Dagur - 05.09.1986, Side 7
5. september 1986 - DAGUR - 7
NBA deildinni bandarísku. Ég
get byrjað að spila með landslið-
inu núna, en ég veit ekki hvort
það verður, það myndi kosta
mikil ferðalög. Ég hef mikinn
áhuga á að leika með landsliðinu
en það á eftir að koma í ljós
hvort það verður.“
- Af hverju valdirðu að koma
til Akureyrar?
„Mig langaði að fá aftur
reynslu í þjálfun. Ég vil spila með
liöi sem þarf að byggja upp, það
er skemmtileg vinna. Draumur-
inn er að fá góða reynslu í að
þjálfa og verða síðan aðstoðar-
þjálfari Einars Bollasonar með
landsliðið eftir 2-3 ár. Ég verð að
sýna það hér með Þórsliðið hvers
ég er megnugur til að sá draumur
rætist."
Draumurinn að koma
Þórsliðinu í Urvalsdeild
- Stefnirðu að því að koma
Þórsliðinu í Úrvalsdeild?
„Já, það er draumurinn. Það
ætti ekki að taka lengri tíma en 2
ár og ef liðið nær vel saman gæti
það tekið 1 ár. Það tekur 2 ár að
gera það sem ég ætla að gera með
liðið og ég réð mig hingað í 2 ár.
Fyrri helmingur keppnistímabils-
ins verður erfiður vegna þess að
það vantar enn 5 menn í liðið
sem koma ekki fyrr en í lok sept-
ember. Það veldur erfiðleikum
hve fáir eru á æfingum. Ég er
hræddastur við ÍR liðið. Við spil-
um fyrsta leikinn við þá og ef við
náum að vinna hann er ég bjart-
sýnn á gengi liðsins í vetur.
Þórsliðið var fyrir nokkrum
árum eitt af bestu liðum landsins
og takmarkið er að koma því aft-
ur í röð bestu liða. Það verður
erfitt og mun kosta mikla vinnu.
Ég vona að á heimaleikjum liðs-
ins verði áhorfendabekkir þétt
setnir fólki sem hvetur liðið. Það
er mjög mikilvægt. En það verð-
ur að hafa það í huga að það er
ekki ég einn sem kem liðinu
áfram, í leiknum er ég aðeins
einn af liðinu og við ætlum allir í
sameiningu að gera liðið gott. Ég
get ekkert gert einn, annars hef
ég ekki hitt nema helming liðsins
enn og get því kannski lítið sagt
enn sem komið er.
Ég vona að það gerist það sama
með Þórsliðið og Hauka. Þeg-
ar ég kom fyrst til Hafnarfjarðar
var handboltinn hæst skrifaður,
þá fótboltinn og körfuboltinn
neðstur. Síðan urðu Haukar
bikarmeistarar 2 ár í röð og eftir
það var körfuboltinn hæst
skrifaður. Það var meira um
körfuboltann í sjónvarpinu og
þar með uppgötvaði fólk að það
er spilaður körfubolti víðar en í
Reykjavík og Njarðvík."
- Hvernig líst þér á Akureyri?
„Mér líst vel á bæinn, hann er
virkilega fallegur. Ég hef aðeins
verið hér í 3 vikur og því er lítil
reynsla komin á dvölina hér
ennþá. Mér finnst ég ekki ennþá
eiga heima hérna, en ég er vanur
þ\’í, ég er búinn að flytja svo oft.
Þegar ég kom fyrst til Hafnar-
fjarðar fyrir tveimur árum vakti
ég mikla athygli fyrst en eftir
nokkra mánuði hætti fólk að taka
sérstaklega eftir mér og mér
fannst ég vera eins og heima. Það
er ekkert skrítið þó ég veki
athygli, í fyrsta lagi er ég mjög
hár, í öðru lagi svartur, í þriðja
lagi útlendingur og í fjórða lagi
spila ég körfubolta.
Það sögðu allir við mig fyrir
sunnan þegar ég ákvað að fara til
Akureyrar að það væri svo erfitt
að kynnast fólkinu hér. En mér
finnst það síður en svo, mér
finnst í rauninni auðveldara að
kynnast fólki hér. Það er gott og
slæmt fólk ajls staðar og ég er
bjartsýnn á að okkur muni líða
vel hér.“ -HJS
Á hverju ári útskrifast 2000 körfuboltaspilarar úr háskólum í Bandaríkjunum. 200 komast í lið í sínu heimalandi.
En hvað eiga hinir 1800 að gera? Þeir fara að leika með liðum út um allan heim, aðallega í Evrópu, segir Ivar.
borg í 1500 manna bæ. En eftir 2
mánuði var ég eins og heima hjá
mér. Fyrstu jólin mín að heiman
voru í Borgarnesi og þau voru
ósköp indæl. Ég eignaðist fljót-
lega fullt af vinum þar. í Borg-
arnesi var svertingi á undan mér
að spila körfubolta, hann hafði
komið vel fram og það hjálpaði
mér.“
- Aldrei orðið fyrir aðkasti?
