Dagur - 21.11.1986, Blaðsíða 9
21. nóvember 1986 - DAGUR - 9
1983 undir leikstjórn Guðjóns Inga Sigurðssonar. Helga Hanncsdóttir kona Hauks, Ótt-
'einsson og Haukur.
heiminn algjörlega á einum sól-
arhring má segja. Samt ekki svo
að mér hafi fundist bítlamúsíkin
leiðinleg, mér fannst og finnst
hún þokkaleg. En það virðist
vera hringrás í músíktískunni.
Nú er blúsinn orðinn ógurlega
vinsæll aftur. Þeir sem vilja láta
taka eitthvert mark á sér í dag
eru glamrandi á gítar og öskra
blús alveg eins og þeir eigi lífið
að leysa, Megas og hvað þeir
heita nú allir.
En 1970 stóð maður frammi
fyrir því, hvort maður ætlaði að
gerast hálfgerður atvinnumaður í
greininni eða ekki. Hvort maður
vildi vera þeysandi fram um
sveitir allar helgar til að spila á
böllum. Þetta höfðaði ekki til
mín, sving og blúsmúsíkin, sem
er mín uppáhaldsmúsík, var mik-
ið til dottin út á böllum og bítla-
músíkin komin í staðinn. Auk
þess sá ég að þetta gengi aldrei
upp, þar sem ég var kominn með
eleríum Búbonis“ haustið 1983. Félagamir Haukur Þorsteinsson og Krístján Skarphéðinsson í hlutverkum sínum.
Meiriháttar „sjokk"
- Hvað kom til að þú hættir að
spila?
„Ég hafði alltaf litið á mig sem
áhugamann í greininni en ekki
atvinnumann. En á þessum tíma
um 1970 höfðu nýlega orðið gíf-
urlegar breytingar í músíkinni.
Þegar ég byrjaði í þessu voru
blúsinn og svingið allsráðandi í
dansmúsíkinni, svokallaðir nýju
dansar voru dansaðir eftir þeirri
músik og skandinavíska valsa-
músíkin var leikin undir gömlu
dönsunum. Síðan kom svo rokk-
ið og olli töluverðum breyting-
um. En það var þó ekkert miðað
við það þegar bítlatímabilið
hófst. Þetta var alveg meiriháttar
„sjokk“ fyrir þessa menn sem
voru búnir að alast upp með
áðurnefndri músík, þegar pilt-
arnir þarna frá „Lifrarpolli“
komu fram með músík sem var
allt öðruvísi og sölsuðu undir sig
fjölskyldu og allt of mikill tími
færi í þetta.“
- Nú var Erla systir þín þekkt
söngkona á tímabili. Áttir þú þér
aldrei drauma í sambandi við
músíkina?
„Nei, eins og ég sagði áðan þá
var þetta eingöngu áhuga-
mennska og ég hafði engan
áhuga fyrir að vera frægur, bara
að hafa gaman af þessu.
Ef ég væri svo barnalegur
Aftur á móti hefði ég vel getað
hugsað mér að fara út í leiklist-
ina. Ef maður væri svo barnaleg-
ur að halda að maður gæti lifað
þetta upp aftur þá hugsa ég að ég
færi í leiklistina," sagði Haukur
og hló svolítið.
„En einhvern veginn var það
álit á leiklistinni í þá daga að
menn ættu ekki að vera að snövla
í svoleiðis vitleysu. Ég held að
þeir menn sem voru í leiklistinni
fyrir daga Þjóðleikhússins hafi átt
voðalega erfitt. Ég man eftir að
um 1930 þótti Haraldur heitinn
Björnsson hálfbrjálaður þegar
hann fór úr ágætu starfi hjá KEA
held ég, til Kaupmannahafnar að
læra leiklist og kom svo til baka
og ætlaði að lifa á því að leika.
Að vera leikari var örugglega
ekki lífvænlegt starf í þá daga,
ekki fyrr en Þjóðleikhúsið kom
til og gróskan í leiklistinni jókst
til muna.“
- Hvað.kom til að þú fórst að
leika?
„Áhuginn fyrir leiklistinni var
mikill á heimili mínu og pabbi
var mikið í þessu. Þá voru leik-
sýningarnar stórar uppákomur í
bæjarlífinu. Ég býst við að
stemmningin hjá áhorfendum að
fara á leiksýningu þá hafi verið
svona svipuð og hjá fólki í dag
sem er að fara í sólarlandaferð.
Það náttúrlega barst eins og eldur
í sinu um bæinn þegar byrjað var
að æfa og síðan var beðið í
spenningi eftir frumsýningunni.
Þetta var alveg hörkulið sem
var í leiklistinni hérna þegar ég
var að alast upp og ég held að
það sem var gert þá sé sá grunnur
sem leikstarfsemi í bænum í dag
byggist á. Ég held að það sé eng-
inn vafi á því að á þessum tíma
stóð Leikfélag Sauðárkróks
fremst allra áhugamannaleikfé-
laga á landinu.
Áhugamál okkar beggja
Þetta var harðsnúið lið og sterkir
karekterar sem maður dáði og
laðaðist að. Menn eins og Eyþór
Stefánsson, Valgarð Blöndal,
Jóhanna kona hans, Elínborg
Jónsdóttir fyrsti heiðursfélagi
leikfélagsins, Kristín Sölva og
síðar Guðjón Sigurðsson í bak-
aríinu og Ólína kona hans o.fl.
o.fl.“
- Hvenær komst þú svo inn í
þetta?
