Dagur - 05.12.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 05.12.1986, Blaðsíða 10
10 =■ PAQUfil =- &5í3lps@mbQf'tl!986 Halló krakkar Sennkomajólin Jólasveinarnir eru lagðir af stað ofan úr fjöllum. Á sunnudaginn, 7. des- ember, kl. 3 e.h. koma þeir til byggða. Ef veður leyfir getið þið heyrt þá og séð á svölum Vöruhúss KEA, Hafnarstræti 93. Þá verða þeir örugglega komnir í besta jólaskap og raula fyrir okkur nokkrar vísur. Kaupfélag Eyfirðinga Laufabrauðssala hjá Sinawik Á laugardaginn munu Sina- wikkonur selja laufabrauð í göngugötunni. Þær hafa að undanförnu þrælað við út- skurð og steikingu og er árang- urinn nú að líta dagsins Ijós. Sem kunnugt er eru þetta kon- ur Kiwanismanna og í Sinawik- klúbbnum er 21 kona. Eins og karlarnir vinna kon- urnar í þágu líknarmála og að sögn einnar konunnar styðja þær líka menn sína dyggilega í þeirra málum. En nú gefst fólki kostur á að bíta í brakandi laufabrauð Húsavíkurkirkja: Aðventustund á sunnudag Aðventustund verður haldin í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 7. des. kl. 17.00. Barnakór mun syngja undir stjórn Hólmfríðar Benedikts- dóttur op Húsavíkurkórinn undir stjórn Ulriks Ólasonar, einnig munu sunnudagaskólabörn syngja og auk kórsöngs verður almennur söngur. Nemendur Tónlistarskólans leika á hljóðfæri og sr. Sighvatur Karlsson flytur ávarp. Sigurður Hallmarsson skóla- stjóri flytur hugvekju. IM ábokumrmum Bafád i ar TiíBoðið stenáur tiíjófáá ouu éixujs- svceðinu. Sinawikkvenna og eru bæjarbúar hvattir til að taka þeim vel á laug- ardaginn. SS Opið hús hjá Hjálparsveit skáta Hjálparsveit skáta á Akureyri er 15 ára á þessu ári. Af því tilefni gaf sveitin út afmælisblað sem út kom fyrir skömmu, og var borið í öll hús á Akureyri. En til þess að almenningur geti kynnst starfi og útbúnaði sveitarinnar, verður sveitin með opið hús í Lundi, húsi sveitarinnar við Skógarlund næsta sunnudag milli kl. 13 og 17. Þar mun útbúnaður og tæki sveit- arinnar verða sýnd og starf sveit- arinnar sýnt með myndum. Einn- ig verður boðið upp á hressingu. Allir bæjarbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér starf áhuga- fólks sem vinnur að því aðalmark- miði að tryggja öryggi almenn- ings við allar aðstæður. Leiðrétting við minningargrein í minningargrein um Tryggva Sigtryggsson í blaðinu í gær var rangt farið með föðurnafn eftir- lifandi eiginkonu Tryggva. Unn- ur var sögð Sigurðardóttir en er Sigurjónsdóttir. Beðist er vel- virðingár á þessum mistökum. Borgarbíó Föstud., kl. 6. Laugard. og sunnud. kl. 5. BMX meistararnir. Föstud., laugard. og sunnud. kl. 9. ,1 svaka klemmu" (Ruthless People) Föstud. og sunnud. kl. 11. Með dauðann á hælunum. Sunnud. kl. 3. Síðasta sinn. Miðaverð kr. 100. Geimkönnuðirnir. Miðapantanir og upplýsingar f símsvara 23500. Utanbæjarfólk simi 22600.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.