Fólk hafði gert sér ákveðna
ímynd af svertingjum
„Fyrst eftir að ég kom og fór á
ball komu alltaf einhverjir og
voru með leiðindi, höfðu kannski
séð mig í blöðunum og sjónvarp-
inu og áttu eitthvað vantalað við
mig. Svo hitti ég kannski sömu
mennina daginn eftir og þá voru
þeir eins og allt aðrir menn. Fólk
breytist svo ótrúlega mikið með
víni. Ég verð helst fyrir aðkasti
frá drukknu fólki, en ég hef lært
að hafa stjórn á mér, leiði þetta
hjá mér eins og ég get.
Ég varð mikið var við að fólk
hafði gert sér ákveðna ímynd af
svertingjum, hélt að þeir væru
allir eins. Fólk fékk þessar hug-
myndir úr fjölmiðlum. Þar með
þóttist það þekkja mig, vita
nákvæmlega hvernig ég var. En
þetta var röng mynd. Það væri
eins og ef ég þekkti einn hvítan
mann og héldi að allir hvítir
menn væru eins og þessi maður.
Annars fer þetta mikið eftir
fólkinu sjálfu. Margir af þeim
körfuboltamönnum sem komu
hingað voru bara heima, mættu á
æfingar kl. 6 og blönduðu ekkert
geði við fólkið í landinu. Ég ferð-
aðist víða um Bandaríkin og
lærði að hafa samskipti við hvern
sem var. Ef ég hitti fólk sem mér
leiðist þá forða ég mér bara. Ég
get tekið dæmi af einum körfu-
boltaspilaranum sem kom
hingað. Hann var feiminn og
hlédrægur og honum einfaldlega
leiddist hérna. Ég ráðlagði hon-
um að fara í bíó, á böll og
umgangast fólkið. Ég gerði það,
ég get ekki setið aðgerðalaus,
verð alltaf að hafa eitthvað fyrir
stafni. Ég á orðið nokkra mjög
góða vini á Islandi, en ég þekki
marga, svona kunningjar sem
maður heilsar á götu.“
Langar ekki að flytja
aftur til Bandaríkjanna
- Saknarðu ekkert Bandaríkj-
anna?
ívar segir að íslenskur körfubolti sé
70-80% betri en þegar hann kom
hingað til lands áriö 1979.
fóru íslensku leikmennirnir að
þora að sýna hvað í þeim bjó.
Þjálfararnir hafa líka batnað
mikið. Það er nóg að líta á lands-
liðið. Það var í C-keppninni en er
nú í B-keppninni, liðið er gott en
það vantar háa menn í það. Ef ég
og Pétur Guðmundsson værum í
því væri þetta topplið. Pétur get-
ur ekki spilað með íslenska
landsliðinu af því hann spilar í
„Jú, jú, ég sakna margs þaðan.
Ég hef farið þangað þrisvar sinn-
um síðan ég flutti til Islands og ég
er búinn að sjá það að mig langar
ekki til að eiga heima þar lengur.
Ég myndi ekki flytja aftur til
Bandaríkjanna nema miklir pen-
ingar væru í boði. En auðvitað
sakna ég margs. Körfuboltans,
fjölskyldunnar og það er margt
sem ekki er hægt að kaupa á ís-
landi. Ég fæ ekki tilbúin föt á mig
hér, þarf að láta sérsauma allt.
Mér finnst ísland hafa marga
góða kosti. Ég hef ferðast víða,
t.d. til Svíþjóðar, Finnlands,
Noregs og Frakklands. ísland er
ólíkt öllum öðrum löndum, og að
sjálfsögðu gjörólíkt Fíladelfíu.
Mér finnst það vera eins og
Disneyland í samanburði við
stórborgir í Bandaríkjunum. Hér
er hægt að skilja húsið eftir ólæst
og börnin geta leikið sér örugg
úti á götu. Ég vil ekki að börnin
mín alist upp í Bandaríkjunum.
Kannski í litlum bæ, en ekki við
þau skilyrði sem ég ólst upp við.“
Snúum okkur þá að körfubolt-
anum. Hvenær byrjaðir þú að
æfa hann?
„Ég byrjaði 14 ára að spila
körfubolta. í Bandaríkjunum er
körfubolti mikið spilaður úti og
ég hef lagt það til að hér verði
gerðir fleiri körfuboltavellir úti
og síðan verði spilað úti næsta
sumar. Það yrði til þess að ungir
krakkar fara að spila. Það er eins
með körfuboltann, handboltann og
fótboltann, að þjálfun barna og
unglinga skiptir mestu máli. Það
skilar sér eftir 2-3 ár. Ungu
krakkarnir eru framtíðin.“
íslenskur körfubolti hefur
tekið miklum framförum
- íslenskur körfubolti?
„Hann hefur tekið miklum
framförum og er um 70-80%
betri en þegar ég kom hingað
fyrst. Þá voru öll lið með erlenda
leikmenn og þeir skoruðu 30-40
stig í hverjum leik, en hinir skutu
2-3svar á körfuna. Eftir að er-
lendir leikmenn voru bannaðir
með fslenskum liðum hefur
körfuboltinn batnað mikið. Þá