Dagur - 21.11.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 21.11.1986, Blaðsíða 5
21. nóvember 1986 - DAGUR - 5 „Afskaplega gaman að spila á harmoniku // - Ólöf Jónsdóttir á línunni Sú tíðindi bárust okkur til eyrna að kona frá Akureyri hefði sigr- að í dangslagakeppni sem haldin var á Hótel Borg. Konan heitir Ólöf Jónsdóttir og býr ásamt manni sínum, Emi Baldvins- syni, í Eikarlundi. Ástæða þótti til að taka hana tali af þessu tilefni. - Sæl Ólöf. Geturðu sagt okkur frá þessari danslagakepp- ni? - Keppnin var auglýst í Morgunblaðinu og ég sló til. Það hefur ekki verið mikið um keppnir af þessu tagi, en tónlist hefur alla tíð verið helsta áhuga- mál mitt og ég hef verið að gutla á hljóðfæri. Mér datt alls ekki í hug að lagið gæti náð svona langt. Það heitir Hestamanna- ræll og Hannes Arason var svo vinsamlegur að búa til nótur við það. Síðan glamraði ég það á píanó og sendi suður, meira að segja á síðasta degi. Nú, ég gat ómögulega samið texta við þetta lag þannig að ég hringdi suður undir dulnefni og það varð úr að Jón Sigurðsson samdi texta. Það voru 120 lög sem bárust í keppn- ina og þau sem hlutu flest atkvæði verða gefin út á plötu. - Voru einhver verðlaun í boði? - Já, þau voru 50 þúsund fyr- ir lagið í fyrsta sæti, 25 þúsund fyrir lag númer tvö og 10 þúsund fyrir lagið í þriðja sæti. - Semurðu mikið af lögum? - Ég hef verið að dunda við þetta síðan ég man eftir mér, en ég sest ekki niður í þeim tilgangi að semja lag. Ég hef heldur ekki haft þolinmæði til að læra nótur og kann lítið að spila, gutla svona á flest hljóðfæri. - Er Hestamannaræll saminn af einhverju sérstöku tilefni, eða bara fyrir keppnina? - Jú, það er ákveðið tilefni þar að baki. Hjónin á Höskulds- stöðum, Sigurður Snæbjömsson og Rósa Arnadóttir, gáfu mér hest fyrir þremur árum. Ég varð ægilega glöð eins og nærri má geta því ég hafði ekki átt hest síðan ég var krakki og hef alltaf haft yndi af þeim. Lagið varð til í þessari gleði. - Áttu þér uppáhaldstónlist? - Já, það er harmonikutón- list. Það er afskaplega gaman að spila á harmoniku, fara á harm- onikuböll og hlusta á tónlistina. Hins vegar er lítið úrval af plöt- um með aðgengilegri harmon- ikutónlist til og er það miður. Ég er í Félagi harmonikuunn- enda og áskrifandi að Harmon- ikublaðinu. - Er ekki næsta skrefið að taka þátt í söngvakeppni sjón- varpsstöðva í Evrópu? - Nei, ég er nú hrædd um ekki. Skilmálarnir eru þannig að maður þarf að senda fullbúið lag með flytjendum og það er ekki á færi svona áhugamanna. - Segðu mér aðeins frá lífs- hlaupi þínu. Ertu fædd á Akur- eyri? - Nei, ég er fædd í Biskups- tungum en flutti í Eyjafjörðinn 12 ára. Ég verð ekki Akureyr- ingur fyrr en eftir eitt ár því mér skilst að maður verði að vera búinn að búa hér í 25 ár til þess að verða löggiltur Akureyring- ur. En ég lít á þetta sem mína heimasveit. - Hvað starfarðu fyrir utan það að vinna danslagakeppni? - Ég er húsmóðir núna. Ég hef ekki fengið mér fasta vinnu síðan ég flutti aftur í bæinn. Ég prófaði nefnilega að flytja út á land, til Egilsstaða. Heimþráin var dálítið erfið þannig að ég þarf ekki að flytja aftur úr bænum. - Nú gerir þú lítið úr hæfi- leikum þínum en sigraðir þó 119 lagasmiði. Ertu svona hógvær? - Ætli ég sé ekki bara feimin. En ég hef lært að lifa með feimninni. Ég byrjaði að semja lög í barnaskóla. Ég vildi alltaf sleppa sem auðveldast frá nám- inu og drífa mig á hestbak. Og ég var ekki lengi að læra ljóð þegar maður kunni lög við þau og ef þau voru ekki til staðar, eða ómöguleg, þá bjó ég bara til lag. - Hvernig líst þér á lögin sem eru hvað mest spiluð núna? - Mér finnst þetta óttaleg síbylja á Rásinni. Samt er ég að hlusta á hana núna, en tónlistin er mitt áhugamál. Allt sem hægt er að syngja og dansa. - Hvað með önnur áhuga-' mál? - Það er auðvitað hesta- mennskan, en ég hef áhuga á öllu mannlegu. Öllu sem lýtur að manneskjum. Mig hefur líka alltaf langað til að verða blaða- maður. Það hlýtur að vera spennandi. - Já, þú verður endilega að koma í starfskynningu. En hvað ' um börn Ólöf? - Jú, ég á fjögur börn. Þau heita Harpa, Sigríður Eva, Erla Björk og Jón Þorri. Maðurinn minn á hins vegar fimm börn þannig að saman gerir það níu stykki. - Eruð þið nýlega gift? - Já, það er rúmlega mánuð- ur síðan. Það er mikið happ að eiga góða fjölskyldu. Og ég tel það líka mikið happ að vera alin upp í sveit. Það er alveg ómetanlegt. - Jæja, þetta eru ágæt loka- orð og ég þakka þér kærlega fyr- ir spjallið og til hamingju með sigurinn. - Þakka þér fyrir. SS Iþróttakennarar á Norðurlandi Námskeið verður í Glerárskóla laugardaginn 22. nóv. kl. 10.00. Leiðbeinendur: Sigríður Sandholt, Páll Ólafsson, Hafdís Árnadóttir og Þórir Kjartansson. Mætum öll. Stjórnin. Kuldaskór og stígvél á börn og fullorðna, margar gerðir. Einnig úrval af dömu- og herra- spariskóm. SIMI (96)21400 Framsóknarvist verður haldin að Hótel KEA sunnudaginn 23. nóv. kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Akureyrar. RESTAURANT u* rf-| Matseðill helgarinnar:* Súpa Mulligatawny -o- Marineraðar kjúklingabringur með kampavínssósu eða hvítlaukssteik með rauðvínssmjöri -o- Skógarberjafromage með appelsínurjóma og líkjör -o- Kaffi og konfekt aðeins kr. 850,- -o- Við minnum á okkar fjölbreytta kaffihlaðborð alla daga sem kostar aðeins kr. 150,- og kr. 80,- fyrir börn yngri en 10 ára. Borðapantanir í síma 22525. Restaurant Laut Hafnarstræti 98.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.