Dagur - 05.12.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 05.12.1986, Blaðsíða 3
5. desember 1986 - DAGUR - 3 texta Tilefni þessa pistils er svolítiö skondið. Ég sat í mestu mak- indum, snemma morguns, í mjúkum stól með flauelsáklæði. Ég lygndi aftur augum og hlust- aði með öðru eyranu á hinn upplífgandi menningarmiðil, Rás tvö. Skyndilega skellur á hljóðhimnum mínum lag eitt klént úr hófi fram og texti þaðan af verri. Hér er um að ræða lag sem hefur verið spilað við og við á þvagrásinni (eins og Emil vinur minn hefur nefnt hana, ásamt öðru enn klúrara nafni) og virst vekja stjórnendum ómælda ánægju. Nema þá að lagið sé spilað af einskærri ill- kvittni. Ég skal tíunda hörmung- ar lagsins í örfáum orðum. Lag- ið heitir Súpermann og er það eitt nóg til að fæla hvern mann frá hlustun. Það er sungið af Eiríki Haukssyni sem mér fannst einu sinni góður söngv- ari. Það var eftir að ég fór á tón- leika með Drýsli í Hrísey, stór- góða, og áður en Eiríkur heitinn tók þátt í „Gleðeþankens fin- ansskandal". Síðan hefur Eirík- ur nefnilega lagt sig niður við alls kyns iðnaðarmúsík og er í óða önn að feta í fótspor Björg- vins Halldórssonar. Þ.e. að lognast út af í steindauðu sír- ópsklisjupoppi. Viðlag tónsmíð- arinnar er þessi mikla speki: Þú ættir að taka þér frí frá störfum til að sinna þínum andlegu þörfum. Aldrei var Súpermann í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér fannst hann nefnilega svo vitlaus að vera að fela sig bak við gler- augu og grámósku hins dag- lega lífs í stað þess að lifa í dýrðarljóma frægðarinnar og safna að sér kvenfólki og aðdáendum. Eftir að ég heyrði textann skil ég veslings manninn. Hann vildi vera laus við svona karlrembukjaftæði og illa orta texta um sjálfan sig við og við. Svo var það þetta með börnin. í textanum er íað að barnleysi Súpermanns og skorti hans á ferðum niður að tjörn. (Sú tjörn hlýtur að vera Reykjavíkurtjörn því önnurtjörn og önnur borg virðast ekki vera til í dægurlagaheiminum í dag). Ég man ekki betur en Súper- mann hafi komið frá annarri stjörnu, Krypton, og borið með sér allt aðra eiginleika en þekkt- ust hér á jörðu. Þess vegna tek ég upp hanskann fyrir Súper- mann og lýsi því yfir að þetta veslings fyrirbæri geti alls ekki eignast börn með jarðneskum fegurðardísum. Annars finnst mér það greinilegt af allri þess- ari „rýni“ minni í textann að höfundur hafi lesið Súpermann með sömu aðferð og börnin. Það er að segja skoðað mynd- irnar og sleppt því erfiða að lesa textann. Nú hef ég fengið útrás fyrir gremju mína. ( hnotskurn er það sem ég hef sagt þetta: Texti Súpermanns er mesta kjaftæði sem ég hef heyrt að undanskildum textan- um um götustelpuna sem var vinsæll fyrir skömmu. (Einnig verð ég að undanskilja allt sem Hannes Hólmst. Gissurarson hefur látið út úr sér). Það sem mig langar svo mik- ið til að heyra eru textar sem snerta mann á einhvern hátt öðruvísi en að fara í taugarnar á manni sem kjaftæði. Ljóðrænt flipp eins og Tengja með Skrið- jöklunum, kjarngóðir textar Kristjáns frá Djúpalæk, bein- skeytt og oft rómantísk ádeila Bubba Morthens, rómantísk og oft beinskeytt