Dagur - 21.11.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 21.11.1986, Blaðsíða 11
21. nóvember 1986 - DAGUR - 11 • Hann er fjarskyldur ættingi greifans af Norðymbralandi og að minnsta kosti eins sjóræn- ingja. • Hann hefur unnið með, samið eða hljóðblandað fyrir helling af frægu fólki. T.d. Tom Petty, Ramones, James Galway og Feargal Sharkey. • Hann er mjög raunsær (eða eins og vinur minn sagði þegar ég kvartaði sáran undan hagl- éljum í Reykjavík: Blessaður vertu, þetta er nú bara ofur- raunsæi) hvað varðar ástina. Hann segir: „Ástin er ekkert lík „Love is“ bröndurunum frægu. Hún er upp og niður og alls kyns rugl. • Hann spilaði einu sinni fót- bolta, vesalingurinn, með Eng- land Schoolboys. • Áhugamál hans eru matseld og tennis. • Fyrrum kona hans, Pam, stjórnar aðdáendaklúbbi Eur- ythmics. • Móðir hans er fyrrverandi kennari og rithöfundur og núverandi eiginkona fransks Zen búddista. (Þessi er djúsí). • Nafn hljómsveitarinnar er dregið af dansspori sem nefnt er, ótrúlegt en satt, Eurythmics. • Fyrsta lagið sem þau gerðu vinsælt, var „Sveet dreams (Are made of this)“, en það lag Alltaf hefur það þótt safaríkt að draga fram smávægilegustu og oft hneykslanlegustu atriði úr einkalífi frægs fólks. Þannig eru blöð og aðrir fjölmiðlar ætíð uppfullir af skilnaðar og ástar- málum Dallas fólksins eða Dyn- asty. Ég er náttúrlega ekkert skárri en hinir og þess vegna ætla ég að tíunda nokkur atriði sem vonandi er að einhverjir geti smjattað á og kyngt án minnsta óhagræðis. • Annie Lennox er lærður flautuleikari og lærði við hinn konunglega tónlistarháskóla. • Hún hefur líka unnið í fiski, oj bara. • Hún fæddist á jóladag. • Hún var einu sinni kosin í hóp tíu fegurstu kvenna heims af karlablaðinu Playboy og sei sei. • Hún er grænmetisæta af guðsnáð og kynntist Dave Stewart á veitingastað fyrir slíkt fólk. Eftir að hún skildi við karl sinn gerði hann tilraun til að lokka hana til sín á þann róm- antískasta hátt sem hann gat hugsað sér. Hann sendi henni bakka af grænmetisjukki á tón- leika með Eurythmics. Þessi til- raun mun hafa mistekist. • Dave Stewart kom fyrst fram í klúbbi einum þar sem hann flutti lög Bob Dylans á kassagít- ar og raulaði með. Nú stjórnar hann upptökum á myndbönd- um Dylans. var fimmta lagið sem þau gáfu út á smáskífu, eða eins og ég las eitt sinn í blaði (ABC eða eitthvað slíkt) þar sem enska orðið single var „þýtt“ singull. Það sem var þó grátlegast við þetta orðskrípi var að greinar- höfundurinn og líklega faðir hans gat ekki með nokkru móti fallbeygt þetta afkvæmi sitt. . .. Það gengur svona. • Skrifstofa Eurythmics, hljóð- ver og heimili er gömul kirkja sem kölluð er Kirkjan. (Frumlegt). Þar hanga uppi tæplega fimmtíu gull- og plat- ínu plötur. • Fyrrverandi eiginmaður Önnu segist ekkert skilja í því hvers vegna hún skildi við hann. Að lokum flýtur hér með eitt af skilaboðum þeim sem Dave Stewart les á sinn sérstæða hátt inn á sjálfvirka símsvarann sinn. „Hæ, mér þykir leitt að geta ekki komið í símann sjálfur en þannig er mál með vexti að David Bowie var að droppa inn og Lou Reed og Keeth Richard eru á leiðinni. Svo ætlar Grace Jones að kíkja inn eftir klukku- tíma. Við ætlum að halda sjúkt partí og ég vona bara að þú látir sjá þig. Dabbi, Lou, Keith og Grace iða ábyggilega í skinninu eftir að sjá þig.