Dagur - 21.11.1986, Síða 6

Dagur - 21.11.1986, Síða 6
6 - DAGUR - 21. nóvember 1986 ____________af erlendum vettvangi. Ný jurt leysir ópíum- valmúann af hólmi Norskum vísindamönnum hef- ur tekist að kynbæta persneska fjallavalmúann þannig að hægt er að nota hann til að fram- leiða kodein í stað þess að not- ast við hinn viðsjála ópíum- valmúa. Kodein er meðal, sem mikið er notað, það dregur úr hósta og linar verki. Kodein hefur verið unnið úr morfíni, sem aftur fæst úr ópíum-valmú-. anum. En morfín má misnota sem fíkniefni auk þess sem hægt er að breyta því í annað enn hættulegra efni, heroín. Eess vegna er reynt að tak- marka notkun þess sem mest. Lyfjafyrirtæki í Ástralíu hefur þegar sýnt áhuga á að rækta nýja valmúann. Vísindamennirnir við Farm- aceutisk Institut í Osló snéru sér að perskneska valmúanum, þegar þeir hófu starf sitt fyrir tíu árum. Jurtin vex i fjalla- hlíðum í íran, og athyglin beindist að henni, þegar íranskir vísindamenn komust að því fyrir tuttugu árum, að í henni finnst tebain. Tebain-i er tiltölulega auð- velt að breyta í kodein. Það varð því viðfangsefni vísinda- mannanna að reyna að fá fram afbrigði, sem innihéldi tebain í stærri skömmtum. Norð- mennirnir beindu gammageisl- um að fræjunum, en þeir hafa áhrif á erfðaeiginleikana, og þeir meðhöndluðu þau efna- fræðilega með cochicin, sem hefur áhrif á frumuskiptin. Eftir margar tilraunir tókst þeim að fá fram jurtir með miklu hærri litningatölu en áður var. Með áframhaldandi þróun þessara fjöllitningaplantna Nýja valmúann er hægt að nýta til meðalaframleiðslu, en fíkniefna- sjúklingar geta ekki misnotað hann. fékkst af einni þeirra valmúi með fræhýðum, sem höfðu að geyma 17-18% tebain. Þetta er nægilega mikið magn til þess að hægt er að nota jurtina til framleiðslu á kodein-i. (Frá 111. Videhskab. - Þ.J.). Norrænt víkinga- sverð fundið við Svartahaf Austur við Svartahaf hafa forn- leifafræðingar fundið leifar af skrautlegu norrænu víkinga- sverði, sem hugsanlega gæti hafa verið í eigu einhvers úr liði vík- ingakóngsins Haraldar harðráða. Haraldur var um árabil leiðtogi væringja, sem herjuðu í austur- vegi og víða við Miðjarðarhaf í þjónustu konungsins í Hólmgarði (Novogorod) og Grikkjadrottn- ingar, sem þá sat í Miklagarði (Konstantinópel). Væringjarnir voru sérstakur flokkur úrvalshermanna. Eftir orrustuna miklu við Stiklastaði árið 1030, þar sem Ólafur helgi féll, flúði Haraldur harðráði með lið sitt austur til Garðaríkis og lagðist í víking þaðan og frá Miklagarði. Samkvæmt Heims- kringlu gerðist Haraldur víðför- ull mjög og dvaldist m.a. „marga vetur í Affriká". Áður en Har- aldur að lokum snéri aftur heim til Noregs gifti konungurinn í Garðaríki honum dóttur sína, sem Elísabet hét, en Norðmenn nefndu Ellisif. Það, sem fornleifafræðingarnir hafa fundið, er fagurgerður með- alkafli af mikið slitnu víkinga- sverði. Gerð dýramyndanna, sem skreytt hafa sverðið, benda til þess, að það hafi verið smíðað á tíundu öld eða snemma á þeirri elleftu. Það fannst í austurhluta Rúmeníu, skammt frá Dónár- bökkum, úti fyrir gamla bysant- íska kastalanum Pacuiul lui Soare. Margar orrustur hafa verið háðar við