Dagur - 21.11.1986, Blaðsíða 13
21. nóvember 1986 - DAGUR - 13
Sigurpáll Aðalsteinsson verður í eldlínunni í kvöld en þá leika Þór og IR í
Höllinni á Akureyri kl. 20.00.
Trimm fyriralla
á KA-svæðinu
íþróttir
helgarinnar
Þór og ÍR leika í kvöld í 2. deild
íslandsmótsins í handknattleik.
Leikurinn sem fram fer í íþrótta-
höllinni á Akureyri hefst kl. 20.
Á morgun laugardag leika KA og
Ármann kl. 13.30 í 1. deildinni í
handknattleik og fer sá leikur
einnig fram í íþróttahöllinni á
Akureyri.
Körfuboltalið Þórs fer suður
og leikur tvo leiki í 1. deildinni
um helgina. í kvöld kl. 19.30
gegn UMFG í Grindavík og á
sunnudag kl. 14 gegn ÍR í
íþróttahúsi Seljaskóla.
Karlalið KA í blaki heldur
austur til Neskaupstaðar á laug-
ardag og leikur gegn liði heima-
manna í 1. deildinni kl. 16.
Björn Steinar Sólbergsson:
Orgeltónleikar
í Akureyrarkirkju
Björn Steinar Sólbergsson,
hinn nýi organisti Akureyrar-
kirkju, heldur orgeltónleika í
Akureyrarkirkju nk. sunnudag
kl. 17.00 Þar verður leikin
orgeltónlist frá ýmsum tímum.
Verkin á tónleikunum eru
mörg og fjölbreytt. Meðal höf-
unda eru þekkt nöfn eins og J.S.
Bach, Lizt, Cesar Frank, M.
Durufle, J.P. Leguay, C.H.
Widor og fleiri. Góð aðsókn hef-
ur verið að tónleikum Björns
Steinars á Akureyri. EHB
Laugardaginn 22. nóvember
verður haldin fjölskylduskemmt-
un í Laugaborg og hefst dag-
skráin kl. 21.00. Að skemmtun-
inni standa kirkjukór og sóknar-
nefnd Grundarkirkju.
Ýmislegt verður til skemmtun-
ar m.a. kórsöngur, upplestur,
börn og unglingar leika á ýmis
N.k. sunnudag 23. nóv. kl.
10.00 hefst ný starfsemi á KA-
svæðinu, en það er trimm fyrir
alla.
Þar er boðið upp á útiæfingar
og hlaup á völlum félagsins,
skauta þegar svell er á svæðinu
og skíðagöngu þegar færi er.
Nuddstofa Bryndísar Jóhann-
esdóttur í KA-heimilinu verður
opin á þessum tíma fyrir þá sem
hljóðfæri, bingó o.fl. Á eftir
verður dansað um stund.
Aðgangseyrir verður kr. 400
fyrir fullorðna og kr. 200 fyrir
börn 12 ára og yngri og er kaffi
og brauð af hlaðborði innifalið.
Allur ágóði af samkomunni
rennur í orgelsjóð Grundar-
kirkju.
þess óska og þar er gott að láta
mýkja upp vöðva fyrir eða eftir
æfingar.
Heilsuræktin með sína ljósa-
lampa, nuddpott, gufuböð og
böð er einnig opin á þessum tíma
og að lokum er tilvalið að fá sér
hressingu í kaffiteríunni áður en
farið er heim.
Ráðgert er að „Trimm fyrir
alla“ verði fyrst um sinn á sunnu-
dagsmorgnum frá kl. 10.00-12.00
og leitast verður við að hafa
kunnáttumenn í íþróttum þar til
leiðbeiningar.
Lögð er áhersla á að þetta er
trimm fyrir alla, unga sem gamla
hvar í flokki eða félagi sem þeir
standa.
Hér er tilvalið tækifæri fyrir þá
sem lítið hafa stundað íþróttir að
hefja reglubundna líkamsrækt.
Fyrst og fremst ber að hafa í huga
að fara rólega af stað og vera vel
klæddur, því meiningin er að
trimma í hvaða veðri sem er, búa
sig bara eftir aðstæðum.
Ath. að fyrsta kynning á þess-
ari starfsemi verður í KA-heimil-
inu n.k. sunnudag kl. 10.00.
Trimm-klúbburinn.
Skemmtun í
Laugaborg
Sunnudagskaffi
Félag harmonikuunnenda verður með kaffihlaðborð
í Lóni, Hrísalundi 1, 23. nóvember kl. 15.00.
Allir velkomnir.
Dansað á eftir.
Kaffinefndin.
