Dagur


Dagur - 19.11.1986, Qupperneq 8

Dagur - 19.11.1986, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 19. nóvember 1986 Um eftiimála prófkjörs - og væringar hjá framsóknarmönnum í Norðurlandskjördæmi eystra Bragi V. Bergmann. Margir framsóknarmenn hafa séð sig knúna til að koma skoðunum sínum á framfæri í Degi eftir að úrslit í prófkjöri Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra til komandi alþingis- kosninga lágu fyrir. Mig langar að leggja nokkur orð í belg. Kjördæmisþingið á Húsavík í byrjun þessa mánaðar var svipt- ingasamt og endaði á þann eftir- minnilega hátt að Stefán Val- geirsson gekk úr salnum og skömmu síðar fylgdu Norður- Þingeyingar fordæmi hans. Ég og margir aðrir hörmuðu þau mála- lok. PERSÓNULEGT MAT Áður en lengra er haldið tel ég rétt að það komi fram hér að ég var einn þeirra sem studdi Stefán Valgeirsson fyrir og í prófkjör- inu. Ég studdi hann af heilum hug og tók þá ákvörðun vegna þess að ég þekki vel til starfa Stefáns fyrir þetta kjördæmi. Reyndar var sú ákvörðun mín ekki auðveld. Sem formaður Félags ungra framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni og sem stjórnarmaður í Sambandi ungra framsóknarmanna hefði ég ef- laust átt að leggjast á sveif með þeim sem vildu að Stefán hætti. Ég lét hins vegar persónulegt mat ráða ferðinni. Éngu að síður hefði ég, eins og svo margir aðrir, helst kosið að Stefán fylgdi for- dæmi Ingvars Gíslasonar og drægi sig í hlé. En þar sem hann kaus að gefa kost á sér áfram, ákvað ég að styðja hann í 1. sætið í prófkjörinu. Hins vegar var Stefáni, svo og hans nánustu samstarfsmönnum það ljóst, að sá stuðningur næði aðeins að prófkjöri. Svo var með marga aðra. BREYTA l'ARI PRÓFKJÖRSREGLUM Mér finnst það umhugsunarefni, með hliðsjón af undangengnum atburðum á stjórnmálasviðinu - ekki bara í Framsóknarflokknum - hvort ekki sé þörf á að breyta þeim prófkjörsreglum sem nú eru við lýði. Ég tel að rétt sé að setja inn í prófkjörsreglurnar ákvæði um að þeir sem þátt taka í próf- kjöri, skuldbindi sig til þess að hlíta niðurstöðunum. Þar með er ekki sagt að menn þurfi að taka það sæti á framboðslista sem þeir hljóta í prófkjöri, en alla vega verði þeim óheimilt að virða niðurstöður að vettugi og kanna möguleika á sérframboði. Til hvers er að hafa prófkjör, ef raunin verður sú að ákveðinn hluti þátttakenda sættir sig ekki við niðurstöðurnar og leitar á önnur mið til að ná fram „rétti“ sínum? Er grundvöllurinn fyrir þessu kosningaformi ekki þar með brostinn? Þetta er umhugs- unarvert. LÝÐRÆÐISLEGUR MEIRIHLUTI Víkjum þá aftur að kjördæmis- þinginu á Húsavík. Ollum var ljóst að þar stefndi í harðan slag um 1. sætið á milli Stefáns Val- geirssonar og Guðmundar Bjarnasonar. Enginn gat vitað fyrir fram hvor hefði þar betur. Þegar upp var staðið hafði Guð- mundur fengið 30 atkvæðum meira en Stefán og þar með hafði lýðræðislegur meirihluti sagt álit sitt. Mörgum fannst þessi munur það naumur að hann réttlætti ekki þau viðbrögð sem Stefán sýndi. Þetta var engin aftaka. Ég harma það að Stefán skyldi ekki taka þátt í kosningunni um 2. sætið og sjá hvað yrði ofan á. Jafnframt finnst mér það afleitt að Þórólfur Gíslason og hans menn skyldu ganga af fundi, þeg- ar ljóst var að Þórólfur næði ekki kosningu í 2. sætið. Þær raddir heyrast að fram- boðslisti framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra sé slæmur vegna þess að enginn Norður-Þingeyingur sé í sjö