Dagur - 05.12.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 05.12.1986, Blaðsíða 11
ðy<siesei3hbe^ii98ð - ÖÁGU& - í < Aðventukvöld í Akureyrarkirkju Sunnudagskvöldið 7. desember verður aðventukvöld í Akureyr- arkirkju og hefst það kl. 20.30. Margir munu að vanda taka þátt í kvöldvökunni en ræðumaður kvöldsins verður séra Cecil Har- aldsson, forstöðumaður öldrun- arþjónustunnar á Akureyri. Kennarar úr Tónlistarskólanum, Angela Duncan, Lilja Hjalta- dóttir og Björn Steinar Sólbergs- son leika í upphafi Triosónötu í g-dúr eftir J. S. Bach. Þá mun Þórey Aðalsteinsdóttir lesa trú- arljóð eftir Kristján frá Djúpa- læk. Auk almenns söngs mun Kirkjukór Akureyrarkirkju syngja aðventu- og jólalög undir stjórn Björns Steinars Sólbergs- sonar, organista, og einnig mun Blásarasveit Tónlistarskólans er að undirbúa ferð á alþjóð- legt mót í Hamar í Noregi. Sveitin mun einnig fara til Svíþjóðar og Finnlands og heimsækja vinabæi Akureyr- ar. Þetta verður mikið ferðalag og væntanlega góð og glæsileg kynning á Akureyri, landi og þjóð. Menningarsamtök Norð- lendinga hafa boðið blásara- sveitinni að taka þátt í sölu jólakorta sem félagið gefur úi, í því skyni að sveitinni megi takast að safna einhverju upp í ferðina. Kór Gagnfræðaskóla Akureyrar syngja nokkur lög undir stjórn Ingimars Eydal. Kvöldvökunni lýkur með helgileik og Ijósahá- tíð, í umsjá Æskulýðsfélags Akur- eyrarkirkju. Aðventukvöldin í Akureyrar- kirkju hafa jafnan verið vel sótt og er þess vænst að svo verði einnig nú. Markmiðið er að búa hugina undir komu hinnar helgu hátíðar og minna á að þann þátt má síst vanrækja í jólaundirbún- ingnum. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og hverjum er ætlað eitt kerti sem hann kveikir á í kirkjunni og tekur síð- an heim með sér sem tákn þess ljóss sem er að koma í heiminn og á að lýsa honum alla daga. Meðlimir blásarasveitarinnar munu ganga í hús um helgina og fram eftir næstu viku og bjóða kortin til sölu, fimm í pakka. Hér er um að ræða kort sem MENOR gefur út til kynningar á myndlist á Norðurlandi og myndir eftir fjóra norðlenska listamenn prýða kortin. Að sögn Hauks Ágústs- sonar, formanns MENOR,. eru kortin þess eðlis að þau má nota við ýmis fleiri tækifæri og vonast hann til að unnt verði að selja þá þúsund pakka sem til eru af kort- unum svo blásarasveitinni geti áskotnast aurar fyrir ferðina. SS Aðventukvöld í Svalbarðskirkju Aðventukvöld verður haldið í ,Svalbarðskirkju sunnudaginn 7. desember kl. 21.00 Kristinn G. Jóhannsson, list- málari, flytur hugvekju, börn sýna helgileik og ungt fólk sýnir „Sveig á aðventu“ eftir Hjört Pálsson. Kirkjukórinn rnun syngja nokkur lög undir stjórn Guðmundar Jóhannssonar. Sóknarpresturinn, séra Bolli Gústavsson, mun flytja nokkur lokaorð og stjórna samkomunni. Það verður mikið um að vera í íþróttum um helgina. í kvöld kl. 20 leika Tindastóll og ÍS í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik á Sauðárkróki. KA og Þróttur leika í kvöld í 1. deild íslands- mótsins í blaki, bæði í karla- og kvennaflokki. Leikið verður í íþróttahúsi Glerárskóla og hefst karlaleikurinn kl. 20.15 og kvennaleikurinn strax á eftir. ÍH og Völsungur leika í kvöld kl. 21.15 í 3. deild íslandsmótsins í handknattleik og fer leikurinn fram í Hafnarfirði. Á morgun laugardag leika Þór og ÍS í 1. deildinni í körfuknatt- leik. Leikurinn fer fram í íþrótta- höllinni á Akureyri og hefst kl. 13.30. Karlalið KA í blaki mætir Fram í íþróttahúsi Glerárskóla á morgun kl. 14.30 og að honum loknum leika KA og UBK í 1. deild kvenna. Haukar og KA leika á morgun kl. 14 í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik og verður leikið í Hafnarfirði. UFHÖ og Völsungur leika í Hveragerði kl. 14 í 3. deildinni í handbolta. Á Húnavöllum leika USAH og Reynir í 2. deildinni í körfuknattleik kl. 14. Loks má geta þess að Lauga- mótið í innanhússknattspyrnu fer fram á Laugum í Reykjadal á morgun og sunnudag. Hvenær byrjaðir þú Jjf* -____UXreB0AR •_ Jólakort MENOR: Blásarasveitin styrkt Klassískir verð frá kr. 4.970,00 Country verð frá kr. 7.980,00 12 strengja svartir verð frá kr. 9.695,00 Töskur og pokar í urvali. m HMBÚÐIN •UNNUHLfÐ S 96-22111 Norðurlandsdeild eystri! Hjúkrunar- fræðingar Jólafundur verður haldinn í Zontahúsi, Aðal- stræti 54, mánud. 8. des. kl. 20.30. Jólastemmning. Glögg, kaffi og smákökur. Hafið með ykkur jólapakka. Stjórnin. Viðsláptavinir athugið Vöruafgreiðsla Flugleiða hf., Akureyrarflugvelli verður opin á laugardögum til jóla kl. 9.00-17.00. FLUGLEIÐIR Félagsmála- námskeið Námskeið í ræðumennsku, fundarsköpum og fé- lagsstörfum verður haldið á Húsavík 7., 9., 11. og 14. des., kennt er í tvær klukkustundir hvert kvöld. Þátttökugjald kr. 500 - Ungt fólk er hvatt til að mæta. Nánari upplýsingar í síma 41510 og 41585. Skráðu þig snöggvast. Framsóknarfélögin í Húsavík. Fjölskylduskemmtun og jólakaffiborð á Hótel KEA sunnudaginn 7. desember frá kl. 15.00-18.00. Glæsilegt kaffíhlaðborð. Fyrir utan stríðstertur og hnallþórur verða á borðum frönsk smjördeigshorn, fyllt- ir vatnsdeigsbollar ásamt ýmsu öðru góðgæti. Tískusýning frá Vöruhúsi KEA sem sýnir dömu-, herra- og barna- fatnað. Jólaplöturnar frá Hljómdeild KEA verða leiknar. Allir gestir fá snyrtivörusýnishorn frá Snvrtivörudeild KEA. Ath! Kynning á mokkafatn- aði frá Iðnaðardeild SÍS og ekki verður börnun- um gleymt. Teikni- myndir verða í vídeóinu og þau fá pylsur frá Kjötiðnaðarstöðinni og jóladrykkinn í ár frá Sanitas. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.