Dagur - 05.09.1986, Page 6

Dagur - 05.09.1986, Page 6
6 - DAGUR - 5. september 1986 ívar Webster kannast flestir við, í það minnsta þeir sem fylgjast með íþróttum. Þeir sem ekki fylgjast með íþróttum taka eftir Ivari vegna þess hve hár hann er, vel yfir 2 metrar, auk þess að vera svartur. Ivar er bandarískur, en hefur nú fengið íslenskan ríkis- borgararétt, enda verið búsettur á Islandi og leikið körfubolta síðan 1979. Fyrst með KR, þá Skallagrími í Borgarnesi og 2 síðustu árin með Haukum í Hafnarfirði, sem hafa náð þeim ágæta árangri að verða bikar- meistarar 2 ár í röð. Ivar hefur nú gert 2ja ára samning við Þór, bæði sem þjálfari allra flokka og leikmaður með meist- araflokki. En gefum ívari orðið. Hann segir fyrst frá borginni þar sem hann er fæddur og uppalinn. „Ég er frá Fíladelfíu í Pennsyl- vaníu. Þaö tekur um 3 tíma aö keyra þaöan til New York. Það var erfitt að alast upp Fíladelf- íu, það eru miklir glæpir og eng- inn er óhultur úti á götu. Þetta er stórborg með 11 milljónum manna. Það er auðvelt fyrir ungl- inga að lenda í vandræðum í borg eins og Fíladelfíu. Þegar ég var 14-15 ára var ég orðinn mjög hávaxinn og fór að spila körfu- bolta. Það hélt mér frá götulífinu og vandræðum sem því fylgja. Fólk í Bandaríkjunum ber virð- ingu fyrir þeim sem eru góðir í íþróttum. „Erfitt að alast upp í stórborg.“ „Ég kom í september 1979, ætlaði að vera 1 ár, en hitti konuna mína í Borgarnesi og hér er ég ennþá.“ ívar ásamt konu sinni, Sigurbjörgu Halldórsdóttur og börnum þeirra, Pálma Ivari, 5 ára og Halldóru Janet, 2ja ára. Því er ekki að neita að upp- vaxtarárin voru erfið. Fjölskyld- an var stór, ég á 9 systkini, 7 yngri bræður og 2 systur. En ég komst klakklaust í gegnum ungl- ingsárin og við öll systkinin. Það er mitt álit að það sé hvergi erfið- ara að alast upp en í stórborg. Hver sá sem kemst til manns þar, án þess að lenda í vandræðum og hefur heilbrigða skynsemi getur alls staðar komið sér áfram.“ Liturinn skiptir ekki öllu máli - Bjó fjölskylda þín í hverfi svartra? „í borginni eru allir kynþættir. Mest áberandi eru svartir, fólk frá Puerto Rico, ítalir, Víetnam- ar og svo auðvitað hvítir. Borgin skiptist í hverfi sem eru álíka stór og Reykjavík og mín fjölskylda bjó í einu slíku hverfi svartra. Annars skipti liturinn ekki öllu máli, heldur hverjir voru vinir þfnir. Svartir berjast hverjir gegn öðrum og þú getur orðið fyrir því að maður af sama kynþætti og þú ræni þér eða misþyrmi. Það var áður þannig að maður var nokk- uð óhultur í sínu hverfi, en þetta var að breytast þegar ég fór frá Bandaríkjunum. Það skiptir mestu máli hverjum þú getur treyst. Eins og allir vita er mikil stéttaskipting í Bandaríkjunum og ég er kominn af lágstéttafólki og umgekkst þá bara fólk úr sömu stétt.“ Allir íslendingar í millistétt - Finnst þér vera stéttaskipting á íslandi? „Nei, það eru allir íslendingar í millistétt. Síðustu árin sem ég bjó í Bandaríkjunum tilheyrði ég millistétt vegna þess að ég spilaði með háskóla körfuboltaliði. Ég var á skólastyrk vegna þess að ég var góður í körfubolta, í Banda- ríkjunum er slíkt kerfi. Ef þú ert góður í íþróttum keppast skólarnir við að fá þig og þú þarft ekki að borga neitt. Ég var einn besti ungi körfuboltaspilarinn í Fíladelfíu og gat valið úr 50 háskólum. Ég valdi háskólann í Indiana og spilaði þar körfubolta í 4 ár. í Indiana liðinu lék ég með Larry Bird í 3 ár. Hann er nú Pálmi og Halldóra. Ivar segist ekki mundu vilja ala sín börn upp við sömu skilyrði og hann ólst upp við. atvinnumaður og er besti körfu- boltaspilari í heimi, leikur með Celtic Boston og hefur 3-4 millj- ónir dollara í laun á ári. Vegna þess að ég náði góðum árangri í körfuboltanum færðist fjölskylda mín úr lágstétt í milli- stétt. Mér finnst ísland vera milli- stéttaland, það er sennilega vegna þess hve það er lítið. Það er dýrt að lifa hérna, matur finnst mér mjög dýr og skattar háir.“ 2000 körfuboltaspilarar á ári - ísland, hvernig datt þér í hug að koma hingað? „Jú, þannig er að á hverju ári útskrifast um 2000 körfubolta- spilarar úr skólum í Bandaríkj- unum. Um 200 af þeim komast í atvinnumennsku heima, en hvað eiga hinir 1800 að gera? Þeir fara að spila með liðum út um allan heim, aðallega í Evrópu. í Bandaríkjunum eru lögfræðingar sem eru umboðsmenn fyrir körfuboltamenn sem vilja spila erlendis. Ég gat ekki komist í NBA. Ég var meiddur á hné, fór í aðgerð út af því og þurfti að bíða í 14 mánuði eftir fullum bata. Þá var ég orðinn of seinn, það voru komnir aðrir 2000 spil- arar úr skóla og ég var búinn að missa af lestinni. Lögfræðingur útvegaði mér starf hér á landi, sem þjálfari og leikmaður með KR. Eg gerði 9 mánaða samning við KR, fékk fría íbúð og þess vegna kom ég. Þegar ég kom hingað komu 20 aðrir körfuboltaspilarar frá Bandaríkjunum sem dreifðust út um allt land. Ég kom í september 1979, ætlaði að vera 1 ár, en hitti konuna mína, Sigurbjörgu Hall- dórsdóttur í Borgarnesi, og er hér ennþá. Við eigum 2 börn, Pálma ívar, 5 ára og Halldóru Janet, 2ja ára. Ég er orðinn íslenskur ríkisborgari og líkar vel hér á landi.“ - Hvernig tóku íslendingar þér þegar þú komst? „Yfirleitt var mér vel tekið. 70- 80% af fólkinu leit á mig sem útlending sem spilaði körfubolta. Eins og ég sagði áður komu hing- að 20 aðrir körfuboltaspilarar frá Bandaríkjunum. Við vöktum óneitanlega athygli og sumir urðu stjörnur, voru mikið í blöðunum og sjónvarpinu. Fóru líka mikið út að skemmta sér. Sumir ofmetnuðust út af allri athyglinni og gerðu kannski eitthvað sem fólki líkaði ekki. Margir héldu að við værum allir eins, en það var auðvitað algjör misskilningur, við erum jafn ólíkir og annað fólk. Ég þurfti að sýna hvað í mér bjó því fólk hélt að við værum allir eins. Ég fór fljótlega frá KR og fór að leika með Skallagrími í Borg- arnesi, var þar í 2 ár. Það voru rosaleg viðbrigði að koma þangað, úr 11- milljón manna

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.