Dagur - 05.12.1986, Blaðsíða 13

Dagur - 05.12.1986, Blaðsíða 13
5.' desémber ‘Í986 - DAGUR - 13 _/'/? róttiL_____________________________________ íslandsmótið í handknattleik 1. deild: Stjaman sigraði KA í köflóttum leik „Þetta var hörmung. Byrjunin eins og venjulega og hún kom manni ekkert á óvart. Við gát- um ekki nýtt okkur að vera einum og tveimur mönnum fleiri í síðari hálfleik og var það vendipunkturinn í leiknum. Það má einnig kenna reynslu- leysi og taugaveiklun um hvernig fór. Um dómagæsluna vil ég ekkert segja,“ sagði Þor- leifur Ananíasson liðsstjóri KA eftir Ieikinn við Stjörnuna í gærkvöld í 1. deild Islands- mótsins í handknattleik. Leiknum sem fram fór á Akur- eyri lauk með öruggum sigri Stjörnunnar 27:22. Leikurinn var vægast sagt ein- kennilegur og mjög köflóttur. Stjarnan skoraði fyrsta markið en Guðmundur jafnaði fyrir KA. Stjörnumenn skoruðu fimm næstu mörk og breyttu stöðunni í 6:1 eftir 10 mín. Þá misnotaði Pétur víti fyrir KA. Guðmundur bætti við öðru marki fyrir KA á 15. mín. Stjarnan skoraði næstu þrjti mörk og staðan eftir 19. mín. var orðin 9:2. KA-menn skoruðu næstu fjögur mörk og breyttu stöðunni í 6:9 og þar af gerði Eggert tvö mörk úr vítum og átti hann eftir að reynast KA drjúgur í vítaköstum það sem eft- ir lifði leiksins. Stjarnan skorar sitt 10. mark en Eggert bætir við enn einu markinu úr vítakasti. Það voru síðan Stjörnumenn sem Staðan 1. deild Úrslit leikja í gærkvöld og staöan í 1. deild íslandsmóts- ins í handknattleik er þessi: KA-Stjarnan 22:27 Valur-Ármann 22:17 Víkingur-FH 21:21 UBK 6 5-1-0 137:122 11 Víkingur 7 5-1-1 160:147 11 FH 7 4-1-2 177:152 9 Fram 6 4-0-2 142:118 8 Valur 7 4-0-3 178:160 8 KA 7 3-1-3 157:169 7 Stjarnan 5 3-0-2 132:127 6 KR 7 2-0-5 133:156 4 Haukar 7 1-0-6 147:184 2 Ármann 7 0-0-7 143:171 0 skoruðu þrjú síðustu mörkin í hálfleiknum og staðan þá orðin 13:7 þeim í hag. KA-menn hófu síðari hálfleik- inn með miklum látum, skoruðu fimm fyrstu mörkin og breyttu stöðunni í 12:13 á fyrstu 8 mín. Þeir áttu alla möguleika á því að jafna leikinn á næstu mínútum þá tveimur fleiri en á einhvern óskiljanlegan hátt klúðruðu þeir hverju færinu af öðru, bæði tveimur og einum manni fleiri. Það nýttu Stjörnumenn sér til hins ýtrasta og skoruðu þess í stað þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 16:13. Á þessum tíma fóru möguleikar KA á sigri, sem þó voru mjög góðir, í vaskinn. Um miðjan hálfleikinn var stað- an 19:13. KA-menn reyndu að klóra í bakkann síðustu mínút- urnar en munurinn var orðin of mikill og úrslitin eins og áður sagði 27:22 fyrir Stjörnuna. Stjörnumenn tóku Jón Krist- jánsson úr umferð langtímum saman og setti það hann alveg út af laginu og skoraði hann ekki mark í leiknum, þrátt fyrir marg- ar tilraunir. Friðjón komst ekki á blað í fyrri hálfleik og Pétur gerði þá eitt mark. Skástir í liðinu að þessu sinni voru Guðmundur Guðmundsson og Eggert Tryggvason sem skoraði 9 mörk, öll úr vítum. KA-menn tóku tvo menn úr umferð lengst af, oftast þá Hann- es Leifsson og Gylfa Birgisson og gaf það ágæta raun. Bestir í liði Stjörnunnar voru þeir Sigmar Þröstur markvörður, Sigurjón Guðmundsson og gamla