Dagur - 25.09.1986, Side 3

Dagur - 25.09.1986, Side 3
25. september 1986 - DAGUR - 3 Óbeint ónæði vegna Bylgjunnar Aðfaranætur laugardags og sunnudags urðu hjónum hér í bæ heldur óyndislegar. Síminn hringdi 7-9 sinnum hvora nótt- ina og vildi fólk fá óskalag á Bylgjunni, útvarpsstöð þeirra sunnanmanna. Þar sem Bylgj- an er alls ekki til húsa hjá þess- um hjónum og nær reyndar ekki hingað norður þá þótti þetta ekki aleinasta hvimleitt heldur og furðulegt. Einar Sigurðsson útvarpsstjóri Bylgjunnar var miður sín út af þessu atviki og taldi að skýring- una gæti verið að finna í þeirri staðreynd að ef maður bætir 9 framan við stúdíónúmer Bylgj- unnar þá kemur út númer hjón- anna á Akureyri. Hann bætti því við að álag hefði verið gífurlegt á línunum hjá þeim og ein brunnið yfir, þannig að hugsanlega væri um að ræða einhverja bilun í símakerfinu. „Það hringir hjá okkur alla nóttina, alveg sama þótt maður biðji fólk að gera það ekki. Ég vona að þeim verði svefnsamt næstu helgi, en láttu mig endilega vita ef þessu linnir ekki því þá sendi ég hjónunum að minnsta kosti konfektkassa," sagði Einar Sigurðsson að lokum. SS. Snyrtivörukynning Adidas, Nike og Yonex íþróttaskór Verð frá kr. 1.416,- Boron og Yonex badmintonspaðar Verð frá kr. 330,- Helgarferðir - Helgarferðir Okkar vinsælu helgarferðir til Reykjavíkur eru byrjaðar Bjóðum einnig viðskiptapakka til Reykja- víkur, sem innihalda flug og bíl eða flug og hótel og eru í gildi alla daga vikunnar. Samvinnuferóir - Landsýn Skipagötu 14, símar 21400 og Hann virtist þungt hugsi þessi ungi maður sem sólaði sig við sundlaugina á Akureyrí, einn fagran haustdag fyrir skömmu. Mynd: RÞB Snyrtifræðingur kynnir hinar vinsælu TBiodroqa snyrtivörur eftir hádegi í dag, fimmtudag. Snyrtivörudeild. sími (96) 21400 Hestamannafelagió Léttir Almennur félagsfundur verður haldinn í félags- miðstöðinni í Lundarskóla, mánudaginn 29. sept. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Lýst eftir tillögum til landsþings LH. 3. Umræður um sl. landsmót og nk. fjórð- ungsmót. 4. Önnur mál. Stjórn Léttis. Kratar Norðurlandi eystra: Ámi fer fram Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingistnaður, tilkynnti um helgina að hann ætlaði í fram- boð fyrir Alþýöuflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra í komandi alþingiskosningum. Árni tilkynnti ákvörðun sína á 30 manna kjördæmisráðsfundi Álþýðuflokksins sem haldinn var að Stóru-Tjörnum í Ljósa- vatnsskarði um seinustu helgi. Árni var kosinn á þing í kjör- dæminu í kosningunum 1978 og 1979 en náði ekki kjöri í seinustu alþingiskosningum. Alþýðu- flokkurinn á því engan fulltrúa úr Norðurlandskjördæmi eystra á þingi í dag. Áður en Árni tók af öll tvímæli með framboð sitt, var talið lík- legt að hann hyggðist fara fram í Reykjavík, að því tilskildu að Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðufiokksins, færi í framboð á Austurlandi. Nú þykir flest benda til þess að Jón sé afhuga þeirri hugmynd, enda allt eins líklegt að með því móti kæmist hann ekki á þing, þar sem Austurland hefur fram til þessa ekki verið lífvænlegt kjördæmi fyrir krata. Ákveðið hefur verið að halda prófkjör Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra eigi síðarení janúaránæstaári. BB. Grímsey: Kennaramálin leyst „Eg hef sent þetta erindi frá mér og er þetta komið í lag eft- ir því sem ég best veit,“ sagði Sturla Kristjánsson fræðslu- stjóri á Norðurlandi eystra er hann var spurður um kennara- mál í Grímsey. Eins og fram hefur komið reyndist erfitt að fá kennara til starfa í Grímsey á komandi skólaári en þar vantaði skóla- stjóra og kennara. „Þegar til kom fengu færri en vildu,“ sagði Sturla. „Það er oft þannig að þeg- ar verið er að ráða í síðustu' stöður, að haft er samband við þá sem sótt hafa um stöður, en ekki fengið og þeim sagt að laust sé á einhverjum öðrum stað. Oft er það svo að þetta fólk tekur þessar stöður og var það þannig í þessu tilfelli," sagði Sturla. Búið var að ráða í kennara- stöðuna fyrir skömmu, en skóla- stjórann vantaði. Nú eru þau mál komin í lag. „Að vísu er ekki um réttindafólk að ræða, en engu að síður er málið í höfn,“ sagði Sturla. gej-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.