Dagur - 05.12.1986, Blaðsíða 4
iOAH_r^RP T R.
4 - DAGUR - 5. desember 1986
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, SÍMI 24222
ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON,
EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529),
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
(Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Innlendur orkubúskapur
leiðari_________________
Á síðastliðnum 20 árum
hafa mikil stórvirki verið
unnin í orkumálum lands-
ins. Rafvæðing landsins alls
er nú að mestu í höfn m.a.
með byggðalínum og hring-
tengingum um landið. Víð-
ast hvar á landinu er virkj-
un jarðvarma nú lokið, þar
sem slíkt er hagkvæmt. Hin
hraða uppbygging í orku-
málum hefur þó oft leitt til
þungs fjármagnskostnaðar
sem hefur endurspeglast í
háu orkuverði. Nú er hins
vegar að verða breyting til
hins betra í þessu efni og
orkuverð er tiltölulega
stöðugt og jafnvel lækkandi
að raunvirði.
Enn vantar þó talsvert á
að allir íbúar þessa lands
búi við sama orkuverð og
þá sérstaklega hvað varðar
upphitunarkostnað. Ríkis-
stjórnin er nú að láta kanna
hvað hægt sé að gera til leið-
réttingar í þessum efnum
enda mun þessi mismunun
milli landshluta leiða til
búseturöskunar í landinu ef
ekkert verður að gert.
Á 19. flokksþingi Fram-
sóknarflokksins var sér-
staklega ályktað um orku-
búskapinn. í ályktuninni er
það rakið sem áunnist hef-
ur en síðan segir:
„Þrátt fyrir að stórvirki
hafi verið unnin á sviði
orkumála hér á landi, bíða
óteljandi verkefni úrlausn-
ar. Þannig er áætlað að ís-
lendingar hafi nú aðeins
virkjað um 12% af því
vatnsafli og um 5% af þeim
jarðvarma, sem talið er
hagkvæmt að virkja. Þrátt
fyrir það er nú flutt inn olía
og bensín, sem nemur 40%
af heildarorkunotkun lands-
manna. Árið 1984 fóru um
17% af útflutningstekjum
landsmanna til kaupa á elds-
neyti. í nokkrum greinum
ætti að vera mögulegt að ná
umtalsverðum sparnaði
með notkun innlendrar orku
í stað innflutts eldsneytis,
auk þess sjálfstæðis og af-
komuöryggis sem innlend
orkunotkun veitir þjóðinni. “
Flokksþing Framsóknar-
flokksins varar við því and-
varaleysi sem felst í að gera
ráð fyrir að hið lága olíuverð
haldist til langframa. Það sé
þvert á móti almenn skoðun
sérfræðinga, að á næsta ára-
tug muni olía verða dýrari
en nokkru sinni áður. Bent
er á að í íslensku atvinnulífi
sé í mörgum tilvikum aug-
ljóslega hægt að nota jarð-
varma í stað innflutts elds-
neytis.
í orkumálum vill flokks-
þing Framsóknarflokksins
því leggja áherslu á eftirfar-
andi atriði:
1. Með verðlagningu á mis-
munandi orkugjöfum verði
stuðlað að þjóðhagslega
hagkvæmri nýtingu inn-
lendra orkulinda.
2. Gætt verði varkárni í
áætlanagerð og fjármögnun
stórframkvæmda í raforku-
kerfinu og þannig stuðlað
að því að raforkuverð verði
sambærilegt við ná-
grannalöndin.
3. Gerð verði alhliða hag-
kvæmnisathugun þar sem
metið yrði hvort og á hvern
hátt jarðhiti geti komið í
stað olíu.
4. Gerð verði ítarleg rann-
sókna- og framkvæmdaáætl-
un til að nýta innlendar
orkulindir og innlend hrá-
efni til framleiðslu tilbúins
eldsneytis í stað innfluttrar
olíu. Með því móti gætum
við brugðist fyrr við þegar
olía verður orðin óhóflega
dýr og framleiðsla tilbúins
eldsneytis hagkvæmari sem
því nemur. “
í þessum málum er nauð-
synlegt að marka ákveðna
stefnu og það hefur Fram-
sóknarflokkurinn gert. BB.
Hljómsveitin
De Soto í Sjallanum
- Hafa starfað með heimsþekktum stjörnum
Band on The Run. Þá ákvað Paul
að fara í hljómleikaferð og ég var
með þeim frá 1975 til 1980. Paul
er indælismaður, ég hef þekkt
hann lengi. Hann er mjög örlátur
en hann er, þrátt fyrir heims-
frægð, mjög eðlilegur maður.
Hann er snillingur á sviði tónlist-
ar, einhver mesti snillingur sem
ég veit um. Paul er mikið fyrir
fjölskyldu sína en hann á í vök að
verjast fyrir aðdáendunum. Sér-
stök skrifstofa sér um flest hans
mál út á við.“
Að sögn Casey mun hljóm-
sveitin leika rokk, rythm & blues
og fleiri lög, bæði ný og eldri.
Hann segir að íslendingar hafi
tekið sér og hljómsveitinni vel,
hann kunni vel við sig á Akureyri
þó hér sé meiri snjór en hann sé
vanur. EHB
„Ég lék í fnnm ár með Paul
McCartney og Wings og spil-
aði ásamt þeim inn á plötuna
Band on The Run. Þar sem ég
er alinn upp í Liverpool þekkti
ég Bítlana frá upphaíl,“ sagði
Howie Casey, en hann mun
ásamt bresku hljómsveitinni
De Soto leika í Sjallanum um
helgina.
Meðlimir De Soto hafa flestir
spilað eða sungið með frægum
listamönnum, sumum heims-
þekktum. Steve Hayes (básúna)
hefur leikið með ýmsum amer-
ískum hljómsveitum, t.d. The
Drifters, Howie Casey (tenór
sax.) með Wings, David Bowie
o.fl., Paul Gill (trommur) með
Alvin Stardust, Mart Jenner
(gítar) var gítarleikari með Cliff
Richard í níu ár, Pat Davey
(bassi) lék með Tom Robinson,
Neil Sunderland (hljómborð
o.fl.) lék með Alvin Stardust og
Sheila Casey (söngkona) söng
með Paul McCartney, Ringo
Starr, James Last og Les
Humphries Singers.
Hljómsveitarmeðlimir De Soto frá vinstri: Steve Hayes, Howie Casey, Paul Gili,
Mart Jenner, Pat Davey, Neil Sunderland og Sheila Casey.
Howie Casey segir um kynni
sín af Paul McCartney: „Hann
hringdi í mig og bað mig um að
vera með í að spila inn á plötuna
Hljómsveitin De Soto á æfingu í Sjallanum.