Dagur


Dagur - 02.12.1986, Qupperneq 2

Dagur - 02.12.1986, Qupperneq 2
_w'ófa/ dagsins. 2 - DAGUR - 2. desember 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._________________________________ Grýla gamla er komin á ról Það er stundum haft á orði, að sé einhver staðhæfing endurtekin nógu oft, þótt ósönn sé, fari menn smátt og smátt að leggja trúnað á hana. Þetta hefur Morgunblaðið haft að leiðarljósi í pólitískum skrifum sínum í gegn- um tíðina. Eftir að skoðanakönnun um fylgi stjórn- málaflokkanna, sem gerð var nýlega, sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað talsverðu fylgi yfir til hinna flokkanna, hefur Morgun- blaðið farið hamförum í að sannfæra lesendur sína um að valkostir í íslenskum stjórnmálum séu aðeins tveir: Sjálfstæðisflokkurinn annars vegar og allir hinir flokkarnir hins vegar! I kostulegri forystugrein blaðsins fyrir skömmu er fullyrt að kjósendur geti valið á milli sjálfstæðisstefnu eða vinstri stefnu. Aðra valkosti eigi þeir ekki. Þessi fullyrðing stenst auðvitað engan veginn og vart er við því að búast að margir taki hana trúanlega. En Morgunblaðið mun ef að líkum lætur hampa þessari „staðreynd" fram að kosning- um í trausti þess að áhangendahópurinn hafi þá stækkað til muna. Litróf stjórnmálanna er fjölbreyttara en svo að hægt sé að stilla upp tveimur valkostum kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn kennir sig við hægri stefnu og Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag við vinstri stefnu. Þannig má með réttu segja að Sjálfstæðisflokkur sé eini hægriflokkurinn. Talsverður munur er hins vegar á stefnu Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags þótt báðir kenni flokkarnir sig við vinstristefnu. Framsóknarflokkurinn er tvímælalaust þriðji valkosturinn í íslenskum stjórnmálum. Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur sem hafnar alfarið öllum öfgum, hvort sem þær koma frá hægri eða vinstri. Hann er jafnframt eini stjórnmálaflokkurinn sem byggir á alíslenskri stefnu. Einhverra hluta vegna kýs Morgunblaðið að „gleyma" honum eða setja hann undir sama hatt og hina flokkana. Kvennalistinn fær einnig vinstri-stimpil Morgunblaðsins. Sjálfstæðismenn fullyrða að öll atkvæði greidd öðrum en þeim sé ávísun á vinstri- stjórn. Sú staðhæfing stenst ekki. Hins vegar er sú árátta sjálfstæðismanna, að hræða kjós- endur með grýlu vinstri stjórnar, vel skiljan- leg. Þeir hafa gert það hingað til með góðum árangri. BB. „ Ég treysti mér ekki til að æla meira“ - segir Einar Sveinn Ólafsson, verksmiðjustjóri hjá ístess Einar Sveinn Ólafsson. Nafnið hljómar ekki kunnuglega. Andlitið er ekki kunnuglegt heldur. Enda er maðurinn ókunnugur, innflytjandi á Akureyri. Einar er verk- smiðjustjóri hjá fóðurverk- smiðjunni ístess og var svo vin- gjamlegur að svipta af sér hulu framandleikans í viðtali dagsins. - Hver eru tildrög þess að þú ræðst hingað norður? „Ég sá auglýsingu um þetta, í Degi að sjálfsögðu. Það háttaði þannig til í Grundarfirði þar sem ég bjó að við töpuðum togara á nauðungaruppboði, eina byggð- arlagið sem hefur orðið fyrir því, og þar fór 30% af þeim kvóta sem byggðarlagið hafði. Ég vann hjá Fiskimjölsverksmiðju Grund- arfjarðar og þar blasti ekkert við nema stöðvun. Mér fannst það ekki eiga við mig, ungan manninn, að setjast niður og gapa upp í loftið og bíða eftir því að stjórnvöld gerðu eitthvað. Ég sótti því um þessa stöðu, var boð- aður hingað í viðtal og var ráðinn." - Hvenær var þetta? „Þetta hefur verið í júní. Ég fór út til Noregs í starfsþjálfun í byrjun júlí og kom heim um mánaðamótin september/okt- óber og flutti þá hingað norður. Það gekk frekar illa að fá hús- næði og ég var ekki búinn að fá neinn samastað hálfum mánuði áður en ég kom heim. Svo datt ég skyndilega niður á þetta húsnæði sem ég leigi núna ásamt konunni minni.