Dagur - 21.11.1986, Blaðsíða 16
iMwa
Akureyri, föstudagur 21. nóvember 1986
Helgarseðill Smiðjunnar
Hvítlaukskremuð skelfisksúpa
Karrýristaðar rækjur með brauðsnittum
-☆-
Heitt gæsabrjóst borið fram á sellerístrimlum
Grillsteiktur kanínuvöðvi með pernosveppasósu
Nautamedalíur með Madeirasmjörsósu
—☆—
Eldsteiktir ávextir með ískúlu og myntrjóma
I
Norðurland:
Atvinnu-
leysi meira
í oklóber
en september
í október voru skráðir 1.733
atvinnuleysisdagar á Norður-
landi eystra en voru 2.422 í
sama mánuði í fyrra. Atvinnu-
lausir voru 80 á móti 112 í okt-
óber í fyrra. Á landinu öllu
voru skráðir 7.732 atvinnuleys-
isdagar í október, sem er veru-
leg fækkun frá sama mánuði í
fyrra en þá voru þeir 10.275.
Fastráðning fiskvinnslufólks
hefur vafalaust áhrif í þessu
sambandi, þ.e. skráðum
atvinnulausum fer fækkandi.
Rétt er að líta nánar á þá staði
á Norðurlandi þar sem atvinnu-
leysisdagar eru skráðir í október.
Tölurnar í sviga eru frá septem-
ber: Sauðárkrókur 356 (334),
Siglufjörður 32 (9), Drangsnes
141 (0), Hvammstangi 57 (7),
Blönduós 33 (53), Hofsós 103
(56), Ólafsfjörður 483 (130),
Dalvík 13 (0), Akureyri 878
(1.141) og Húsavík 341 (142).
Eins og sjá má hefur atvinnu-
leysi aukist frá septembermánuði
á öllum þessum stöðum nema á
Akureyri og Blönduósi. Megin
skýringar á auknu atvinnuleysi
milli þessara mánaða eru að mati
Vinnumálaskrifstofu Félagsmála-
ráðuneytisins annars vegar vegna
tímabundins hráefnisskorts í fisk-
vinnslu og hins vegar vegna loka
sláturtíðar. SS
Glerárkirkja er senn reiðu-
búin til að þjóna hlutverki
sínu. Þetta er hið tíguleg-
asta hús eins og sjá má á
mynd RÞB.
Erum vanbúnir
eiturefnaslysum“
- skortir áætlanir og búnað, segir slökkviliðsstjórinn á Akureyri
Fyrr í vikunni var haldin á veg-
um slökkviliðsins í Reykjavík
eiturefnaæfing til þess að
kanna hugsanleg viðbrögð við
slíku. Niðurstaða æfingarinnar
var sú að viðbúnaður vegna
slysa af þessu tagi væri mjög
ófullnægjandi. En hvernig er
þessum málum háttað á Akur-
eyri. Hér í bæ eru a.m.k. tvö
stór fyrirtæki sem vinna með
hættuleg efni, Efnaverksmiðj-
an Sjöfn og sútunarverksmiðja
Sambandsins.
Ingimar Friðriksson efnafræð-
ingur hjá Sjöfn sagði að vissulega
væri hjá þeim unnið með ýmis
efni sem gætu talist skaðleg. Þessi
efni eru ýmis eldfim og ætandi
efni og upplausnarefni sem
myndað geta eiturgufur.
Ingimar sagði að hjá fyrirtæk-
inu væri mikið lagt upp úr öryggi
í meðferð þessara efna og hefðu
þeir sloppið býsna vel við óhöpp.
Fyrir nokkrum árum kviknaði í
svampverksmiðju fyrirtækisins
og einnig er vitað að fyrir nokkr-
um árum helltist niður mikið
magn af klór og var slökkviliðið
þá kvatt til aðstoðar.
Öll þessi efni berast með skip-
um og sagðist Ingimar telja að ef
til vill væri mest hættan í upp-
skipun. Oft væru merkingar á er-
lendum tungumálum og þeir
menn sem ynnu við uppskipun
væru kannski ekki nægilega með-
vitaðir um hættuna sem stafaði af
ákveðnum efnum. Hann sagðist
ekki vita um neinar reglur um að
sérfræðingar fylgdust með upp-
skipun þó að kannski væri ástæða
til þess.
Ingimar sagði að sér þætti
mjög skorta á reglur af hálfu hins
opinbera um meðferð og merk-
ingar á skaðlegum efnum.
„Við erum vanbúnir til að
bregðast við slíkum óhöppum,“
sagði Tómas Búi Böðvarsson
slökkviliðsstjóri á Akureyri í
samtali við blaðið. Tómas sagði
að varðandi efnaslys á landi væri
þörf áætlana um fyrirbyggj-
andi aðgerðir og einnig viðbún-
að. Hann sagði að enginn einn
aðili væri til sem sæi um slíkt þó
að f áætlunum almannavarna
væri ráð fyrir að slökkvilið kæmi
þar við sögu.
Slökkvilið Akureyrar á einn
loftþéttan búning en að sögn
Tómasar þurfa þeir að vera
a.m.k. tveir því menn fari ekki
einir í aðgerðir sem þessar. g-p
Háskólakennsla á Akureyri:
Ekkert húsnæði
til fyrir nemendur
„Það hafa verið biðlistar í
mörg ár á heimavist Mennta-
skólans og nemendur hafa orð-
ið að hætta við að koma til
Akureyrar þar sem þeir fengu
ekki inni á heimavistinni. Þeir
skipta einhverjum tugum á
ári,“ sagði Jóhann Sigurjóns-
son, skólameistari MA, er
hann var inntur eftir húsnæðis-
málum framhaldsskólanema á
Akureyri. Hugmyndir eru nú
uppi um að reisa heimavistir
fyrir framhaldsskólana og
væntanlegan háskóla á Akur-
eyri.
