Dagur - 21.11.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 21.11.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, föstudagur 21. nóvember 1986 220. tölublað Gífurleg þörf er fyrir leiguíbúðir - talið að vanti 150 á Akureyri og 2500-3000 á landinu öllu Gífurleg þörf er fyrir leigu- íbúðir í landinu, ef marka má könnun sem Húsnæðisstofnun ríkisins hefur gert í kjölfar samkomulags aðila vinnu- markaðarins um aðgerðir í húsnæðismálum frá því í febrúar. Álitið er að leigu- íbúðaþörfin á landinu öllu sé 2500-3000 íbúðir, 750-850 íbúðir vanti í Reykjavík, „Það verður afhent í byrjun febrúar,“ sagði Sigurður G. Ringsted hjá Slippstöðinni á Akureyri, um skipið sem Blöndósingar eiga í smíðum hjá fyrirtækinu. Upphaflega var áætlað að skipið yrði afhent í nóvember en nú er sem sagt Ijóst að svo verður ekki. Sigurður sagði að það sem ylli þessari seinkun væri að önnur verk sem Slippstöðin væri með hefðu dregist á langinn, og orðið stærri en reiknað hefði verið með. Pá hefur verið skortur á raf- 220-230 í Norðurlandi eystra og 95-110 í Norðurlandi vestra, svo dæmi séu tekin. Sam- kvæmt þessari könnun vantar um 150 leiguíbúðir á Akureyri og er þá miðað við að viss teikn séu á lofti um betra atvinnuástand og einhvern að- flutnings fólks. Þessar niður- stöður um leiguíbúðaþörf ná fram til ársins 1990. virkjum til þeirra verka sem Slippstöðin er með. Skipið verð- ur sjósett helgina fyrir jöl, og að sögn Sigurðar breytist það ekkert. Aðspurður um hvort þessi töf breytti einhverju um verð skipsins sagði Sigurður að það ætti eftir að semja um það, „en við höfum ekki staðið við samninginn, því miður“. Hitt raðsmíðaskipið sem Slipp- stöðin hefur verið með í smíð- um verður afhent eigendunum í byrjun desember og er það nokkru seinna en í upphafi var áætlað. G.Kr. Talið er að þörf sveitarfélag- anna í landinu sé á bilinu 1750-2000 leiguíbúðir og almannasamtaka 750-1000 og þannig fæst heildar- niðurstaðan. Svörun var slæm á Norðurlandi vestra, eða aðeins frá Siglufirði þar sem talið er að vanti 27 leiguíbúðir og Hvamms- tanga sem vantar 5-10 íbúðir. Á Norðurlandi eystra var svörun mjög góð og þar voru helstu niðurstöður þær að það vantaði 150 leiguíbúðir á Akureyri, 10 á Húsavík, 15-20 á Dalvík, 5 á Ólafsfirði og 11-13 á Raufarhöfn. Þetta gerir samtals 191-198 íbúðir og Húsnæðisstofnun áætlar þörf- ina í öllu kjördæminu 220-230, eins og áður sagði. Mikil þörf Raufarhafnarhrepps tengist batn- andi ástandi atvinnumála að undanförnu og sé fjarri því að tekist hafi að anna þörf fyrir leiguhúsnæði. í svari frá Akureyri segir að öll spá um leiguíbúðaþörf sé afar háð framvindu atvinnumála, en reikna megi með að þörf sé fyrir um 150 íbúðir, þ.e. ef þær væru fyrir hendi í dag yrðu þær komn- ar í leigu innan t.d. ársfjórðungs. Leigutakar yrði fólk sem býr í óhentugu húsnæði, fólk sem býr hjá öðrum en myndi hefja sjálf- stæða búsetu ef færi gæfist og fólk sem vill flytjast til Akureyrar en ekki fær húsnæði, auk námsfólks. HS Blönduós: Nýja skipið kemur í febrúar - sjá af erlendum vettvangi á bls. 6 icnuc, IfÁÍ/KS „Qömlu hjónin rorruðu sér bara í takt við glamrið í okkur strakunum" -spjallað við leikarann og músíkkantinn Hauk Þorsteinsson á Sauðárkróki T helgarviðtali 8-9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.