Dagur


Dagur - 19.11.1986, Qupperneq 12

Dagur - 19.11.1986, Qupperneq 12
Akureyri, miðvikudagur 19. nóvember 1986 Stórbætt þjónusta Getum smíðað alla vega púströr. Eigum til beygjur 45° og 90° Stóraukið úrval af kútum, pakkningum og festingum í flesta bíla. í— » ísetning á staðnum CM CNI ■ co cr> cn Varahlutaverslun Norðurland vestra: Prólkjör hjá Framsókn - Allnýstárlegar prófkjörsreglur hjá Prófkjör framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra fer fram um næstu helgi. Að sögn Ástvalds Guðmundsson- ar formanns kjördæmisráðs Framsóknarflokksins á Þórshöfn: Góð veiði smærri bátunum „Það er rólegt fiskirí hjá okkur núna og lítið um að vera,“ sagði Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti- hússins á Þórshöfn í samtali við Dag. Sagði Jóhann að það væri frek- ar lítil vinna núna en það væri í samræmi við árstíma, það væri alltaf frekar lítið að gera á haust- in. „Það er hér 70 tonna bátur á línu, Fagranesið, og hefur fiskað ágætlega, svona 5-7 tonn í róðri. Smærri bátarnir eru flestir á línu og hafa fiskað vel. Geir er á drag- nót og er búinn að fara einn túr á dragnót síðan hann hætti á rækj- unni og kom með 10 tonn úr þeim túr,“ sagði Jóhann. Stakfellið, togarinn á Þórshöfn er búinn að vera bilaður undan- farið og er í viðgerð í Slippstöð- inni á Akureyri. Hann er búinn að vera í viku í slipp og er gert ráð fyrir að hann verði þar í 10 daga í viðbót. Jóhann var spurð- ur hvort það kæmi sér ekki illa fyrir frystihúsið þegar togarinn bilar. „Það er að sjálfsögðu minna hráefni en þetta fer mest eftir tíðarfari. Ef veður er sæmi- legt fiska smærri bátarnir ágæt- lega, en ef það er óstöðugt fiska þeir ekki neitt,“ sagði Jóhann að lokurn. -HJS Noröurlandi vestra, hefur nokkurs misskilnings gætt varöandi þær reglur sem gilda í prófkjörinu. Þessar reglur eru nýjar af nálinni og með nokk- uð öðrum hætti en áður hefur tíðkast. Hver kjósandi merkir við tvo frambjóðendur í prófkjörinu: Setja skal töluna 1 við nafn þess sem kjósandi vill að verði númer eitt en töluna 2 við nafn þess sem kjósandi vill að verði númer tvö. Ef frambjóðandi fær yfir 40% greiddra atkvæða alls, skal telja atkvæði hans sem númer 2 að 2/5 hlutum til bindandi kjörs. Ef frambjóðandi nær ekki 40% greiddra atkvæða telja atkvæði hans sem númer tvö ekki. Þetta virðist alltorskilið og því rétt að nefna lítið dæmi til skýringar. Dæmi: 200 manns taka þátt í prófkjörinu. Frambjóðandi A fær 90 atkvæði í 1. sæti og 40 atkvæði í 2. sæti. Frambjóðandi B fær 80 atkvæði í 1. sæti og 70 atkvæði í 2. sæti. Frambjóðandi C fær 30 atkvæði í 1. sæti og 90 atkvæði í 2. sæti. Allir hafa þeir þar með fengið yfir 40% greiddra atkvæða. Samkvæmt ofangreind- um reglum verður röð þeirra þá þessi: A =90 +16 (40% af atkvæðum í 2. sæti) =106 atkvæði =2. sæti. B =80 +28 (40% af atkvæðum í 2. sæti) =108 atkvæði =1. sæti. C = 30 +36 (40% af atkvæðum í 2. sæti) =66 atkvæði = 3. sæti. Sem fyrr segir fer prófkjörið fram um næstu helgi. Allir þeir sem verða 18 ára á næsta ári eða eldri og skrifa undir stuðningsyf- irlýsingu við flokkinn áður en prófkjörið hefst, geta tekið þátt í kosningunni. Frambjóðendur eru eftirtaldir: Elín R. Líndal, Guðrún Hjör- leifsdóttir, Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og Sverrir Sveins- son. BB. 