Dagur - 21.11.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 21.11.1986, Blaðsíða 7
_bækuc 21. nóvember 1986 - DAGUR - 7 „Stórlaxar" segja frá Tveir ungir veiðimenn, Eggert Skúlason og Gunnar Bender, hafa sent frá sér bókina „Stórlax- ar“ en í þeirri bók ræða þeir við fimm landsþekkta menn sem hafa sýkst af veiðibakteríunni. Viðmælendurnir fimm eru Davíð Oddsson borgarstjóri, Páll G. Jónsson forstjóri, Pálmi Gunnarsson söngvari, Sigurður Sigurjónsson leikari og Össur Skarphéðinsson ritstjóri. Þrír þeir síðastnefndu eru að vísu stórlaxar en veiðiskapur þeirra beinist þó einkum að sil- ungsveiði og Össur hefur t.d. aldrei veitt lax. Fimmmenning- arnir í bókinni lýsa allir eftir- minnilegum atburðum við veiðiár og vötn og segja frá skemmtileg- um atvikum. Viðhorfin eru marg- vísleg eins og gefur að skilja þeg- ar jafnólíkir menn og fimm- menningarnir eiga í hlut en frá- sögn þeirra gefur innsýn í eftir hverju þeir eru að sækjast þegar þeir fara til veiða. Ummæli Össurar í bókinni um Veiðimálastofnun hafa þegar vakið mikla athygli en hann segir stofnunina oft hafa unnið meiri óskunda en gagn. Össur tekur víða sterkt til orða eins og t.d. er hann fjallar um þá sem veiða í dýrustu laxveiðiám landsins: „Mér finnst það ógeðfellt hvernig menn eru búnir að gera laxveið- ina að útvalinni íþrótt þeirra sem eiga peninga. Það er löngu kom- inn spillingarkeimur af því hvern- ig menn græða á þessu. Það má segja að fordrukknir heildsala- bubbar séu búnir að koma illu orði á laxveiðina...“ Og síðar: „Það að veiða fiskinn er ekki lengur það sem veiðiferðin snýst um. Heldur er það veiðihúsið, maturinn og allt umstangið í kring, og kannski fyrst og fremst fylleríið. Menn verða að geta sagt að þeir hafi verið í laxi...þó þeir taki ekki eftir neinu nema timburmönnunum.“ Svo mörg voru þau orð. Bókin er 126 síður að stærð. Hana prýðir fjöldi mynda bæði svarthvítar og litmyndir, Hörpu- útgáfan gefur út. MITSUBISHI Höldur með stóra bílasýningu „Þetta er ein viðamesta sýning okkar til þessa, við sýnum þarna um 20 bfla af ýmsum gerðum og í ýmsum verð- flokkum,“ sagði Eyjólfur Ágústsson hjá Höldi s.f. á Akureyri um bflasýningu á 1987 árgerðum sem fyrirtækið gengst fyrir um helgina. Fyrirtækið sýnir þarna í fyrsta skipti V.W. og Audi bíla sem fyrirtækið hefur fengið umboð fyrir. Þá eru þarna að sjálfsögðu bílar frá Mitsubishi sem fyrirtæk- ið hefur umboð fyrir Range Rover Rover. Af einstaka bílum nefndi Eyjólfur Range Rover Vogue sem er dýrasta gerðin af Range Rover og kostar liðlega 1600 þús- und krónur, Audi 100 CC sem kostar um 1100 þúsund og frá Mitsubishi MMC Starion 2000 EX Turbo sportbíl sem kostar tæplega milljón. Og af fjöl- skyldubílunum, ber sennilega hæst Lancerinn sem kostar um 400 þúsund og er langvinsælasti fjölskyldubíllinn hjá fyrirtækinu í dag. Sýningin verður á morgun og sunnudag í sýningarsal Bílasal- ans við Hvannavelli kl. 13-18. Vörukynningar frá Sana og Baut- anum verða á staðnum. Nú fer eitthvað að ske í lífi mínu.' Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Kynning í dag frá kl. 3-6 Kynnt verður Holtakex (pipar- og kókoskökur) og Santosblanda frá Kaffibrennslu Akureyrar. Kynningarverð Ath. Jólavörurnar og tilboðin streyma inn í búðina Lítið inn. Kjörbúð Byggðavegi 98

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.