A fundi háskólanefndar 10.
nóv. var rætt um húsnæðismál
væntanlegra háskólanema vegna
yfirlýsinga menntamálaráðherra
um að nám í hjúkrunarfræðum
og iðnrekstrarfræði hefjist á
Akureyri haustið 1987. Á fundin-
um kom fram að ekki hefur verið
tekin ákvörðun um byggingu
heimavista þó þörfin fyrir slíkar
byggingar fari vaxandi, og nauð-
synlegt sé að bregðast við vand-
anum sem fyrst.
Jóhann Sigurjónsson sagði að
aðeins 150 af 600 nemendum
Menntaskólans kæmust inn á
núverandi heimavistir MA og
fyrirsjáanlegt væri að færri kæm-
ust þar að í framtíðinni því nauð-
synlegt væri að breyta öllum
tveggja manna herbergjum á vist-
inni í eins manns herbergi. „Það
má alltaf reikna með að hluti
eldri nemendanna vilji ekki búa-á
heimavist. Þó að við tækjum 200
nemendur, sem er þriðjungur
utanbæjarnemenda, þá eru samt
eftir 400 sem áreiðanlega vildu
komast inn á heimavistir. Ég er
með ákveðnar hugmyndir um að
reist verði heimavist við MA í
tveimur áföngum og gæti þá ann-
ar áfanginn verið stúdentagarður
um tíma þar til stúdentagarðar
risu hér,“ sagði Jóhann.
Varðandi hugmyndina um
að framhaldsskólanemendur
almennt myndu hagnýta sér
væntanlega heimavistarbyggingu
við MA sagði Jóhann: „Við verð-
um að skoða þetta mál frá mörg-
um hliðum. í fyrsta lagi hvort
þetta sé félagslega séð góð rekstr-
areining, hvort það sé æskilegt að
hrúga saman 250 til 300 ung-
mennum á einn lítinn blett. í
öðru lagi er þetta eignarlóð MA
sem þarna er um að ræða. í
þriðja lagi er þetta í mjög nánu
nágrenni við skólann sem slíkan
þannig að ef skólinn hættir að
hafa eigin yfirráð yfir þessu húsi
þá er það spurning hvaða áhrif
þetta hefur á skólastarfið eða
skólann." EHB
Hitaveita Akureyrar:
Iðnaðar-
ráðuneytið
leitar lausnar
í gær gengu fulltrúar frá stjóra
Hitaveitu Akureyrar á fund
iðnaðarráðherra. Þar voru
einnig menn frá hitaveitunum
á Akranesi og Borgarnesi, en
þessar veitur eiga við mikinn
vanda að stríða. Að sögn
Sigurðar J. Sigurðssonar var
útkoma fundarins sú að ráð-
herra tilnefndi hóp manna til
að vinna að lausn þessa máls.
Stjórnvöld eiga því næsta
skrefið hvað varðar fjárhags-
vanda Hitaveitu Akureyrar.
Sigurður sagði að það hefðu
margar nefndir á vegum ráðu-
neytisins verið að vinna að lausn
vandans hjá hitaveitunum á
Akranesi og Borgarnesi, en þetta
mætti kalla fyrsta skrefið varð-
andi Hitaveitu Akureyrar í þá átt
að leita lausnar hjá opinberum
aðilum. Ekki er ljóst til hvaða
aðgerða verður gripið en meðal
möguleika má nefna skuldbreyt-
ingar á óhagstæðum lánum, verð-
jöfnunargjald á önnur sveitar-
félög, eða samræmdar aðgerðir á
vettvangi rafveitna og hitaveitna.
SS
Einkaútvarpsstöð á Akureyri:
Ekki á þessu ári
- okkur vantar fyrst og fremst útvarpsstjóra,
segir Steindór Steindórsson
,Það er deyfð í okkur núna og einnig til þess að sjá hvernig það
það er Ijóst að við byrjum ekki dæmi gengi.
fyrir áramót,“ sagði Steindór
Steindórsson einn aðalhvata-
maðurinn í undirbúningi að
stofnun einkaútvarpsstöðvar á
Akureyri. Steindór sagði fyrir
skömmu í samtali við blaðið að
ætlunin væri að byrja fyrir jól.
Steindór sagði að þeir teldu
rétt að halda nokkuð að sér
höndum meðan Sjónvarp Akur-
eyri væri að komast á fót, bæði
vegna þess að þeir myndu keppa
um sama augiýsingamarkað en
Um samstarf og samninga við
Bylgjuna sagði Steindór að
ekkert hefði gerst í því. Hann
sagði að áhugi virtist ekki vera
mikill á þeim bænum og þeir
gætu vel án þeirra sunnanmanna
verið. „Það verður þó að segja
það alveg eins og er að það dreg-
ur úr okkur ef Bylgjan ætlar að
koma hingað norður, þá eigum
við ekki möguleika,“ sagði
Steindór.
Ekki hefur enn verið gengið
frá stofnun hlutafélags en fyrir-
liggjandi eru loforð fyrir um 1
milljón hlutafjár. Meðal væntan-
legra hluthafa sagði Steindór
vera fyrirtæki eins og Bita sf.,
Brauðgerð K. Jónssonar og
Svartfugl hf.
„Þetta stoppar kannski aðal-
lega á því að okkur vantar
útvarpsstjóra en hins vegar er
fullt af fólki sem hefur áhuga á að
vinna við dagskrárgerð. Ef ein-
hver duglegur maður hefur áhuga
þá getur hann fengið vinnu strax
sem útvarpsstjóri,“ sagði Stein-
dór. ET