'Jart* Framkvæmdum við Leiruveg miðar vel áfram og eins og sjá má styttist óðum í að vegurinn nái alveg yfir Leirurnar. Mynd: rþb Akureyri: Tölvutæki sf. kaupa Bókval Tölvutæki s.f. hafa keypt verslunina Bókval, sem er á horni Kaupvangsstrætis og Skipagötu og munu nýju eig- endurnir taka við rekstrinum 1. janúar 1987. Bókval s.f. er stærsta bóka- og ritfangaverslunin utan Reykja- víkursvæðisins. Bókval selur auk bóka- og ritfanga, skrifstofutæki frá Skrifstofuvélum h.f. og skrif- stofuhúsgögn frá ýmsum aðilum í Reykjavík. Fyrri eigendur Bók- vals eru Aðalsteinn Jósepsson og fjölskylda og halda þau upp á 20 ára afmæli verslunarinnar um þessar mundir, í nýinnréttaðri verslun. Tölvutæki s.f. hafa rekið versl- unar- og þjónustufyrirtæki með alhliða tölvubúnað og rekstrar- vörur að Gránufélagsgötu 4 og annast útibú tölvudeildar Skrif- stofuvéla h.f. á Akureyri síðast- liðin tvö ár. Með þessum kaupum hyggjast eigendur Tölvutækja s.f. breikka starfssvið fyrirtækisins og bjóða einstaklingum og fyrirtækj- um allar vörur nauðsynlegar til skrifstofureksturs, allt frá flókn- um tölvubúnaði til smæstu rit- fanga. Auk þess mun fyrirtækið bjóða bækur, blöð, tímarit, teiknivörur og námsgögn eins og Bókval hefur gert í 20 ár. Eig- endur Tölvutækja s.f. eru bræð- urnir Unnar Þór og Jón Ellert Lárussynir. ■ ■ Útgerðarfélag Skagfirðinga: „011 skipin með end- ingartíma nýrra skipa“ - segir Marteinn Friðriksson, stjórnarformaður Ú.S. „Öllum sem kunnugir eru útgerðarrekstri á íslandi undanfarin ár er Ijóst, að faili tveir togarar úr rekstri hálft rekstrarár og aðeins einn er eftir til að standa undir félag- inu, er fjarri því að tekjur komi inn til þess að standa við Akureyri: Helgi magri fer í þurrk og meðferð „Það var ákveðið að taka stytt- una niður og setja hana í þurrk og reyna að gera við hana, enda tel ég brýna nauðsyn að gera eitthvað í málinu,“ sagði Gunnar Ragnars forseti bæjar- stjórnar og formaður menning- armáianefndar Akureyrar um styttuna af Helga Magra, sem stendur á klöppunum fyrir ofan Glerárgötu á Akureyri. Það hefur komið í ljós við skoðun á styttunni að hún. er mjög illa farin og þarfnast stór- viðgerðar. Mcðal annars er brot- inn fingur á styttunni auk þess sem miklar skemmdir eru víðs vegar í steypu. Því hefur verið ákveðið að stytta Helga Magra, sem er nokk- urs konar tákn fyrir Akureyri, fari í þurrk í vctur og viðgerð fari fram á henni. Mun það falla í skaut Hitaveitunnar að hafa styttuna í sínum húsakynnum meðan mesta vætan rennur úr henni. Ekki hefur verið ákveðið hver taki að sér viðgerðina, en það mun að öllum líkindum verða maður með góða kunnáttu í slíkum vinnubrögðum. „Það er fullur vilji fyrir því að gera við styttuna ef nokkur kost- ur er og koma henni fyrir á sínum stað aftur,“ sagði Gunnar Ragnars. gcj- allar skuldbindingar á eðlileg- um tíma, jafnvel þótt skipið sem í rekstri er sé aflahæst á sínu svæði, eins og raunin er hjá okkur.“ Þetta sagði Marteinn Friðriks- son stjórnarformaður Útgerðar- félags Skagfirðinga í tilefni frétt- ar í blaðinu sl. föstudag. Mar- teinn er alls ekki samþykkur þeirri mynd sem undirritaður dró upp af stöðu félagsins eftir að hafa setið hluthafafund í síðustu viku og telur Marteinn hana til þess fallna að skaða félagið og reyndar allt byggðarlagið. Hann kveðst hafa vonast til að það þætti fréttnæmt að einu útgerð- arfyrirtæki á íslandi hefur tekist að endurnýja öll sín skip og ætti nú í rekstri þrjá skuttogara með endingartíma nýrra skipa, á með- an öll önnur togarafélög á íslandi eru með 12-15 ára gömul skip í rekstri. -þá s«e»r. Þessi mynd var tekin þegar togarinn Drangcy kom til heimaliafnar á Sauð- árkróki í haust frá Þýskalandi þar sem gagngerar endurbætur voru unnar á skipinu. Mynd: -þá

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.