efstu sætunum. Jafnframt er fullyrt að sami meirihluti hafi ráðið öllum sætum listans. Þetta er ekki rétt nema að hluta til. Það er rétt að enginn Norður-Þingeyingur á sæti á listanum en hins vegar er rangt að sami meirihluti hafi ráð- ið öllum sætunum. Hvernig var staðan eftir kosninguna um 1. sætið? Stefán flutti ræðu sína og gekk af fundi með eftirminnileg- um hætti. Þar með var hann ekki með í kosningunni um 2. sæti listans. Þar fékk Valgerður Sverrisdóttir yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða, enda vandséð hvaða frambjóðandi kom sterk- legar til greina eftir að Stefán var farinn. Og þá gengu Norður- Þingeyingar af fundi. Það þurfti þrjár kosningar til að skipa í 3. sætið. Að frágengn- um Þórólfi Gíslasyni áttu Norð- ur-Þingeyingar engan kandidat í það sæti, hann var eini frambjóð- andinn úr Norðursýslunni. Það er hald margra að Þórólfur hefði skipað 3. sætið hefði hann ekki gengið út. Um það er þó ómögu- legt að segja og héðan af verður það auðvitað aldrei upplýst. Hins vegar fullyrði ég að það er ekki sök þeirra sem sátu aukakjör- dæmisþingið að Norður-Þingey- ingar eiga engan mann í sjö efstu sætunum. Fulltrúarnir áttu ekk- ert val. Auk þess segja nánustu stuðningsmenn Stefáns Valgeirs- sonar að það hefði engu breytt um þeirra afstöðu gagnvart Stef- áni, þótt Norður-Þingeyingur hefði verið kosinn á listann. FJÓRTÁN ÁRA Ég var að vona að umræðunni um þessi framboðsmál yrði hald- ið á málefnalegum grundvelli. Sú von mín hefur þó brugðist. í a.m.k. þremur greinum sem birst hafa í Degi um þessi mál, hefur verið gefið í skyn að aldur ein- stakra fulltrúa hafi verið óeðlilega lágur og jafnvel hafi nokkrir full- trúar (stuðningsmenn Guðmund- ar) naumast verið komnir af barnsaldri. Ég tel mér skylt að koma þessum „misskilningi" út úr heiminum, fyrst enginn annar hefur orðið til þess. Engin lög eru til um aldur full- trúa á kjördæmisþingi. í flokks- lögum segir að allir þeir sem eru á aldrinum 14 - 35 ára hafi rétt til að taka þátt í starfi ungfélaga framsóknarmanna. Árið 1978 samþykkti miðstjórn Framsókn- arflokksins reglur um prófkjör og þar segir orðrétt: „Rétt til setu á kjördæmisþingi hafa allir þeir sém til þess eru kosnir af sínu félagi og hafa náð 16 ára aldri.“ Nú er það svo að í kjördæminu eru starfandi tvö ung félög, á Akureyri og á Húsavík. Eftir að hafa kannað aldur fulltrúa þess- ara félaga á kjördæmisþinginu get ég upplýst eftirfarandi: Frá F.U.F.A.N. á Akureyri fór eng- inn fulltrúi undir tvítugu á þingið. Frá F.U.F. á Húsavík voru 5 fulltrúar undir tvítugu: Einn 16 ára, tveir 17 ára og tveir 18 ára. ENGINN 14 ÁRA. Aðdróttanir um að 14 ára ungl- ingar hafi tekið þátt í kosning- unni eru því hreinn tilbúningur einhvers. 1 hvaða tilgangi veit ég ekki. Slíkar staðhæfingar eru Framsóknarflokknum alla vega ekki til framdráttar. AÐ LOKUM Staðreyndin er sú að framsóknar- menn á Norðurlandi eystra hafa valið sér framboðslista fyrir kom- andi alþingiskosningar. Við það val var farið eftir lýðræðislegum reglum, sem allir höfðu áður samþykkt og gengist undir að fara eftir. Það var alltaf ljóst að annað hvort Stefán eða Guð- mundur hlytu að bíða lægri hlut í kosningu um fyrsta sætið, og það er jafnljóst að flestir framsóknar- menn í kjördæminu hljóta að fylkja sér um þann lista sem val- inn var. Stefán Valgeirsson hefur unnið mjög gott verk þau ár sem hann hefur setið á þingi. Hann hefur ætíð verið ötull málsvari