Dagur


Dagur - 25.09.1986, Qupperneq 13

Dagur - 25.09.1986, Qupperneq 13
, Uppgröftur að Gásum: „Anægður með árangurinn - segir Bjarni Einarsson „Við erum hætt að grafa í bili og ég vU á þessu stigi ekkert segja um frarahaldið,“ sagði Bjarni Einarsson fornleifa fræðingur og forstöðumaður Minjasafns Akureyrar. Hann ásamt Margréti Hermanns- dóttur fornleifafræðingi unnu að uppgreftri við rústir að Gás- um í sumar. Bjarni sagði að ekki hefðu fundist mjög merkilegir munir við uppgröftinn í sumar. „Pað fannst mikið af beinum, nokkuð af járni sem er að öllum líkindum önglar og naglar, smávegis af miðaldakeramiki, sérkennilegur hnappur, en slíkan hnapp höfum við ekki séð áður, hryggjaliður úr hval, sem að öllum líkindum hef- ur verið notaður sem vinnuborð einhvers konar og svo fundum við brot úr beinkambi sem negldur var með 2 bronsnöglum," sagði Bjarni. Hann sagði að næsta skrefið í rannsóknunum væri að greina sýnin, en það er gert er- lendis. í sumar grófu Bjarni og Mar- grét 4 holur á svæðinu við Gása og voru þær um 12 fermetrar að stærð. „Við erum mjög ánægð með árangurinn og höldum enn fast í það að þarna séu merkustu rústir á landinu,“ sagði Bjarni. gej- Garðyrkjufélag Akureyrar: Gaf bænum 228 þúsund Garðyrkjufélag Akureyrar hefur fært Akureyrarbæ bankabók með 228 þúsund króna innistæðu að gjöf. Þessari upphæð safnaði parð- yrkjufélagið á miðsumarhátíð sinni í júní s.l. Söfnunarféð er ætlað til framkvæmda í Lysti- garði Akureyrar, og er þess vænst að bæjarstjórn leggi fram fé á móti til þess að bæta megi aðstöðu starfsfólks og gesta Lystigarðsins. Bæjarráð hefur þakkað þessa gjöf og þann áhuga á málefnum Lystigarðsins sem hún lýsir. 25. september 1986 - DAGUR - 13 Frá einni af keppnum Bridgefélags Akureyrar í fyrravetur. Bridgefélag Akureyrar: Vetrarstarfið hefst með „startmóti" 43. starfsár Bridgefélags Akur- eyrar hófst með aðalfundi sem haldinn var I Félagsborg á þriðjudagskvöldið. A fundin- um var ákveðið að fyrsta keppni vetrarins fari fram næstkomandi þriðjudags- kvöld. Það verður eins kvölds tvímenningskeppni, svo kallað Startmót. Spilað verður eftir Mitchell-fyrirkomulagi en verðlaun eru gefin af Skipaaf- greiðslu KEA. Sem fyrr verður spilað í Fé- lagsborg og er öllu briddsfólki á Norðurlandi heimil þátttaka. Skráning fer fram á staðnum en keppnin hefst klukkan 20.30 og eru briddsarar minntir á að mæta tímanlega. Þama er kjörið tæki- færi til að taka létta upphitun fyr- ir veturinn og rifja upp spilaklæk- ina. Þann 7. október hefst síðan Bautamótið sem er fjögurra kvölda tvímenningskeppni. Keppnisstjóri hjá Bridgefélagi Akureyrar er sem fyrr hinn gam- alreyndi en síungi Albert Sig- urðsson eða Alló eins og hann er vanalega nefndur. Loks er rétt að minna bridds- ara á að Norðurlandsmót í tví- menningi verður haldið í Félags- borg laugardaginn 4. október næstkomandi. Á vegum Bridgefélags Akur- eyrar fer fram viðamikil starfsemi enda er það eitt stærsta briddsfé- lag landsins. Stjóm félagsins ber hitann og þungann af undirbún- ingnum og þar verða menn að hafa breið bök. Núverandi stjórn Bridgefélags Akureyrar skipa: Frímann Frímannsson, Gunnar Berg, Pétur Guðjónsson, Stefán Ragnarsson og Tryggvi Gunnars- son en stjórnin á eftir að skipta með sér verkum. BB. SÍMI (96)21400 VIDEOTÆKI VX-510TC • „Sllmllne" (aðeins 9,6 cm á hæð). • Framhlaðið m/fjarstýringu. • Skyndiupptaka m/stillanlegum tíma, allt að 4 klst. • 14 daga minni og 2 „prógrömm". • 12 ráslr. • Hrein kyrrmynd og færsla á milli myndramma. • Stafrænn teljari. • Sjálfvirk bakspólun. • Hraðspólun m/mynd í báðar áttir. kr. 34.900,- staðgreitt Reykjavíkur VB-StCT

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.