Dagur - 02.12.1986, Page 5

Dagur - 02.12.1986, Page 5
2.4tesemker„l9L86,- DAGUB,- S JDækuc. A a Brewster Place - eftir Gloriu Naylor Komin er út í íslenskri þýðingu bókin Konurnar á Brewster Place, sem er eftir unga banda- ríska konu, Gloriu Naylor. Þetta er fyrsta bók höfundar en hefur hlotið verðskuldaða athygli. Brewster Place er gata í fátækrahverfi stórborgarinnar, blindgata í heimi fárra valkosta og endalausra vonbrigða. í bók- inni segir frá sjö konum sem bor- ist hafa inn í þessa blindgötu, hver með sínum hætti. - Uppruni þeirra er ólíkur, hver og ein á sína sögu, þær eru ungar og gamlar, harðar og viðkvæmar, en allar eiga þær sér drauma, og þær standa saman gegn fjandsamlegu umhverfi og gegn þeirri grimmd sem örbirgð og vonleysi ala af sér. Gloria Naylor hefur hér náð að skapa ljóðræna og um leið afar trúverðuga og ógnvekjandi lýs- ingu á niðurlægingu, ofbeldi, hugrekki og þolgæði. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Hjörtur Pálsson þýddi. Róð- hestur á heimilinu - eftir Ole Lund Kirkegaard Út er komin ný barnabók eftir hinn sívinsæla danska höfund Ole Lund Kirkegaard, höfund bókanna óborganlegu um Gúmmí-Tarsan, Fúsa froska- gleypi, Kalla kúluhatt og marga aðra. Nýja bókin nefnist Flóðhestur á heimilinu og í henni segir frá viðbrögðum fjölskyldu sem verð- ur fyrir þeiiri óvæntu reynslu að finna flóðhest á beit í garðinum sínum. Pá segir líka frá forvitn- um nágrönnum og fleira fólki og nýtur frábær kímnigáfa höfundar sín hér til fulls. Bókin er jafnframt skreytt gamansömum myndum eftir höf- undinn sjálfan. Þetta er tíunda bók hans sem þýdd hefur verið á íslensku, en bækur hans hafa ver- ið þýddar á fjölmörg tungumál og margar þeirra kvikmyndaðar. Þórunn Skúladóttir þýddi. Bókin er prentuð í Danmörku. IÐIINN Tilkynning frá Fiskveiðasjóði íslands Umsóknir um lán á árinu 1987 og endurnýjun eldri umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði islands á árinu 1987 hefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði. Engin lán verða veitt til byggingarframkvæmda nema hugsanleg viðbótarlán vegna bygginga, sem áður hafa verið veitt lánsloforð til, eða um sé að ræða sérstakar aðstæður að mati sjóðsstjórnar. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 2. Vegna endurbóta á fiskiskipum. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 3. Vegna nýsmiði og innflutnings á fiskiskipum. Hugsanlega verða einhver lán veitt til nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum, þó eingöngu ef skip með sambærilega aflamöguleika er úrelt, selt úr landi eða strikað út af skipaskrá af öðrum ástæðum. Hámarkslán er 65% vegna nýsmíði innanlands, en 60% vegna nýsmíði erlendis eða innflutnings. Engin lán verða veitt vegna nýsmíði eða innflutnings báta undir 10 rúmlestum. 4. Endurnýjun umsókna. Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endurnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til. 5. Hækkun lánsloforða. Mikilvægt er að lánsumsóknir séu nákvæmar og verk tæmandi talin. Sérstök athygli er vakin á því að lánsloforð verða ekki hækkuð vegna viðbótarframkvæmda, nema Ijóst sé að umsækj- andi hafi ekki getað séð hækkunina fyrir og hækkunin hafi verið samþykkt af sjóðnum áður en viðbótarframkvæmdir hófust. 6. Umsóknarfrestur. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1987. 7. Almennt. Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1987 nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík, 28. nóvember 1987. Fiskveiðasjóður íslands Sfatöúttt SjdííiMn ATU Kjallarinn opinn á ný virka daga /^,n- frá kl. 18.00-01.00. Um helgar frá kl. 12.00-14.30 og kl. 18.00-03.00. Elvis sýning 4., 5., 6., og 7. desember ásamt einni bestu danshljómsveit Evrópu um þessar mundir sem heitir Desoto. Hljómsveit Ingimars Eydal verður einnig á staðnum. Þrí-réttaður kvöldverður og skemmtun kr. 1.950.- Skemmtun án matar kr. 600.- Rúllugjald eftir skemmtun kr. 400.- Matseðill: Koníaksbætt kjörsveppasúpa. Gljáður svínahamborgarhryggur meö sykurbrúnuðum kartöflum og fylltri tómatkörfu með rauðkáli. Marineraðir ávextir í líkjör með vanillukremi. MÆ Ja þ — Bættur — Betri _ 3 Það var aldeilis fjör á Elvissýningunni um síðustu helgi. Ekki verður fjörið minna um næstu helgi. lHboð - Tilboð SÍMI (96) 21400 Rúllukragabolir. 8 litir Yerð aðeins kr. 190.- Vorum að taka upp falleg rúmteppi. Einnig eru ódýru munstruðu Acryl teppin komin aftur. Munið afsláttinn til félagsmanna.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.