„Um 1950 kom ég ásamt
nokkrum fleiri inn í leikstarfið og
það má segja að þessi hópur sern
þá byrjaði að leika hafi dugað
•vel. Hann hefur verið hluti af
þeim kjarna sem leikstarfsemin
hefur byggst á undanfarin ár og
enn er þetta fólk að leika. Við
komum inn á svipuðum tíma
Kári Jónsson, Kristján Skarphéð-
insson, Hafsteinn Hannesson og
Helga Hannesdóttir konan mín.
Kári leikstýrði t.d. mikið fyrir
leikfélagið og hefur leikstýrt
eitthvað á milli 15 og 20 leikrit-
um, aðeins Eyþór Stefánsson
hefur leikstýrt meira fyrir okkur,
rúmlega 30 leikritum. Og ekki
tóku þessir menn krónu fyrir sín
störf. Að öðrum ólöstuðum hafa
ekki aðrir unnið meira fyrir leik-
starfsemi hér á Króknum en þeir.
Það er alveg ótrúlegt verk sem
liggur eftir þessa menn og mikill
er tími sá sem þeir hafa fórnað í
þetta.“
- Nú hafið þið hjónin bæði
verið í leiklistinni, hefur ekki
verið erfitt að komast frá börnun-
um?
„Ekki svo mjög. Krakkarnir
vöndust því ung að við værum úti
að æfa og þau hafa gengið út frá
því sem sjálfsögðum hlut svo það
er varla hægt að tala um árekstra
vegna þess. Ég tel það mjög
heppilegt ef bæði hjónin geta ver-
ið í þessu starfi og þetta hefur
verið áhugamál okkar beggja. Þú
minntist á 40 hlutverkin sem ég
hef leikið, ég hugsa að þau séu
ekki mikið færri hlutverkin sem
Helga mín hefur leikið, ábyggi-
lega vel yfir 30.“
- Og krakkarnir ykkar hafa
líka leikið?
„Já, þau hafa leikiö fjögur af
fimm og sá sem ekki hefur leikið
hefur verið dálítið í músíkinni."
Þegar heimsmyndin var
einfaldari . . .
- Ef við víkjum nú að leikstarf-
seminni aftur, er eitthvert sér-
stakt hlutverk af þeim sem þú
hefur leikið sem kemur upp í
hugann þegar þú lítur til baka?
„Nei, ég get nú varla sagt það.
Hins vegar minnist maður helst
uppfærslunnar 1976 á Islands-
kiukku Laxness. íslandsklukkan
er stærsta verkefnið sem leikfé-
lagið hefur tekið fyrir. Það er erf-
itt í sviði og fjöldi hlutverka
mikill, en geysilega skemmtilegt
verk. En þeir Gísli Halldórsson
leikstjóri og Jónas Þór Pálsson
leiktjaldamálari leystu sín hlut-
verk af stakri snilld. Þetta varð
alveg glimrandi sýning hjá okkur
og við roksýndum þetta, yfirleitt
fyrir fullu húsi í Bifröst. Við
fengum fólk héðan og þaðan af
landinu á sýningar, vestan af
Ströndum, sunnan úr Borgar-
firði, úr Eyjafirði og víðar. Og
fyrst er farið að tala um það
minnisstæða, þá eru ákaflega
ofarlega í huga hjá mér kynnin af
Gísla Halldórssyni leikstjóra, en
hann hefur leikstýrt hérna þrisvar
sinnum fyrst 1968 Músum og
mönnum, Storminum 1974 og
svo íslandsklukkunni. Þegar
hann byrjaði að stjórna þá komst
maður að því fyrir alvöru hvaða
kröfur eru gerðar hjá atvinnu-
mönnum, þó að mann hafi auðvit-
að rennt grun í það áður. Gísli er
alveg grimmgóður leikstjóri,
geysiskemmtilegur, mikill heið-
ursmaður sem átti í okkur öll
bein og vildi allt fyrir okkur gera.
Þá er auðvitað leikför leikfélags-
ins til Finlands árið 1980 með
Týndu teskeiðina sem Ásdís
Skúladóttir leikstýrði mér afar
minnisstæð. Við fórum með
leikritið á mót norrænna áhuga-
mannaleikfélaga. Við sýndunt
leikritið þrisvar sinnuin fyrir fólk
sem hafði ekki hugmynd um
hvað við vorum að segja því við
lékum auðvitað á íslensku."
- Að síðustu Haukur Þor-
steinsson formaður L.S. hvernig
er að fá fólk til að leika í dag?
„Það er erfitt og er alltaf að
verða erfiðara og erfiðara, sér-
staklega karlmenn. Tímarnir
hafa breyst ákaflega mikið. Hér
áður þegar heimsmyndin var svo-
lítið einfaldari og þessi keppni
um tíma fólks var ekki byrjuð
voru engin vandræði að fá fólk til
að leika. Nú eru fáir sem vilja
binda frístundir sínar í tvo mán-
uði til að vinna að leiksýningu.
Það eru allir að keppast við að
komast heim úr vinnunni til að
glápa á sjónvarpið, fara á fundi í
klúbbunum eða eru að vinna
langt fram á kvöld eins og svo
mjög er algengt í þessu þjóðfé-
lagi okkar. Annars verð ég að
segja að mér finnst áhugi unga
fólksins fyrir leiklistinni hafa far-
ið vaxandi á síðari árum og við
getum kannski litið með björtum
augum til þeirra." -þá