þennan kastala, m.a. með þátttöku norrænna manna. Ein ástæðan til þess, að kastala- virki þetta var reist, var herferð, sem Svjatoslav fursti frá Kænu- garði (Kiev) fór til Dónárland- anna. Það er vitað, að á víkinga- tímanum voru sænskir í nánu sambandi við furstana í Kænu- garði, svo að einnig er möguleiki á, að meðalkafli þessi hafi verið á sverði einhvers Svenskara, sem barðist gegn Bysans (Konstantin- ópel). Þó bendir gerðin til þess, að sverðið hafi fremur verið af jósk- um uppruna en sænskum, og sé reynt að ákvarða aldurinn út frá skreytingarstílnum, er kenningin um að þarna hafi menn Haraldar harðráða verið á ferð líklegri. Og vegna náinna tengsla Noregs og Danmerkur, gæti meðalkaflinn vel hafa verið smíðaður á Jót- landi og verið í eigu einhvers höfðingja, norsks eða dansks, sem hefði haft efni á að kaupa svo viðhafnarmikið vopn. Þess má að lokum geta, að meðal væringja þeirra, er héldu í austurveg með Haraldi konungi hinum harðráða voru tveir íslendingar. Frá því segir m.a. svo í Heimskringlu: „Menn tveir íslenskir eru nefndir, þeir er fóru með Haraldi konungi, Halldór, sonur Snorra goða (hann hafði þessa frásögn hingað til lands), annar var Úlfur Úspaksson, Ósvífurssonar hins spaka. Þeir voru báðir hinir sterkustu menn og allvopndjarfir og voru hinri kærustu Haraldi." (Hcimildir: III. Videnskab og Hcimskringla. - Þ.J.) Skreytingar sverðsins koma vel heim við þá hugmynd að sverðið hafi verið jóskrar gerðar og í eigu einhvers af mönnum Haraldar harðráða. Allt fram til ársins 1700 voru rúnakefli notuð til að hafa reglu á tímatal- inu. Þau komu þó ekki í veg fyrir það, að árið 1700 var dagatalið orðið 10 dögum á eftir. Er dagatal ið rétt? Þar sem við þurfum að bæta aukadegi við árið á fjögurra ára fresti, er það Ijóst að árið er ekki nákvæmlega 365 dagar. En er þessi leiðrétting nóg til þess að dagatalið okkar sé fullkom- lega rétt? Almennt talað er Idaupár fjórða hvert ár, en reglan er ekki alveg svona einföld. Þann- ig er, að þegar aldaskipti verða er ekki hlaupár, nema því að- eins að talan 400 gangi upp í ártalinu. Árið 2000 verður því hlaupár, en árið 1900 var það ekki. Þegar þessum reglum er fylgt verður lengd almanaksárs- ins að meðaltali 365,2425 sólar- hringar. „Rétta“ árið - eða sól- árið - er nákvæmlcga 365 sólar- hringar 5 klukkustundir 48 mínútur og 46 sekúndur, sem jafngildir 365,2422 sólarhring- um. Almanaksárið er því þremur tíuþúsundustu úr sólarhring of langt að jafnaði. Af því leiðir, að eftir um það bil 3000 ár verður dagatalið okkar orðið einum sólarhring á eftir miðað við gang sólar. Það var Grcgor páfi XIII,, sem kom „gregorianska tímatalinu“ á þann 23. febrúar 1582, og hann setti ckki fram neina reglu til að leiðrétta þenn- an smá mun. Og það líða líka nokkur þúsund ár þar til hann hefur citthvað að segja. Þó svo að páfinn fengi heiðurinn af þessu nýja tímatali, þá voru raunverulegir hönnuðir þess ítalskur læknir, Luigi Lilio, og þýskur stærðfræðingur, Christ- opher Clávius. Þeir reiknuðu þetta nýja tímatal út eftir að ráðstefna í Trento á Ítalíu árið 1545 hafði skorað á páfa að leiðrétta tímatalið. Þegar páfi fyrirskipaöi hið nýja tímatal, 