Dagur - 02.12.1986, Síða 8

Dagur - 02.12.1986, Síða 8
8 - DAGUR - 2. desember 1986 Undanfarna daga hefur farið fram laufabrauðsgerð á vegum kvenfélagsins á 15 heimilum, 5-6 konur koma saman á hverju heimili til að vinna við laufa- brauðsgerðina og alls hafa verið búnar til um 1700 laufabrauðs- kökur sem þær ætla að selja kl. 14.00 á laugardaginn. Fyrir hvert laufabrauðspartí búa konurnar til deigið heima eftir sam- ræmdri uppskrift sem við skulum láta fylgja hér með: 1 kg hveili 30 g sykur 70 g smjörlíki 1 tsk. lyftiduft lá tsk. sall 6 dl mjólk. Úr þrem slíkum:uppskriftum fást 100-120 laufabrauðskökur en það er magnið sem búið er til af hverj- um hópi. Blaðamaður Dags fylgdist með laufabrauðsgerð kvenfélagskvenna á tveimur heimilum. Á fimmtu- dagskvöld ríkti sannkölluð jóla- stemmning heima hjá Þórhöllu Sig- urðardóttur, plata með jólalögum var komin á fóninn og í eldhúsinu voru Þórhalla, Lilja Skarphéðins- dóttir og Hrafnhildur Ragnarsdótt- ir. Sveifluðu þær kökukeflunum fimlega við að breiða út laufa- brauöskökurnar en síðan tóku Kristjana Stefánsdóttir og Jónína Hermannsdóttir við að skera út í þær. Jónína er ekki orðin félagi í kvenfélaginu ennþá en var mætt til að aðstoða við laufabrauðsgerðina. Erna Sigurðardóttir átti að sjá um steikinguna en meðan feitin var að hitna kont hún til að aðstoða við útskurðinn. Hún notaði gamla lagið, að brjóta kökurnar saman og skera þær listilega út með hníf en nú er orðið meira um að notuð séu þar til gerð hjól við útskurðinn. Konurnar voru sammála um að þeim fyndist laufabrauðsgerð fyrir kvénfélagið skemmtilegur siður, þetta væri eitt fyrsta verkið við jóla- undirbúninginn og laufa- brauðsgerðin kæmi þeim í sannkall- að jólaskap og hvetti þær til að hefjast handa við undirbúning jól- anna. f*ær sögðust flcstar einnig gera laufabrauð fyrir sín heimili, svona 70 til 100 kökur enda höfðu þær allar vanist laufabrauðsgerð á sínum uppvaxtarárum. Þær sögðust læra heilmikið hver af annarri við að vinna að þessu saman, auk þess sem þær kynntust betur og þetta væri skemmtilegt. En þær sögðust ekki fara eftir gömlu uppskriftinni af laufabrauði sem væri þannig að það ætti að vera svo ljóst og þunnt að hægt væri aö lesa Bibltuna í gegnum laufabrauðsköku. 1M Hjálpað til við skurðinn. Laufabrauðsgerðinni lokið, efri röð: Ki „Það hafa fáar ungar konur gengið í félagið að undan- förnu, þær eru uppteknar við allt mögulegt annað og finnst þær ekki hafa tíma til að starfa með okkur. Þær sem ekki þekkja til halda að það sé svo mikið starf að vera í kven- félagi, þetta er ekki alls kostar rétt og við vonum að við förum að fá fleiri ungar konur í hópinn,“ sagði Kristrún Karls- dóttir formaður Kvenfélags Húsavíkur. Kvenfélagið verð- ur 92ja ára í febrúar og nú eru félagskonur þess 96, Kristrún hefur starfað sem formaður félagsins í tæp fjögur ár. Kristrún er beðin að segja frá helstu verkefnum félagsins og þeim málum sem það hefur beitt sér fyrir. „Frá því fyrir aldamót hefur haldist sá skemmtilegi siður að félagið býður öllum börnum á barnaskólaaldri og yngri á jóla- trésskemmtun. Þetta er heilmikið fyrirtæki og það þarf að virkja hverja einustu félagskonu, sem á annað borð getur staðið á fótun- um, til að vinna að þessu verk- efni. Það hefur aukist geysilega á síðustu árum að fullorðnir komi með börnunum og kaupi sér kaffi, það er skemmtilegt en þýð- ir auðvitað aukna vinnu fyrir kvenfélagskonurnar. Það er gam- an þegar brottfluttir Húsvíkingar eru að rifja upp þennan Laufabrauðsgerð á yi Kvenfélags Húsavi sem illa stendur á hjá vegna sjúk- dóma. í fjölda ára höfum við búið til blóm úr kreppappír og selt þau á mæðradaginn. Við höfum ekki viljað taka upp þann sið að vera með einhver stöðluð merki eða lifandi bóm, heldur komum við saman og búum til mæðrablóm. Þeir peningar sem fyrir þau fást fara aldrei inn í félagið, heldur beint til einstæðra foreldra og við reynum að skipta þeim með eins mikilli sanngirni og við höfum vit til, þó ekki sé alltaf gott að vita hvar þörfin er brýnust. Á hverju sumri reynum við að fara í skemmtiferð með aldraða fólkið í bænum, það er eins og gamla fólkið bíði eftir þessari ógleymanlega atburð sem barna- ballið er í minningunni. Við erum með sjúkravinasjóð, ekknasjóður var á vegum kven- félagsins og verkalýðsfélagsins en með breyttum tryggingum breytt- ist þörfin fyrir hann og verðbólg- an fór illa með sjóðinn svo kven- félaginu var afhent það litla sem eftir var af honum. Við breyttum lögum og stofnuðum þennan sjúkravinasjóð. Til fjáröflunar fyrir hann höldum við kökubasar daginn fyrir pálmasunnudag. Þeir peningar sem inn koma eru ann- að hvort notaðir til að kaupa eitthvað smávegis handa sjúkl- ingum eða til að reyna að gera eitthvað vel fyrir fólk í bænum Katrín Eymundsdóttir: „Finnst laufa- brauðið ómissandf' Eitt laufabrauðspartíið var heima hjá Katrínu Eymunds- dóttur á laugardaginn, auk hennar unnu við laufabrauðs- gerðina Kristrún Karlsdóttir formaður félagsins, Helga Stefánsdóttir, Inga Þórisdóttir og Jónasína Pétursdóttir. Þær hömuðust við að steikja kökurnar af miklum myndarskap og laufabrauðið var bæði gott og fallegt. Katrín var ekki vön laufa- brauðsgerð þegar hún. flutti t Húsavíkur svo það er tilvalið a spyrja hvað henni finnist ur þennan sið. „Mér finnst þetta skemmtilegl þetta er fyrst og fremst fjáröfl un fyrir félagið, en konurna koma saman í litlum hópum o kynnast betur svo laufabrauð; gerðin hefur tvenns konar gild Eg hafði aldrei smakkað laufa brauð þegar ég kom til Húsavík ur, mér fannst það bráðvont o varð fyrir miklum vonbrigðum

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.