Dagur - 27.08.1986, Síða 8

Dagur - 27.08.1986, Síða 8
8 - DAGUR - 27. ágúst 1986 af erlendum vettvangi. „Er áreiðanlega allt í lagi með þig?“ Yfir sig hamingjusöm faðma Thangaraja-hjónin níu ára dóttur sína að sér á flugvellinum í Berlín eftir áralangan aðskilnað. Loftbrú fyrir böm Flóttafólkið frá Sri Lanka hafði árum saman verið aðskilið frá börnum sínum. Nýlega voru 14 drengir og telpur sótt til samein- ingar foreldrum sínum á óvenjulegan hátt. Hún Vasuki litla, sem veröur sjö ára í október, faðmar systur sína strax að sér á flugvellinum í Berlín. Siva bróðir þeirra varð fimm ára í maí. Hann felur sig milli fótanna á pabba sínum og það tekur hann þó nokkurn tíma að venjast „þessari nýju“. Sú nýja er Vathany, níu ára, og elsta barn tamíla-hjónanna Thangaraja. Hún hefur ekki séð foreldra sína og systkini í hálft fjórða ár. Allan þann tíma bjó hún ein með ömmu sinni í norðurhluta Sri Lanka. Þegar móðir hennar fékk brottfarar- leyfi vantaði fæðingarvottorðið fyrir Vathany. Hún fékk því engin ferðaskilríki og varð eftir, þegar móðir hennar og systkini yfirgáfu landið. Sameining Vathany við fjöl- skyldu sína er að þakka ein- stakri aðgerð Amnesty Interna- tional með hjálp þingmanna og starfsfólks Alternative-flokks- ins í V.-Þýskalandi. Frá Sri Lanka voru 14 tamílabörn flutt til Þýskalands þar sem foreldrar þeirra höfðu fengið sótt um dvalarleyfi. Erfiðleikarnir dundu yfir Thangaraja-fjölskylduna í maí 1981. Þá stóðu sveitarstjórnar- kosningar fyrir dyrum og kenn- arinn Pluapillai Thangaraja starfaði sem kosningastarfs- maður fyrir Tamílaflokkinn. „Dögum saman höfðu hermenn dregið kjark úr og ógnað fólki á götunum. Það var augljóst að þeir ætluðu að reyna að koma í veg fyrir að flokkurinn fengi stuðning," útskýrði Thangar- aja. Á kosningadaginn ruddist herinn inn á kjörstaðinn, braut innréttingar og misþyrmdi kjós- endum jafnt sem starfsfólki. Kennaranum tókst að flýja. Frá nágrönnum barst honum sú fregn að lögreglan leitaði hans. Strax sama dag settist hann að hjá bróður sínum í höfuðborg- inni Colombo. Sár var aðskiln- aðurinn frá fjölskyldunni, ekki síst vegna þess að kona hans var komin að falli. Nokkrum dög- um síðar fæddist sonurinn Siva. í júlí 1981 yfirgaf heimilisfað- irinn Sri Lanka, flaug til Aust- ur-Berlínar, fór með neðan- jarðarlest vestur fyrir múrinn og bað um hæli sem pólitískur flóttamaður. Ári síðar kom kona hans á eftir með tvö af þrem börnum þeirra. í Berlín fékk fjölskyldan húsaskjól í dvalarheimili í Wilmersdorf - fjögur í einu her- bergi, þröngt reyndar, en hreint og þrifalegt. Venjuleg skrif- finnska varðandi dvalarleyfið tók við. Eins og oftast, létu við- komandi yfirvöld kanna ástand- ið í Sri Lanka á umræddum tíma til að ganga úr skugga um hvort um pólitískar ofsóknir hefði verið að ræða. Allt tók þetta tíma og óvissan reyndi á taugarnar. Þar við bættust áhyggjur af eldri dóttur- inni. Þegar hún svo í ársbyrjun skrifaði til foreldra sinna að skólinn hennar hefði orðið fyrir sprengjuárás og nokkur skóla- systkini særst, sneri faðir henn- ar sér ásamt öðrum samlöndum sínum í sömu aðstöðu til Amn- esty International. Þá var kom- ið af stað hjálparaðgerð í sam- vinnu við fulltrúa Alternative- flokksins. Loks flugu þrír sendi- menn til Sri Lanka. Þrjár vikur liðu áður en þeim hafði tekist að safna saman þessum 14 tamílabörnum. Á flugvellinum í Colombo kom nú nýtt vandamál upp. Ríkislög- reglan vildi ekki hleypa hópn- um úr landi. Fylgdarmennirnir voru yfirheyrðir og þeim ógnað. Einn af þeim kvað framkomu lögreglunnar hafa verið ámóta og hjá Gestapó. Síðasta töfin var í Frankfurt, þar sem fleiri klukkustundir liðu áður en lögfræðingar utan- ríkisþjónustunnar höfðu gengið frá nauðsynlegum plöggum til að börnin gætu komist inn í landið og til foreldra sinna. Sól- arhringum saman höfðu for- eldrar