Dagur - 05.09.1986, Page 13

Dagur - 05.09.1986, Page 13
5. september 1986 - DAGUR - 13 Feröamanna- bærinn Akureyri Tugþúsundir ferðamanna sækja Akureyri heim ár hvert enda staðreynd að bærinn hef- ur upp á margt að bjóða sem ferðamannabær. Að sjálf- sögðu er ferðamannastraumur- inn til bæjarins mestur yfir sumarmánuðina, éh hin síðari ár hefur fjöldi ferðamanna sem sækir Akureyri heim yfir vetrarmánuðina vaxið mjög. Aðstaða til þess að taka á móti ferðamönnum á Akureyri hefur stórbatnað hin síðustu misseri. í því sambandi nægir að benda á stóraukið gistirými á Hótel KEA, en segja má að „nýtt hótel hafi verið byggt inni í því gamla.“ Hótelið hefur verið stækkað mjög, nýir glæsilegir veitingasal- ir innréttaðir og óhætt er að segja að Hótel KEA sé nú í hæsta gæðaflokki hótela hér á landi. Það er jafnan líf og fjör í göngugötunni. Hótel KEA, glæsilegur gististaður eftir miklar breytingar. Seglbrettasiglingar á Pollinuni eru ■þrótt sem nýtur vaxandi vinsælda. Frá sýningu Leikfélags Akureyrar á söngleiknum um Edith Piaf. í Hlíðarfjalli er oft þröng á þingi, enda „Fjallið" hin mesta skíðaparadís. Þar er mjög fullkomin aðstaða til ráðstefnuhalds, sem nú þegar er farið að nota í stórum stíl. Þá má nefna Hótel Stefaníu sem staðsett er í Hafnarstræti við hlið Hótel KEA en tilkoma þess hótels varð til þess að bæta mjög ástandið í hótelmálum bæjarins. Tvö önnur hótel eru starfrækt í bænum, Hótel Akureyri og Hótel Varðborg. Hótelmálin hafa sem sagt stór- batnað, en þau stóðu óneitanlega móttöku ferðamanna á Akureyri fyrir þrifum áður en það átak hófst sem nú er lokið. Veitinga- og skemmtistaðir eru einnig margir á Akureyri. Þar ber að nefna fyrst hinn landsfræga Sjalla sem ávallt stendur fyrir sínu og laðar alltaf að sér ferða- menn jafnt sem innfædda. Á Hótel KEA eru glæsilegir veit- ingasalir þar sem dansleikir eru haldnir um helgar. Af öðrum matsölustöðum má nefna hinn nýja stað „Fiðlarann“ sem er á efstu hæð verkalýðshallarinnar með skemmtilegt útsýni yfir Pollinn og út Eyjafjörð. „Kórónukjúklingar“ er nýr stað- ur við Skipagötu og ekki má gleyma stöðunum kunnu í hjarta bæjarins, Bautanum og Smiðj- unni, ásamt Súlnabergi. Akureyri hefur upp á margt fleira að bjóða. Á veturna hefur Hlíðarfjall jafnan mikið aðdráttarafl enda sannkölluð paradís fyrir þá sem vilja fara á skíði í fögru umhverfi. í Hlíðar- fjalli hefur í sumar verið unnið að uppsetningu á nýrri lyftu og leng- ingu á efstu lyftunni. Undanfann ár hefur vaxandi fjöldi Reykvíkinga og annarra landsmanna sótt Akureyri heim í þeim tilgangi að fara í leikhús og er skemmst að minnast í því sambandi sýninga Leikfélags Akureyrar á „My Fair Lady“ og söngleiknum um Edith Piaf. í vet- ur( tekur leikfélagið til sýninga m.a. revíukabarettinn „Mar- bletti“ eftir „Hina og þessa“ og er þar á ferðinni verk sem gæti orð- ió til þess að fólk brygði sér í helgarferð til Akureyrar. Margt fleira mætti nefna sem Akureyri býður upp á, þótt sumt af því sé árstíðabundið. Nefna má siglingar á Pollinum, segl- brettaleigu, heilsuræktarstöðvar sem njóta vaxandi vinsælda, einn albesta 18 holu golfvöll landsins, minigolf, sundlaugina, tennisvelli og fleira og fleira. Þá eru athygl- isverð söfn á Akureyri og þegar allt þetta er tekið saman og fleira sem ekki hefur verið minnst á hér er óhætt að segja að Akureyri geti boðið þeim sem bæinn gista upp á margt. gk-. Sundlaugin er ávallt vinsæl, ekki síst þegar hið fræga „Akureyrarveður“ er til staðar. Sjallinn. Þessi landsfrægi skemmti- staður stendur ávallt fyrir sínu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.