“ Ég bið að heilsa mömmu þinni, þinn frændi fyrir austan. Kæiiskápa- og frystikistuviðgerðir Önnumst allar viðgerðir á kæli- eða frystiskápum, frysti- kistum og öðrum kælitækjum. Breytum gömlum kæli- skápum í frystiskápa. Varahlutir í allar gerðir kælitækja. Góð þjónusta. Vönduð vinna. Vélsmiðjan Oddi hf., Kælideild, Strandgötu 49, siml 21244. Gullbrúðkaup eiga í dag föstudaginn 21. nóvember heiðurshjónin Jóhanna K. Gunnlaugsdóttir og Guðmundur Jónsson Hlíðargötu b, Akureyri. MESSUR I.O.G.T. stúkan [Brynja nr. 99. Fundur ' mánudaginn 24. nóv. kl. 20.30 á Varöborg. Veitingar eftir fund. Æ.t. ATHUGID__________________ Basar Kristniboðsfélag kvenna hefir köku- og muna basar í Zíon laug- ard. 22. nóv. kl. 15. Margt hentugt til jólagjafa. Fallegir dúkar o.fl. Allur ágóði rennur til kristniboðs- ins í Konsó og Chepareria. Sjónarhæð. Drengjafundir hvern laugardag kl. 11 f.h. Ástirningar sérstaklega velkomn- ir. Sunnudagaskóli kl. 13.30 í Lundarskóla. Samkoma sunnudag kl. 17.00 Irene Gook og Þóra Pálsdóttir tala. Allir velkomnir. fór?7<& Hjálpræðisherinn. Í-W Föstud. 21. nóv. kl. 17 ?opið hús. kl. 20 æskulýðsfundur. Sunnud. 23. nóv. kl. 13.30 sunnu- dagaskóli, kl. 20 almenn sam- koma. Mánud. 24. nóv. kl. 16 heimila- samband. Priðjud. 25. nóv. kl. 17 yngriliðs- mannafundur. Ath. laugard. 22. nóv. jólabasar, laufabrauð, kökur og munir. KFUM og KFUK, Sunnuhlíð. Sunnudaginn 23. nóvember. Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður: Björgvin Jörgens- son. Tekið á móti gjöfum í hússjóð. Mööruvallaklaustursprestakall. Guðsþjónusta í Bakkakirkju sunnud. 23. nóv. kl. 14.00. Sóknarprestur. Laugalandsprestakall. Fjölskyldumessa í Grundarkirkju sunnudaginn 23. nóvember kl. 14.00. Foreldrar fermingarbarna sérstak- lega hvattir til að mæta. Hannes Örn Blandon Dalvíkurprestakall. Barnaguðsþjónusta verður í Dal- víkurkirkju sunnudaginn 23. nóv. kl. 11.00 f.h. Börn úr Tónlistarskólanum leika á hljóðfæri. Sóknarprestur. Akurcyrarprcstakall: Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju verður nk. sunnudag kl. 11 f.h. öll börn hjartanlega velkomin. Sóknarprestar. Messað verður á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri nk. sunnudag kl. 10 f.h. Þ.H. Æskulýðs- og fjöiskyldumessa verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 2 e.h. Æskilegt er að væntanleg fermingarbörn og for- eldrar þeirra fjölmenni. Ung- menni aðstoða. Sungið verður úr Ungu kirkjunni. Bræðrafélagsfundur verður í kap- ellunni eftir messu. Orgeltónleikar verða í Akureyr- arkirkju kl. 5. Orgelleikari kirkj- unnar Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel kirkjunnar. Sóknarprestarnir. Messað verður á Dvalarheiniilinu Hlíð nk. sunnudag kl. 4 e.h. B.S. .ti Þökkum innilega samúð og vinsemd við andlát og jarðarför, HELGU STEPHENSEN, Bólstaðarhlíð 64, Reykjavík. Ólafur St. Stefánsson, Helga Steindórsdóttir, Valgerður Stefánsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Lára Ólafsdóttir, Sigurgeir Haraldsson, Helga Vilhjálmsdóttir, Slgurjón Gunnarsson, Gunnar Snorri Valdimarsson og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.