Eyfirðingar -
Aknreyringar
Laugardaginn 22. nóvember verður
haldin Qölskylduskemmtun í Laugar-
borg og hefst dagskráin kl. 21.00.
Ýmislegt verður til skemmtunar, m.a. kórsöngur,
upplestur, börn og unglingar leika á ýmis hljóðfæri,
bingó o.fl.
Á eftir verður dansað um stund.
Aðgangseyrir verður kr. 400 fyrir fullorðna og
kr. 200 fyrir börn 12 ára og yngri og er kaffi af hlað-
borði innifalið.
Allur ágóði af samkomunni rennur í orgelsjóð
Grundarkirkju.
Kirkjukór og sóknarnefnd Grundarkirkju.
Verkstjórnar-
fræðslan
Námskeið í vinnuhagræðingu verður haldið
á Akureyri 27.-29. nóvember í húsnæði
Flugbjörgunarsveitarinnar að Galtalæk.
Farið verður yfir undirstöðuatriði hagræðingar í fyrir-
tækjum. Vinnurannsóknir. Tímamælingar. Tíðniat-
huganir. Afkastamat hópa og einstaklinga ásamt
uppbyggingu afkastahvetjandi launakerfa.
Skráið þátttöku strax hjá Árna Birni Árnasyni, vinnu-
sími 96-21300, heima 96-21249 eöa á skrifstofu
Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis milli kl. 14-
17, sími 25446.
Verkstjórnarfræðslan
Sími 91-687000.
vísnaþáttuL
Sveinbjörn Björnsson kvað þessa
afmælisvísu:
Fyrir land og þína þjóð,
þrátt í vandasporí,
hugans brand þú brást úr glóð
brýndan andans þorí.
Þorvaldur Þorsteinsson frá Gilhaga
kvað:
Flaskan villu veilum bjó,
velsæld spillir manna,
unnið hylli hefur þó
höfuðsnillinganna.
Björn S. Blöndal heyrðist raula
þessa vísu við nýkeyptan hest sem
ekki vildi þýðast atlot hans:
Vertu ei byrstur Blesi minn,
bætt skal vistar harkið.
Ertu þyrstur auminginn
eftir fyrsta siarkið.
Einhverju sinni kvað Björn:
Þegar glettin bölsins brek
byrgja þétt að vonum
fótaléttan fák ég tek
og fæ mér sprett á honum.
Hress sem krakki konum hjá
kaffi drekk - og molann,
ber svo frakkur bænum frá
beisli og hnakk á folann.
Haraldur Jónsson á Jaðri, Reykja-
dal kvað:
Kostir þrengjast, kólnar ból,
kæríeiks genginn fengur.
Vil nú engin veigasól
verma drenginn lengur.
Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka
kvað:
Ellin bannar feigum flest,
fátt við þörf er sniðið.
Ég get ekki járnað hest,
ég get engu ríðið.
Næstu vísurnar tvær heyrði ég á
barnsaldri og eru frá þeim tímum er
ull var slitin af fé með átökunr og
önnur vinna var eftir því. Hin er
sýnilega eftir einhvern prestahatar-
ann:
Að róa á sjó og rýja fé
reynir kappa flesta.
Að sverfa jám og saga tré
segi ég púlið versta.
Prestar Ijúga manna mest.
Misst þeir hafa ást á Kristi.
Hestum ríða hróka verst.
Hrísta sig með orðin byrst.
Davíð Jónsson hreppstjóri að
Kroppi skaut þessari vísu að vini
sínum þegar eigendaskipti urðu að
blaðinu Islendingi.
Áður las ég ísiending
og orð hans tók til greina.
Nú er hann mér þarfaþing,
þú veist hvað ég meina.
Næsta vísa er eftir Stein Sigurðsson
og bendir einnig til eldri tíma:
Iðunn góða gullinn sjóð
gefur þjóð í fræðum.
Lesa fljóðin úrvalsóð
yfir hlóðaglæðum.
Steinbjörn Jónsson mun hafa kveð-
ið þessa vísu á ferð um Eyjafjörð:
Andans gróður er og var
Eyjafirði nógur.
Sigurhæðir heilla þar,
Hraun og Fagrískógur.
Jón
Bjarnason
frá Garðsvík
skrifar
Steindór Sigurðsson kvað þessa
vísu til stúlku:
Fetað hafa farinn veg
flestir þínir vinir.
- Ég hef aldrei elskað þig
öðruvísi en hinir.
Næsta vísa er einnig eftir Steindór
Sigurðsson:
Næturdimmuskuggar skýla
skammastríkum þessa dags.
Dauðamyrkurs - árar ýla
eftir helreið sólarlags.