Dagur - 02.12.1986, Page 3

Dagur - 02.12.1986, Page 3
38E-1 -íadmsesíb .ÍI - fíUOAO ~ S: 2. desember 1986 - DAGUR - 3 Ahyggjur vegna erfiðrar stöðu bænda Fyrir skömmu var haldinn fundur stjórnar og deildar- stjóra félagsdeilda Kaupfélags Húnvetninga og var málefni fundarins staða bænda og þeir erfiðleikar sem að þeim steðja. í ályktun sem gerð var á fund- inum segir meðal annars að þessi mál séu það brýn að þau þoli ekki að týnast í orðaflaumi Sjálfsbjörg: Vantar hækjur Frá Sjálfsbjörg hafa borist þau tíðindi að þar vantar hækjur. I þessari tíð er mikil þörf fyrir þessi hjálpartæki og kemur þessi skortur sér afar illa fyrir þá sem þurfa á hækjum að halda. Því er þeim tilmælum beint til fólks sem hefur fengið afnot af hækjum og er búið að nota þær, að koma þeim til skila. Hér er að sjálfsögðu ekki átt við fólk sem þarf að nota hækj- urnar, en ef einhverjir eru með hækjur liggjandi hjá sér þá eru þeir vinsamlegast beðnir um að skila þeim því margir þurfa sár- lega á þeim að halda. SS Námskeið í skíðagöngu Skíðaráð Akureyrar er nú að hleypa af stokkunum nám- skeiði í skíðagöngu og fer það fram í Kjarnaskógi. Námskeiðið hefst nk. fimmtu- dag. Kl. 17.30 er tími fyrir börn og unglinga, en fyrir fullorðna kl. 20.30. Kennari á námskeiðinu sem er öllum opið er skíða- göngumaðurinn Ingþór Eiríks- son. þingmanna eða á skrifborðum embættismanna. Ályktun fundarins fer hér á eftir. Fundur stjórnar og deildar- stjóra félagsdeilda K.H. haldinn á Blönduósi 27. nóvember 1986 ályktar eftirfarandi: „Fundurinn lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri erfiðu stöðu sem bændur eru nú í, vegna samdráttar í búvöru- framleiðslu og þeirra áhrifa sem úthlutun fullvirðisréttar á næsta verðlagsári hefur, einkum í sauð- fjárrækt. Þetta mun hafa það alvarlegar afleiðingar að illa verður undir risið, og veldur það mikilli byggðaröskun, bæði atvinnulegri og félagslegri, að öll- um sem um það vilja hugsa hrýs hugur við. Virðist skerðingin bitna einna verst á ungum bænd- um sem hafa verið að koma sér upp bústofni. Þeir erfiðleikar sem fækkun bænda hefur í för með sér mun hafa víðtæk og djúpstæð áhrif á afkomu fjölda fólks um landið allt. Þá bendir fundurinn á að það er skylda þjóðarinnar að ganga vel um landið, og telur að blóm- leg byggð í sveitum sé einn mikil- vægasti hlekkurinn í þeim efnum. Mál þau sem hér er fjallað um eru það brýn, að þau þola ekki að týnast í orðaflaumi þingmanna eða á skrifborðum embættis- manna. Fundurinn krefst þess að nú þegar verði brugðist við á raunhæfan hátt að leysa vanda- mál dreifbýlisins." Að lokum nokkur atriði sem fundurinn telur að stjórnvöld verði að hafa í huga við lausn þessara mála. 1. Marka þarf langtímastefnu í landbúnaðarmálum, hvað varðar byggð, framleiðslu og hlutverk landbúnaðar í þjóðfélaginu. 