1582, var Evrópa klofin í tvennt, annarsvegar var katólska kirkjan, hinsvegar mótmælcndur. Nýja kirkjan vildi ekki dansa eftir því, sem Gregor XIII lét frá sér fara, því að hann barðist af öllum mætti gegn mótmælendum. Af þcssari ástæðu var það, að gregorianska tímatalið var ekki tekið upp í Danmörku (og á ís- landi) fyrr en árið 1700, en þá var orðin æði mikil skekkja í júlíanska tímatalinu, sem áður hafði verið notað. Til þess að koma reglu á hlutina, var það ákveðið með konunglegri til- skipan, að í febrúarmánuði árið 1700 skyldu aðeins vera 18 dagar. Það var Júlíus Cæsar keisari í Róm, sem lét taka júlíanska tímatalið upp 46 árum fyrir Krist. Þar var gert ráð fyrir hlaupári fjórða hvert ár, þannig að hvert ár var að meðaltali 365,25 sólarhringar. Þegar kom að árinu 1700 hafði þetta leitt til 10 daga skekkju. - Ruglingur- inn árið 1700 var þó smámunir á móti því, sem var árið ’46 fyrir Krist, enda hefur það verið nefnt „ruglaða árið“. Fyrra tímatal rómverjanna, svonefnt „numaalmanak“ var komið út í hreinar villigötur, svo alvarleg- ar, að Cæsar varð að láta vera 445 daga í árinu 46 f.Kr. Jafnframt ákvað hann í eitt skipti fyrir öll, að nýtt ár skyldi hefjast 1. janúar. Annars not- uðu Norðurlandabúar rúnakefli fyrir dagatöl allt fram til ársins 1700. Elstu keflin, sein varð- veist hafa eru frá 1437. Á rúna- keflin merktu menn árlegar há- tíðir, markaðstíma, sáningar- tíma o.s.frv. (Byggt á lllustreret Videnskab 10/86. -I*ýð. P.J.) Kakkalökkum breytt í snertilinsur Snertilinsur búnar til úr kakka- lökkum, rotvamarefni unnið úr rækjum eða sveppaeyðandi meðul unnin úr humri. Þetta verða kannski í framtíðinni útflutningsvörur fátækra landa í þriðja heiminum, sem eiga góðan aðgang að efni, sem heitir kítín. Hópur vísindamanna vinnur að rannsóknum á undraverð- um eiginleikum kítíns, sem finnst í hlífðarkápu þeirri, sem umlykur mörg skordýr og krabbadýr, og er einnig að finna í svömpum. Vísindamennirnir vinna kít- ín og annað efm því skylt, kít- osan, einkum úr rækjuúrgangi, því að aðeins átta prósent af rækjunni nýtast til manneldis. í afganginum er fullt af eggja- hvítuefnum og kítíni. Rækju- úrgangur kann því að eiga eftir að verða verðmætur. Vísindamennirnir hafa kom- ist að því, að kítín er árangurs- ríkt meðal til að vinna bug á sveppum og getur notast til varnar hitabeltissjúkdómum og til að auka geymsluþol korns. Og til fleiri hluta má nota þetta efni. Það er hægt að láta það koma í stað tóbaks og það má nota við framleiðslu á snyrtivörum. Amerískir vís- indamenn hafa hug á að nota það í snertilinsur. Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós, að kítín, flýtir fyrir því að sár grói, sem kemur til af því, að þeir efnakljúfar í blóðinu, sem brjóta niður kítín, fram- leiða jafnframt meira af því náttúrlega efni, sem myndar örvef. Loks er kítosan áhrifa- mikið efni til hreinsunar á vatni, þar sem það hefur eigin- leika til að binda málmagnir. Það er til þess að gera skammt síðan augu vísinda- manna beindust að kítíni, en á síðustu árum hafa bæði Amer- íkanar og Japanir hafið fram- leiðslu kítíns. •

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.