Dagur - 21.11.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 21. nóvember 1986
„Þá var stemmningin
að fara í leikhús
eins og núna að fara
í sólarlandaferð"
Haukur heitir hann Þorsteinsson og hefur verið mjög
atkvæðamikill í leiklistar- og tónlistarlífi á Sauðárkróki
síðustu áratugi. Síðasta vor lék hann sitt fertugasta
hlutverk hjá Leikfélagi Sauðárkróks og er núverandi
formaður félagsins. Hér á árum áður lék hann mikið í
danshljómsveitum, en í dag lætur hann sér nægja að
leika á djasskvöldum hjá Djassklúbbnum. Hann er sem
sagt einn af djassgeggjurum staðarins. Það var
sunnudag einn fyrir stuttu sem við Haukur settumst
saman yfir kaffibolla á heimili hans og röbbuðum
saman. Við komum víða við, en auðvitað barst talið
fyrst að uppvaxtarárunum og sagðist honum svo frá.
I leikritinu „Gripið í tómt“ sem sýnt var vorið
ar Bjarnason, Vigfús Vigfússon, Björgvin Sv
„Ég er fæddur hérna á Krókn-
um áriö 1933 og uppvaxtarárin
voru ákaflega skemmtileg. Þá var
samfélagiö hér þorp, skemmti-
legt sambland af sveit og sjó.
Bændurnir að koma með mjólk-
urbrúsana úr sveitinni í samíagið
og trillukarlarnir að sýsla við
bryggjuna. Það var nóg af drullu-
pollum í þorpinu til að busla í og
maður var á ferðinni frá morgni
til kvölds. Þegar ég fer að hugsa
til baka þá held ég að þetta hafi
verið ákaflega samstæður hópur,
alla vega man ég ekki eftir nein-
um sérstökum leikfélögum öðr-
um fremur. Það var alltaf nóg að
gerast þá og manni leiddist
aldrei. Pað var nóg af auðum
svæðum í þorpinu að leika sér á.
Ég var stundum að hugsa um
þegar ég var að ala upp krakkana
mína og þau höfðu ekkert nema
sjoppuna til að hanga á eins og
algengt er meðal krakka í dag, að
öðruvísi var það hjá okkur í
den.“
- Eitthvað sérstaklega minnis-
stætt úr bernskunni?
„Já, ég man sérstaklega eftir
því þegar byrjað var að byggja
hafnargarðinn hérna. Þarna fór
af stað ný gerð af atvinnustarf-
semi, miklu umfangsmeiri og
stærri í sniðum en maður hafði
áður kynnst. Við vorum mikið að
sniglast þarna í kring strákarnir.
Svo voru hernámsárin mjög
minnisverður tími og forvitnileg-
ur fyrir stráka. Parna sáum við
byssurnar, nýjar tegundir að
bílum, trukka og alls konar
furðutæki. Koma herliðsins varð
náttúrlega til þess að við hættum
að leika okkur eins og við gerð-
um áður, nú var leikinn byssu-
leikur frá morgni til kvölds. Það
gefur sjálfsagt vísbendingu um
jjað hvaða áhrif vídeo- og sjón-
varpsgláp hefur á krakka í dag.
Það var eins og hermennirnir
sæktust bara eftir félagsskap okk-
ar krakkanna, enda hafa sjálfsagt
margir þeirra átt fjölskyldur og
börn heima. Þegar þeir fengu
vikuskammtinn sinn gáfu þeir
okkur súkkulaði sem þeir fengu
sent. Þetta var mjög dökkt suðu-
súkkulaði sem þeir átu ekki, hafa
sjálfsagt fengið það til að bræða í
heitu vatni þegar þeir fóru í leið-
angra. Okkur fannst það vont, en
við átum það samt, þetta var þó
alltjent súkkulaði og þessu ruddu
þeir í okkur.“
í lcikritinu „Er á meðan er“, sem Kári Jónsson leikstýrði 1961. F.v. Sveinn Friðfinnsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir
og Haukur.
Hljómsveitin æfði
í eldhúsinu hjá
gömlu hjónunum
- Hvenær byrjaðir þú svo í mús-
íkinni?
„Það má nú segja að ég hafi
fæðst með músíkáhugann, ég
hafði ákaflega gaman af henni
strax og músíkin var mjög vinsæl
á mínu heimili. Maður bar mikla
virðingu fyrir tónlistarfólki og
þessir nikkukarlar sem voru
hérna í bænum þá, fannst manni
vera menn af annarri gráðu.
Það var svo rétt fyrir 1950 sem
ég byrjaði í fyrstu hljómsveitinni.
Hljómsveitarstjórinn var Hörður
Fríðu, sem kallaður var, hann
spilaði á nikku eins og ég, og Jón-
as Þór Pálsson trommuleikari var
með okkur. Hvar heldurðu að
fyrsta æfingaplássið okkar hafi
verið? Það var í eldhúsinu hjá
Jónasi gamla frá Hofdölum og
Önnu konu hans á Knarrarstígn-
um. Þau voru afi og amma Harð-
ar og fósturforeldrar Jónasar.
Þarna djöfluðumst við í eldhús-
inu strákarnir, en gömlu hjónin
sátu bara inni í stofu og rorruðu
sér í takt við glamrið í okkur.
Þetta var alveg sérstakt fólk þessi
gömlu hjón, en alveg er ég viss
um að þetta var mest vegna Jón-
asar, þau létu auðvitað allt eftir
drengnum. Ég var svo með Jón-
asi, Herði, Ögmundi Svavarssyni
og fleirum í hljómsveit alveg
fram undir 1960. Þá stofnaði ég
mína eigin hljómsveit sem starf-
aði með smá hléum fram undir
1970 að ég hætti að spila á
böllum. Þetta var náttúrlega
mjög slitróttur tími sem ég spil-
aði í þessum hljómsveitum vegna
þess að ég var svo mikið á
sjónum. En hljómsveitir sem ég
var í spiluðu nær eingöngu hérna
í bænum, við vorum ekkert í
sveitaballabransanum.
Hljómsveit Hauks
Þorsteinssonar um
1970. F.v. Geirmundur
Valtýsson, Haukur
Þorsteinsson, Jónas
Þór Pálsson, Hafsteinn
Hannesson og Sigur-
geir Angantýsson.
fftVf/KS