2. Bændur þurfa aðlögunar- tíma. Nýbúgreinar og önnur Byggingavörudeild KEA: Timburvinnslan flutt út á Lónsbakka Á undanförnum 2-3 vikum hefur verið unnið að því að flytja starfsemi Timburvinnslu KEA úr gamla húsnæðinu á Óseyri í hið nýja húsnæði sem keypt var af BTB úti á Lóns- bakka. Timburvinnslan heyrir undir Byggingavörudeild KEA og að sögn Mikaels Jóhannessonar deildarstjóra mun þetta gjör- breyta allri aðstöðu og þá um leið skila sér í aukinni og enn betri þjónustu. Auk þess að sinna allri hefðbundinni vinnslu á timbri svo sem sögun, býr nú timburvinnsl- an yfir tækjum til framleiðslu á bitum og stoðum úr límtré. Sá búnaður var keyptur af BTB. Að sögn Mikaels verður starfs- mönnum timburvinnslunnar fjölg- að og vantar nú verkamenn til starfa þar ytra. ET Sportveiði- blaðið komið út Sportveiðiblaðið, 2. tbl. 5. árgangs, er komið út, stútfullt af efni eins og venjulega. Af efni blaðsins má nefna haustspjall ritstjórans Gunnars Bender, viðtal við eina byssu- smiðinn á íslandi, viðtal við veiði- manninn Gunnar Ragnars for- stjóra Slippstöðvarinnar á Akur- eyri, birtur er kafli úr væntanlegri bók um Grímsá, grein um Fjarð- starfsemi í sveitum þarf töluverð- an tíma til þess að byggjast upp, ekki þýðir að leggja í atvinnu- byltingu með einhverju offorsi. Má í því sambandi benda á ýmsa erfiðleika sem komið hafa upp í sambandi við refarækt. 3. Þéttbýlisstaðirnir vítt og breitt um landið sem byggja á þjónustu við sveitirnar og úrvinnslu landbúnaðarvara, þurfa aðlögunartíma til þess að byggja upp aðra atvinnuvegi. 4. Auka þarf og bæta úrvinnslu innlendra landbúnaðarvara. Svo mörg voru þau orð. Nokk- ur hiti er í mönnum varðandi málefni bænda og á fimmtudag- inn verður haldinn fundur á Blönduósi með fulltrúum stéttar- sambandsins og landbúnaðar- ráðuneytisins og á föstudag verð- ur svo bændafundur í Ásbyrgi á Laugarbakka og þangað hafa verið boðaðir allir þingmenn Norðurlands vestra. Búist er við hitafundum á báðum stöðum enda tilefnið ærið að margra mati. G.Kr. Hestaeigendur Akureyri Vegna óvenjumikilla snjóa hafa öll hross í högum félagsins ásamt hrossum sem gengið hafa í fjallinu og komin voru niður í bæ, verið tekin og sett í tamn- ingagerðið í Breiðholti þar sem þau bíða þess að verða sótt. Hestaeigendur eru beðnir að taka þau STRAX. Hestamannafélagið Léttir. Hvað Heldurðu að sé að gerast á Sólstofu Dúfu? Veit það ekki. Flott jólatilboð í desember. En gaman, við skulum hringja í síma 23717 og kanna málið. SÓLSTOFA DúFU KOTARGERÐI2 ará í Ólafsfirði, grein um rjúpur og rjúpnaveiði, fyrsti laxinn eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttir, birtar eru lokatölur um veiði í 110 veiðiám og vötnum í sumar, viðtal við Albert í Veiðimannin- um, grein um sjóbirtingsveiði, grein um dorgveiði og áfram mætti telja. Blaðið er 88 síður að stærð og fjöldi síðna skreyttur glæsilegum litmyndum. Auglýsing um innlausn happdrættisskuldabréfa nkissjóðs I. flokkur 1976 Hinn 1. desember nk. hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs í I. flokki 1976, (litur: bleikur). Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.000,00, nú kr. 20,00, verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á lánskjaravísitölu frá útgáfudegi á árinu 1976 til gjalddaga í ár. Innlausnarverð hvers skuldabréfs í greindum flokki er kr. 715,40 Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á, að bréfin eru eingöngu innlevst í afgreiðslu Seðlabanka íslands. Hafnarstræti 10. Revkiavík. Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar lánskjaravísitölu Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 30. nóvember 1986. Reykjavík, nóvember 1986 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.