ádeila Spilverks- ins, hrátt og súrrealískt háð Kuklsins og margt fleira mætti telja upp. Ég ætla að vona að einhver rísi nú gegn mér og skrifi harð- orða gagnrýni á mig í lesenda- bréfsformi. Nú eða lofi mig í hástert fyrir framtakið. Allt fyrir hressilega umræðu. Frænka mín biður að heilsa stopp. Allt gott að frétta stopp. Sei sei sei sei stopp. JoækuL ASTIN , ÁTÍMUM KÖLERUNNAR GABRÍEL GARCÍA MARQUBZ Ástin á tímum kólemnnar Út er komin hjá Máli og menn- ingu ný skáldsaga eftir kólumb- íska Nóbelsverðlaunahafann Gabríel García Marquez, og nefnist hún Ástin á tímum kóler- unnar. Guðbergur Bergsson rit- höfundur þýðir verkið. Sagan gerist í litskrúðugri hafnarborg við Karíbahafið undir lok síðustu aldar og á fyrstu ára- tugum þessarar. Hún er í raun ástarsaga: í miðju sögunnar er Florentínó Aríza, maður sem bíður elskunnar sinnar í hálfa öld, svo gagntekinn verður hann á unga aldri af hinni ómótstæði- legu Fermínu Daza. Og meðan lesandinn bíður með honum, sífellt spenntari og vondaufari í senn, skemmtir Marquez honum með ótal frásögnum - uns niður- staða fæst í ferð með Karibíska fljótasiglingafélaginu eftir hinu mikla Magdalenufljóti. Ástin á tímum kólcrunnar kom fyrst út á spænsku í desember 1985, og hefur bókin hlotið afbragðsviðtökur. íslenska útgáf- an er 306 blaðsíður að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Robert Guillemette gerði kápu. Ljóðaklúbbur Almenna Bókafélagsins: Ljóðmæli Ljóðaklúbbur Almenna bóka- lelagsins var stofnaður í júní- mánuði 1985 í því skyni að vinna að eflingu íslenskrar Ijóðlistar og auknum áhuga á Ijóðlist meðal landsmanna. Hann helgar sig eingöngu útgáfu efnis sem tengt er Ijóðiist, þ.e. Ijóðabóka og bóka um ljóðlist svo og upp- lesturs á Ijóðum og þá einkum skáldanna sjálfra. Klúbburinn vandar bækur sínar að útliti og frágangi eins og kostur er og selur þær félögum sínum við eins vægu verði og framast er unnt. Félagsmaður Ijóðaklúbbsins getur hver sá orðið sem þess óskar. börn jafnt sem fullorðnir, og engin bókakaupskylda fylgir aðild að klúbbnum. Bækur ljóðaklúbbsins verða að einhverju marki fáanlegar á almennum markaði og þá á all- miklu hærra verði en klúbbfélag- ar þurfa að greiða fyrir þær. A síðasta ári sendi Ijóðaklúbb- urinn frá sér 2 bækur, Hólm- gönguljód eftir Matthías Johann- essen. 2. útgáfu mjög mikið breytta frá fyrri útgáfu, og Ákvörðunarstadur myrkrid, nýja bók eftir Jóhann Hjálmarsson. Og nú hefur hann sent félögum sínum heildarútgáfu á ljóðum Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds í útgáfu og umsjá Matthíasar Viðars Sæmundssonar lektors. Er sú bók 414 bls. að stærð - öll Ijóð Kristjáns Fjallaskálds sem varðveist hafa, en útgefandinn Matthías Viðar ritar ítarlegan inngang um hið ástsæla og ein- kennilega Fjallaskáld, líf þess og skáldskap. Allar þessar bækur ljóða- klúbbsins koma innan skamnts á almennan markað og kosta þar þriðjungi meira en klúbbfélagar fá þær á. FYRIRTÆKI! EINSTAKLINGAR! JÓLATILBOÐ í DPQFMRFR uconviDcn HRINGDU OG LEITAÐU UPPL ÝSINGA ÞAÐ BORGAR SIG SÍMI 24838 ÖRN BÍLALEIGA GEGNT LINDU

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.