Dagur - 25.09.1986, Side 15

Dagur - 25.09.1986, Side 15
25. september 1986 - DAGUR - 15 Óskum að ráða starfsfólk strax í heils- eða hálfsdagsstörf. Vinnutími frá kl. 9-13 og 13-18 eða 9-18. Upplýsingar gefur verslunarstjóri. Ekki í síma. MATVÚRU MARKAÐURINN Kaupangi. óskar að ráða fréttaritara á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði Upplýsingar veitir Gylfi Kristjánsson, frétta- stjóri, í síma 24222. Vesturlandabúar eru sífellt að verða meðvitaðrí um það að góð vinnuaðstaða og réttar vinnuaðferðir, auk réttra hvíldaræfinga, geta skipt sköp- um um vinnuafköst og starfs- anda í fyrirtækjum. Sjúkdóm- ar í stoð- og hreyfikerfi líkam- ans hafa lengi verið tengdir daglegum störfum, ekki síst erfiðum og einhliða störfum, t.d. í ýmiss konar iðnaði. Einnig eru slíkir sjúkdómar algengir meðal skrifstofufólks og þeir eru að öllum líkindum valdir að flestum fjarveru- stundum frá vinnu. Þeir valda minnkuðum vinnuafköstum eins og líkum lætur, þegar fólk er t.d. þjakað af vöðvabólgum, bak- eða liðaverkjum og öðr- um þess háttar óþægindum. Vanlíðan við störf hefur einnig neikvæð áhrif á andrúmsloft, bæði á vinnustað og heima fyrir, með ófyrirséðum afleiðingum. Sú starfsemi að reyna að koma í veg fyrir sjúkdóma af völdum vinnuaðstæðna hefur gjarnan verið nefnd vinnuvistfræði, eða Ergonomi á erlendu máli. Magn- ús H. Ólafsson, sjúkraþjálfari hefur sett á stofn fyrirtæki sem vinnur að þessum málum, en það hefur hlotið hið mjög svo lýsandi nafn Forvörn. Fyrirtækið býður upp á þjónustu sem stefnt er gegn atvinnu- og slitsjúkdómum í stoð- og hreyfikerfi starfsfólks: „Mikilvægast er að fyrirbyggja atvinnusjúkdóma, koma í veg fyrir að kvillar fari að taka sig upp í baki, svo eitthvað sé nefnt, þvf hafi menn fengið slíkan kvilla einu sinni er eins víst að hann taki sig upp aftur og aftur. Ég reyni sem sagt að finna upp- sprettuna í stað þess að glíma við að gera við það sem þegar hefur bilað. Ég vann við slíkt í ein 15 ár sem sjúkraþjálfari og í því starfi kynnti ég mér aðstæður þeirra sem til mín leituðu. Þetta varð síðan til þess að ég stofnaði þetta fyrirtæki í því skyni að aðstoða fyrirtæki við að koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma starfsmann- anna. Það er svo með þessa sjúk- dóma, að bili einn hlekkur getur það farið að koma fram á ýmsum öðrum sviðum,“ sagði Magnús í viðtali við Dag um þetta mál. Starfsemin er þannig upp byggð, að gerð er úttekt á vinnu- aðstæðum með tilliti til áður- nefndra sjúkdóma og bent á úrbætur í skriflegri skýrslu. Rætt er um niðurstöður við stjórnend- ur fyrirtækjanna og haldnir fræðslufundir fyrir starfsfólkið. Þar er bent á orsakir atvinnusjúk- dóma og heppilegar aðferðir til að koma í veg fyrir þá eða draga úr þeim og fækka áhættuþáttum. Unnt er að fá teknar vídeómynd- ir á vinnustað til að skýra á ein- faldan hátt hvað er gert rangt og hvemig mætti laga það. Síðan þarf þjálfun þar á eftir. U.þ.b. 6- 9 mánuðum eftir úttektina er staðurinn síðan skoðaður á nýjan Ieik og nýrri skýrslu skilað. Forvörn hefur þegar unnið fyr- ir allmörg fyrirtæki á Akureyri, s.s. Iðnaðardeild Sambandsins, banka í bænum o.fl. fyrirtæki, en einnig starfað á Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og á Grenivík. í frystihúsinu þar hafa verið teknar upp sérstakar hlé- æfingar, nokkurs konar leikfimi með tónlist, og hefur það gefið mjög góða raun. Frystihúsavinna getur verið mjög einhæf og þreyt- andi og er það mál manna sem til þekkja að árangurinn í frystihús- inu á Grenivík lofi mjög góðu. Fólki líður betur í vinnunni, starfsandi er þar með betri. Eins og sagði í upphafi eru Vesturlandabúar að taka aðeins við sér í þessum efnum og t.d. er það orðið algengt að stór fyrir- tæki á Norðurlöndunum hafi sérstaka sjúkraþjálfara í sinni þjónustu. Svo mikilvægt er þetta forvarnarstarf talið. HS /T TONLISTARSKOUNN A AKUREYRI Hafnarstræti 81 • Sími 21788. Enn er hægt að bæta við nokkrum nemendum í eftir- töldum greinum: Forskóla, 5-9 ára. Harmoniku, möguleiki á láns- og leiguhljóðfærum. Gítar, mandólín, rafgítar, bassa og málmblásturshljóöfæri. Skólastjóri. Sjálfstæðismenn Norðurlandi eystra: Átta vilja á þing Átta manns taka þátt í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra vegna komandi alþingiskosn- inga en prófkjöríð fer fram þann 18. október næstkom- andi. Sjálfstæðisflokkurinn á nú tvo þingmenn af Norður- landi eystra. Þeir sem ætla að skella sér í slaginn eru: Birna Sigurbjörns- dóttir, hjúkrunarfræðingur, Björn Dagbjartsson, alþingis- maður, Halldór Blöndal, alþing- ismaður, Margrét Kristinsdóttir, kennari, Stefán Sigtryggsson, viðskiptafræðingur, Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari, Tryggvi Helgason, flugmaður og Vigfús Jónsson, bóndi. Einungis flokksbundnir sjálf- stæðismenn geta greitt atkvæði í prófkjörinu. Þar skal kjósa þrjá menn fæst og fimm mest. Kjör- nefnd hefur hins vegar heimild til að bæta fólki á lista þann sem lagður verður fram í prófkjörinu. BB. AKUREYRARBÆR Starfsfólk vantar þegar í stað að dagvistum Akureyrarbæjar, m.a. Pálmholti. Við óskum sérstaklega eftir þroskuðu fólki, sem hefur annast uppeldi barna á venjulegu heimili. Vaktaálag. Upplýsingar veitir dagvistar- fulltrúi á Félagsmálastofnun Akureyrar s. 25880 kl. 10-12. Dagvistarfulltrúi. „Mikilvægast að fyrirbyggja atvinnusjúkdóma“ - segir Magnús H. Ólafsson, sem stofnað hefur fyrirtækið Forvörn í því skyni

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.