byggðastefnunnar og að honum er vissulega sjónarsviptir. Hins vegar eru allir frambjóðendurnir á lista flokksins baráttumenn byggðastefnunnar og mér finnst það hæpinn málflutningur að halda því fram að íbúar hinna dreifðu byggða hafi með Stefáni misst sinn málsvara. Þar munu aðrir taka upp merkið og ef að líkum lætur, halda því hátt á lofti. Mín skoðun er sú að sérfram- boð Stefáns sé fráleitur og óæski- legur kostur sem myndi skaða Framsóknarflokkinn í þessu kjördæmi. Stefnan er ein og söm, því hér er deilt um menn en ekki málefni. Framsóknarmenn þurfa að leggjast á eitt um að lægja þær öldur óeiningar sem nú eru til staðar. Spakmælið gamla og góða um sameinaða annars vegar og sundraða hins vegar er enn í fullu gildi. Það er í okkar valdi að ákveða hvor leiðin verður valin. Með baráttukveðjum, Bragi V. Bergmann, Akureyri. Kæliskápa- og frystikistuviðgerðir Önnumst allar viðgerðir á kæli- eða frystiskápum, frysti- kistum og öðrum kælitækjum. Breytum gömlum kæli- skápum í frystiskápa. Varahlutir í allar gerðir kælitækja. Góð þjónusta. Vönduð vinna. Vélsmiðjan Oddi hf., Kælideild, Strandgötu 49, simi 21244. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 20. nóvember 1986 kt. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir Freyr Ófeigsson og Heimir Ingimarsson til viðtals í fundarstofu bæjarráös í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Aðalbjörn Gunnlaugsson: Tilefni þessarar greinar eru við- brögð sem nokkrir Norður-Þing- eyingar svo og einhverjir fleiri hafa sýnt í orði og verki eftir nýafstaðið kjördæmisþing fram- sóknarmanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Viðbrögð þessi miða að öðru framboði manna okkar í kjör- dæminu. Þannig framboð, þótt það yrði lagt fram í góðri trú, veikir baráttuaðstöðu okkar norðlensku byggða, sundrar sam- herjum og leiðir til miður heppi- legra umræðna um menn frekar en málefni. Kjördæmisþingi framsóknar- manna ber að ákveða framboðs- lista flokksins í kjördæminu. Fyr- ir ári voru á kjördæmisþingi okkar ákveðnar vinnureglur um það hvernig skyldi staðið að þessu verkefni nú í haust. Samkvæmt þeim reglum var síð- an heiðarlega unnið eftir því sem ég veit best og niðurstaða fengin. Það fólk sem við kölluðum nú til starfa fyrir okkur undir forystu Guðmundar Bjarnasonar, ritara Framsóknarflokksins og þing- manns okkar frá 1979, er gott fólk og hlýtt. Það er þjálfað fé- lagsmálafólk á besta aldri, með fjölþætta reynslu úr atvinnulífinu og hinum ýmsu þáttum þjóðlífs- ins í bæjum og sveitum. Þeir Ingvar, Stefári og Níels hverfa nú úr efstu sætum fram- boðslista okkar, eftir mikil og góð störf í þágu kjördæmisins. Allir áttu þeir og eiga sitt pers- Jónulega fylgi, fylgi sem við von- um að hverfi okkur ekki. En nýir menn eiga líka og eignast sitt þau persónulega fylgi. Af . kynnum inínum af frambjóðendum okkar og jákvæðum umsögnum kunn- ingja og nágranna, er ég sann- færður um að þessi nýi framboðs- listi færir flokknum verðskuldað, mikið og gott slíkt fylgi hér í Norður-Þingeyjarsýslu sem og annars staðar í kjördæminu. Ég trúi því líka að við þörfn-J .umst þeirra Guðmundar, Val- gerðar, Jóhannesar og allra hinna í vanda þeim sem steðjar að byggðum okkar um þessar mundir. Styðjum þau - styðjum Fram- sóknarflokkinn - styðjum þær hugsjónir og það afl sem styður okkur - það verður okkar gæfa. Aðalbjörn Gunnlaugsson, Lundi, Öxarfirði.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.