Vathanys naumast notið svefns né matar. Loksins rann þó stundin upp og flugvélin með börnin um borð lenti á flugvell- inum í Berlín. „Er áreiðanlega allt í lagi með þig? Líður þér vel eftir ferðina?" spurði móðir Vathanys aftur og aftur, þar sem hún hélt á henni í fangi sér og grét af gleði. Ekki slapp aðgerð þessi alveg við gagnrýni. Rolf-Peter Lange, einn af þingmönnum frjáls- lyndra, kallaði þetta „pólitískt dómgreindarleysi" og tilkynnti að hann mundi bera málið upp á fylkisþinginu í Berlín. Svona „hálfgerðar mannránsferðir" væru ekki samrýmanlegar stöðu þingmanns, sagði hann. Talsmaður Alternative-flokks- ins, Heidemarie Bischoff- Pflanz, ein þeirra sem fóru til Sri Lanka, svaraði: „Þetta var eingöngu mannúðarverk, því börnin höfðu verið aðskilin frá foreldrum sínum árum saman. Hitt er svo annað mál, að það er markmið okkar hér eftir að tryggja pólitískum flóttamönn- um framtíðarinnar rétt til að sameinast fjölskyldum sínum.“ Wildfrívd Kruu.se í STERN 26/1986, þýð. Magnús Kristinsson. íþróttÍL Golf: Fyrírtækjakeppni á Króknum Fyrir skömmu fór fram á golf- vellinum við Hlíðarenda keppni milli starfsmanna Steinullarverksmiðjunnar og Trésmiðjunnar Borgar. Er þetta í fyrsta skipti sem keppni þessi fer fram en áformað að hún verði árlega. Keppninni sem stóð yfir tvö kvöld lauk með sigri Borgarinn- ar, fjórir bestu menn léku á 264 höggum. Steinullin lék á 282 höggum. Hafa þeir í Steinullar- verksmiðjunni örugglega hug á að æfa vel fyrir keppnina á næsta ári en Borgarmenn hafa mun meiri breidd og reynslu í þessari grein í augnablikinu. Bestum árangri án forgjafar náði Magnús Rögnvaldsson lék á 84 höggum. Jón Hreinsson lék með forgjöf á 64 höggum og Björn Sverrisson knattspyrnukappi var næstur holu á sjöttu braut, og lék auk þess mjög vel seinna kvöldið og höfðu menn á orði að hann ætti frekar að snúa sér að golfinu. AUir eru þessir golfspilarar úr Borgarliðinu. Verðlaun á mótinu voru gefin að fyrirtækjunum sam- eiginlega þar á meðal verðlauna- bikar sem er farandgripur. -þá Starfsmenn Trésmiðjunnar Borgar sem sigruðu í fyrirtækjakeppninni í golfi á Króknum. Mynd: -þá Körfubolti: Æfingabúðir í Reykjavík Körfuknattlcikssamhand ís- lands og unglingalandsliðs- nefnd munu gangast fyrir æf- ingabúðum í körfuknattleik dagana 29., 30. og 31. ágúst nk. Æfingabúðirnar eru ætlað- ar leikmönnum í minni-bolta, 5. flokki, 4. flokki og 3. flokki. Þjálfarar verða: Jón Sigurðs- son, Torfi Magnússon, Björn Leósson og Sigvaldi Ingimundar- son. í æfingum og keppni er leik- mönnum skipt niður eftir aldri og getu. Æfingarnar fara fram í USAH sigraði í fimmunni Fimman, árleg frjálsíþrótta- keppni héraðssambanda á Norðurlandi, fór fram á Sauð- árkróki fyrir skömmu. Þar voru samankomnir tæplega eitt hundrað íþróttamenn og háðu þeir skemmtilega keppni. USAH sigraði í keppninni að þessu sinni hlaut 287 stig. UMSS kom næst með 265,5, þá UDN 249, USVH hlaut 144 en HSS rak lestina. Að lokinni keppni þáðu kepp- endur og starfsmenn kaffiveiting- ar í boði gestgjafanna, Ung- mennasambands Skagafjarðar. -þá Seljaskóla og Fellaskóla í Reykjavík. Farið verður yfir öll helstu undirstöðuatriði körfuknattleiks, t.d. skot, sendingar og grip, knattmeðferð og knattrak, varn- arstöðu og hreyfingar, liðsvörn, útstig, hindranir o.fl. Á hverjum degi verða þriggja til fimm liða mót, einnig verður keppt í skothittni, vítahittni, sendingum og knattmeðferð. Veitt verða verðlaun fyrir sigur í öllum keppnum. Boðið verður upp á gistingu og fæði ef óskað er eftir. Upplýsingar fást á skrifstofu Körfuknattleikssambands íslands í símum 91-83377 og 685949, einnig gefur Torfi Magnússon all- ar upplýsingar í síma 91-12523. Allir eru velkomnir. Æ 4' KEKTUCKY W ALL'STARS Torfi Magnússon verður einn leið- beinenda á námskeiðinu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.