“ - Ertu fæddur í Grundarfirði? „Nei, konan er þaðan. Ég er fæddur í Vestmannaeyjum en hef lengst af búið í Reykjavík og Kópavogi. Ég var í Vélskólanum og fór upp á Akranes til að klára smiðjutímann, en síðan fluttist ég til Grundarfjarðar ’82. Ég ætl- aði aldeilis að gera það gott sem vélstjóri og réðst á togarann sem fór á uppboðið síðar meir. En það fór loks svo að ég treysti mér ekki til að æla meira. Þennan tíma sem ég var á togaranum var ég sjóveikur upp á hvern dag og neyddist því til að fá mér vinnu í landi.“ - En hvernig líkar þér svo á Akureyri? „Mér líkar vel að búa hér, en ég er ekki búinn að fá hitaveitu- reikning ennþá þannig að það á kannski eftir að breytast." - Er ekki hitaveita í Grundar- firði? „Nei, við vorum með rafhitun og maður borgaði hátt í þrjú þús- und á mánuði fyrir hitann. En línurnar voru ekki nógu góðar, spennufall hvað eftir annað og rafmagnið var alltaf að fara af. Þetta fór illa með allan rafbúnað, bæði hjá fyrirtækjum og annars staðar og olli miklum erfiðleikum yfir vetrartímann. Þetta hefur eitthvað breyst til batnaðar síðan.“ - Ertu smeykur við sögurnar um skuldir Hitaveitu Akureyrar? „Fyrst staðan er þannig þá verða menn að búa við þetta. Én við megum ekki horfa upp á það að bæjarfulltrúar eða hönnuðir sitji áfram í stjómum fyrirtækja þegar menn eru búnir að gera glappaskot. Menn verða að hafa ábyrgð og það er ekki hægt að haga sér eins og þeir Albert, Matthías og bankastjórar í Sjón- varpinu þegar þeir vísuðu allri ábyrgð frá sér þó þeir hafi ekki staðið við skyldur sínar. Það er alltaf talað um það að þegar menn hafa há laun þá er það vegna þess að þeir bera svo mikla ábyrgð. Þeir verða þá að bera hana.“ - Mér skilst að þú viljir láta verkin tala, var það þannig í Grundarfirði? „Já, hérna finnst mér vanta frumkvæðið hjá fólkinu. Maður sér og les að það er verið að opna hér nýja skíðalyftu, bærinn borg- ar og síðan er bullandi tap á rekstrinum. Þegar ég kom til Grundarfjarðar þá var komið til mín og ég beðinn um að aðstoða við að útbúa drif á bíl og dráttar- vél fyrir skíðalyftu. Ég taldi alveg fráleitt að vera að einhverju fúski og sagði þeim að kaupa skíða- lyftu. Þeir töldu mig vera með stóra holu í höfðinu, en ég hafði samband við Bláfjallanefnd og fleiri og fékk upplýsingar um lyft- ur og síðan fékk ég tilboð í skíða- lyftu. Þá buðum við hrepps- nefndarmönnum, fulltrúum fyrir- tækja og skíðaáhugamönnm á fund og kynntum þetta. Eftir það pöntuðum við lyftuna. Þetta var ’83 og lyftan var orðin skuldlaus í fyrra og við áttum inni hlut íþróttasjóðs ríkisins. Hans fram- lag var ókomið og við áttum 200 þúsund í sjóði. Grundarfjörður er nú ekki með snjóþyngri stöð- um á landinu og sennilega stend- ur engin skíðalyfta á landinu jafn lágt miðað við sjávarmál. Maður rennir sér niður úr barnaskólan- um í lyftuna og fer þaðan upp í fjall. Skíðafélagið sem var stofn- að veitir skólanum afnot af lyft- unni fyrir ekki neitt og þegar snjór er þá er kennt á skíði í stað- inn fyrir leikfimi. Öll vinna og allt í kringum þetta er sjálfboða- vinna. Nú eru menn að spá í það að byggja hús og kaupa troðara. Þetta er enginn baggi á bæjar- félaginu, heldur alveg óskyldur rekstur. Ungmennafélagið var í andarslitrunum og til að lífga upp á íþróttalífið var það sameinað skíðadeildinni og jjannig náðum við að rífa það upp.“ - En hver eru þín helstu áhugamál? „Það eru félagsmál og einnig allt sem er forvitnilegt. Ég er haldinn þeirri áráttu að vera allt-. af að vesenast í öllu og gera eitthvað nýtt, breyta til.“ Og framkvæma hlutina eins og þið gerðuð í Grundarfirði? „Já, ekki bara tala, ekki sitja eins og gömul kona eða karl í heitum potti og kvarta yfir því hvað allt sé ómögulegt. Það á að gera hlutina og segja sína mein- ingu, vera hreinskilinn.“ - Að lokum Einar, líturðu björtum augum á starf þitt hjá ístess? „Já, ég geri það. Þetta eru ung- ir og áhugasamir menn sem standa í þessu. Verksmiðjan er risin og búið að koma helstu tækjum fyrir og það er áætlað að prufukeyra vélarnar 7. janúar. Það er harðnandi samkeppni í framleiðslu og sölu á fiskifóðri en við ætlum að standa okkur.“ - Takk fyrir spjallið og gangi þér vel. „Þakka þér fyrir.“ SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.