Dagur - 24.06.1986, Page 3

Dagur - 24.06.1986, Page 3
24. júní 1986 - DAGUR - 3 Skotlandssigling á skútum: „Það eina sem þjakar okkur er sólbruni" - segir Sævar Sigurðsson „Við erum nú staddir í Þórs- höfn í Færeyjum í 20 stiga hita og sólskini. Við höfum verið hér í þrjá daga og það eina sem þjakar okkur er sól- bruni,“ sagði Sævar Sigurðs- son á föstudag, en eins og komið hefur fram hér í blað- inu eru hann og félagar hans á leið til Skotlands á seglskút- unni Isold. Með í förinni eru tvær aðrar skútur, þær Silja frá Isafiröi og Nína frá Dalvík. „Við lögðum af stað 13. júní frá Dalvík og sigldum til Nes- kaupstaðar með viðkomu á Raufarhöfn. Á Neskaupstað náði þriðja skútan okkur en hún tafðisi á Dalvík og lagði af stað u.þ.b. 20 klst. á eftir okkur. Þar stoppuðum við ekki nema einn dag og sigldum af stað þaðan aðfaranótt 17. júní áleiðis til Færeyja. Veðrið var þá leiðin- legt, rigning og mjög kalt en við höfðum góðan byr og vorum því fljótir til Færeyja, en við tókum land í Fuglafirði kl. 4 aðfaranótt 19. júní. Seinni part- ur siglingarinnar var reyndar sérlega ánægjulegur, hægur sunnanvindur og sólskin, eða bara eins og það á að vera. í gær, fimmtudag, fórum við svo til Þórshafnar og verðum þar í dag og nótt en höldum þá úfram til Skotlands," sagði Sævar. Sævar sagði að ferðin hefði gengið að óskum, engar tafir eða bilanir og að þeir hefðu haldið áætlun sem þeir hefðu gert í upphafi. „Við erum alveg í sjöunda himni og ef eitlhvað er, þá er meiri hugur í mönnum nú en þegar lagt var af stað,“ sagði Sævar Sigurðsson að lokum. JHB Hótel Borg: Samkeppni um lög við „gömlu dansana" - Skilafrestur til 10. júlí DNG á World fishing: „Framleiðslunni sýndur mikill áhugi" - að sögn Kristjáns Jóhannessonar, framkvæmdastjóra í Bella center í Kaupmanna- höfn var í síðustu viku haldin mjög stór sjávarútvegssýning, World fishing. Sýning þessi er haldin á fjögurra ára fresti og er sú stærsta í heimi. Mörg íslensk fyrirtæki tóku þátt í þessari sýningu og þeirra á meðal var DNG, Slippstöðin og Oddi frá Akureyri. Kristján Jóhannesson, framkvæmda- stjóri DNG var á sýningunni og hann var spurður hvernig viðtökur hans fyrirtæki hefði fengið á sýningunni. „Það sem gerðist hjá okkur var að framleiðslunni var sýndur mikill áhugi. Sýningin var mjög góð og ég held að öll íslensku fyrirtækin hafi verið ánægð. Við fengum þarna mikið að vinna úr og tíminn verður að leiða í Ijós hvað verður úr því. Við förum ekki á svona sýningar til að selja í stykkjatali, heldur til að ná í umboðsmenn og sambönd. Ef rétt verður haldið á spöðunum skilar þetta vonandi einhverjum árangri. Eftir þessar sýningar sem við höfum farið á erum við komnir með sambönd svo til út um allan heim.“ -HJS Hundur drepur fimm lömb í Austur-Fljótum í Skagafírði gerðist það í síðustu viku að fjárhundur var staðinn að því Það lítur út fyrir að líf og fjör verði í göngugötunni á Akur- eyri í sumar. Að minnsta kosti eru menn æstir í að fá að selja þar varning af ýmsu tagi, eink- um þó ávexti og grænmeti. Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt fjórar umsóknir um leyfi til torgsölu á grænmeti og ávöxtum, en þær eru frá Gísla að hafa sært nokkur lömb til ólífís. Um fyrri helgi fundust í grennd Þór Jóhannssyni (Cosimo Fucci) og eru þeir félagar þegar farnir að selja varning sinn, Halldór Torfi Torfason, Héðinn Björns- son og Sigurður Malmquist hafa einnig sótt um leyfi fyrir torgsölu. Þá hefur Bjarni Tómasson einnig fengið leyfi fyrir útimark- að í göngugötunni til sölu á föt- um og gjafavöru. -mþþ við bæinn Stóru-Brekku lífvana lömb sem særð höfðu verið til ólífis. Héldu menn þá að skað- valdurinn væri tófa sem sést hafði á þessum slóðum. Var strax haf- ist handa með leit á tófunni, sem fannst eftir tveggja daga leit og var þá skotin. En sú aftaka dugði ekki til, þar sem skömmu seinna fundust tvö lömb illa særð á sömu slóðum. Upp komst svo um skað- valdinn, fjárhund þar í sveit, þar sem hann var að seilast til tvílembings innan girðingar, en móðir hans náði að reka vágest- inn á flótta. Hundurinn gafst ekki upp og réðst á næsta lamb sem á vegi hans varð. Hundur þessi var að sjálfsögðn aflífaður samstund- is. Hann hafði verið í umsjá eig- andanna í fimm ár, verið notaður talsvert við fé og aldrei sýnt neitt þessu líkt fyrr. -þá Nóg af ávöxtum - í göngugötunni í sumar SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Nú styttist í aö skilafrestur í danslagakeppni Hótel Borgar í Reykjavík renni út og því fer hver að verða síðastur að skila inn lögum í keppnina. Þessi keppni er öllum opin en aðeins verður tekið á móti lögurn sem hæfa hinum hefðbundnu „gömlu dönsum“. Ef ætlast er til að lögin séu sungin, þurfa að fylgja þeim góðir, sönghæfir textar. Lögin þurfa að vera á nótum, með bókstafahljómum og gjarn- an á hljómsnældum ef hægt er, merkt dulnefni. Þrenn verðlaun verða veitt: Krónur 50 þúsund, 25 þúsund og 10 þúsund. Skilafrestur er til 10. júlí n.k. Allt að 25 lög verða tekin til flutnings og væntanlega hefst keppnin sunnudaginn 21. sept- ember á Hótel Borg. Merkja skal lögin „Danslagakeppnin Hótel Borg, 101 Reykjavík. Áðstandendur keppninnar vonast eftir góðri þátttöku og skemmtilegum lögum. Og þá er bara að setja sig í stellingar og hrista eins og eitt lag fram úr erminni, senda það suður og sjá svo hvað setur. BB. Góða ferð í fríið Sumarfatnaðurinn ífríÍð Ml TT \ er kominn beint frá 1N L11 j/\ í Danmörku og HndHgfOfS í Svíþjóð. Jakkar, buxur, pils og blússur, litasamsetningar í stíl. Léttur og þægilegur. Allar stærðir. Aðlaðandi er konan ánægð Greiðslukort Visa Eurocard \~Ji5liUfe,ií)lu.n Jyteinunnat Hafnarstræti 98 • Akureyri • Simi (96) 22214- LETTIfl 1l Lettisfelagar Farið verður í Sörlastaði föstudaginn 27. júní. Lagt af stað frá réttinni ofan við golfvöllinn kL 18 stundvíslega. Farangur verður fluttur fyrir þá sem þurfa. Nánari upplýsingar í símum 25532 (Jónas), 23605 (Hólmgeir) og 24422 (Sigurlaug).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.