dans.“ - Verður Upplyfting í brans- anum í sumar? „Já við verðum að spila um allt land m.a. í Ljósvetningabúð og Miðgarði í júní. Á dansleiknum í Miðgarði hittast nemendur Sam- vinnuskólans en það er árvisst að þeir hittist þar um þetta leyti.“ - Að lokum Kristján, má búast við ykkur í mörg ár enn á sveitaböllunum? „Já eins lengi og við höfum gaman af þessu og við fáum fólk á böllin.“ Að síðustu má geta þess að Kristján hefur unnið í Búnaðar- bankanum aðalútibúi síðustu fimm árin og er deildarstjóri í tékka- og víxladeild. Þeim sem hafa áhuga á eiginhandaráritun- um er bent á það. Hann er reynd- ar í fríi núna. -þá

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.