kempan Páll Björgvinsson þjálfari var drjúgur. Mörk KA: Eggert Tryggvason 9 (9), Friðjón Jónsson 4, Guð- mundur Guðmundsson 3. Pétur Bjarnason 3, Axel Björnsson 2 og Hafþór Heimisson 1. Mörk Stjörnunnar: Hannes Leifsson 7 (3), Sigurjón Guð- mundsson 5, Gylfi Birgisson 4, Páll Björgvinsson 4, Einar Ein- arsson 3, Skúli Gunnsteinsson 2, Hafsteinn Bragason 1 og Sigmar Þröstur markvörður 1 en hann greip boltann frá Friðjóni og sendi hann yfir völlinn og í mark- ið hinum megin. Dómarar voru þeir Hákon Sig- urgeirsson og Guðjón Sigurðsson og voru þeir slakir. KA-menn voru reknir útaf í 16 mín. og Stjörnumenn einnig í 16 mín. Sigmar Þröstur Óskarsson varði vel fyrir Stjörnuna í gær og skoraði sjálfur eitt mark. Hér ver hann frá Pétri Bjarnasyni. Mynd rþb Þingeymgar Verðum á Húsavík og í Mývatnssveit með samkom- ur í samvinnu við heimamenn. í félagsheimilinu á Húsavík: Föstudagskvöld kl. 23.00. í Skjólbrekku: Laugardagskvöld kl. 21.30. MENOR - Menningarsamtök Norðlendinga. it Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU DAVÍÐSDÓTTUR, frá Rifkelsstöðum. Guð blessi ykkur öll. Halldór Garðarsson, Unnur Finnsdóttir, Hörður Garðarsson, Rósfríð Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Restaurant Laut Opið frá kl. 12.00 laugardag Hiaðborðið okkar svignar undan tertum og ýmsu góðgæti. Rjúkandi heitt kakó og kaffi. Komdu inn úr kuldanum og borðaðu eins og þig lystir fyrir aðeins kr. 150- Heitt jólaglögg og piparkökur kr. 95- 4" ^Ath. inngangur frá göngugötunni (Hótel Akureyri)^ Restaurant Laut sími 22525 Vistheimilið Solborg 100% staða laus strax. Vaktavinna. Lausar stöður á deildum frá janúar 1987. Tvær 100% stöður. 80% staða. 40% staða. 60% staða næturvaktar. Upplýsingar í síma 21755. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Laus er til umsóknar staða Afgreiðslugjaldkera á Röntgendeild Starfið veitist frá 1. janúar 1987. Nánari upplýsingar veitir yfirröntgentæknir, Jón- ína Þorsteinsdóttir. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrifstofustjóra sjúkrahússins Vigni Sveinssyni, fyrir 20. desember nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Tungu, Svalbarðs- strönd, þingl. eigandi Haukur Laxdal, fer fram á eign- inni sjálfri þriðjud. 9. des. ’86 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Búnaöarbanki íslands, Sveinn H. Valdimarsson hrl., Guðríður Guðmundsdóttir hdl., Árni Pálsson hdl., Innheimtumaður ríkissjóðs. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Klöpp (loðdýraræktar- bú ásamt 7200 mz leigulóðarréttindum), Svalbarðs- strönd, þingl. eigandi Úlfar Arason, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 9. des. ’86 ki. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Brunabótafélag íslands, Byggðastofnun, Árni Pálsson hdl. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Nauðungaruppboð á fasteigninni Geldingsá, Svalbarðsströnd, þingl. eig- andi Sigfús Árelíusson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud, 9. des. ’86 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Búnaðarbanki íslands, Sam- vinnubanki íslands. Sýslumaður Þingeyjarsýslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.