Dagur - 05.12.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 05.12.1986, Blaðsíða 6
6 -'T-)Á%bR■$]^esé'rVÆjéír8fe Gigtarfélag á Norðurlandi? Áhugafólk um stofnun gigtarfélags á Noröurlandi eystra, boöar til fundar á Hótel KEA mánud. 8. des. kl. 20.30. Allir sem áhuga hafa á bættum aðbúnaði gigt- sjúkra eru eindregið hvattir til að mæta. Hér á að sldpta með sér verkum! Úrvalsvörur á góðu verði ATH! Erum í miðbænum Ingvi R. Jóhannsson Brekkugötu 7 - Sími 26383 Miúkir lólaoakkar Fallegir dans- og leikfimibolir í mörgum litum og stærðum. Einnig allt tilheyrandi, svo sem sokkabuxur, legghlífar, upphitunar- buxur og belti. Opið: Mánud.-föstud. Laugard. á Sími 24979 '(tmtudwL cúice kl. 15-22. kl. 12-17. Tryggvabraut 22 Akureyri Það gerðist hér um daginn að ég reifst við manninn minn. Astæðan var sú að ég var svo innilega þreytt og ergileg yfir að þurfa að sjá um skítuga þvottinn hans, og yfir stöðugum spurning- um hans um hvenær maturinn verði til, þegar við komum sam- tímis heim frá vinnu tuttugu mínútur yfir sex. Það voru líka þúsund önnur atriði sem tilheyra daglega lífinu. Fyrst sagði ég ekki orð. Ég vil ekki rífast. Ég vil ekki eyðileggja ánægju- legt kvöld með því að draga allt þetta fram í dagsljósið. Svo ég fór að sofa í staðinn. Ekki nálægt honum, eitthvað gerði það að verkum - kannski það sem ekki var sagt - að maður segir bara góða nótt mjög stuttaralega. Ljósið er slökkt. Síðan hringir vekjaraklukkan. Tvö fullorðin og tvær stálpaðar dætur slást í hálftíma um eina baðherbergið í húsinu. Ekki er allt sem sagt er vingjarnlegt. Morgunverður. Og við erum að verða of sein í vinnuna. Áreiðanlega ekki rétti tíminn til að fá útrás. Ein stutt yfirferð. Skylduverk dagsins. Jæja, þú þarft að Ijúka verkefninu. Fundur á morgun. Vinnur yfirvinnu. Já, ég skil. Og þú litla vina mín ert að fara í eðlisfræðipróf. Já, já, já, ég skal víst hjálpa þér að læra í kvöld. Það er nú annars venjulega hlut- verk föðurins, honum gengur betur að útskýra hvers vegna per- an lýsir, en nú þarf hann að vinna. Ég skal gera það sem ég get. Og konur geta svo mikið nú á dögum. Og þú, mín elskuleg, vilt að ég komi að horfa á þegar þú ferð að leika körfubolta. Það verður nú erfitt, elskan, ég geri það næst. Fivað verður í matinn? Það veit ég ekki. Hvers vegna vilja allir fá að vita það? Ég skal hugsa um það í dag, stúlkan mín. Mamma kemur ekki heim fyrr en um sex- leytið. Það vill svo til að hún er með eigið verkefni sem þarf að ljúka. En það bjargast. Jú, ég lofa að vera komin heim klukkan sex. Jú, ég veit að það er leiðin- legt að ég skuli ekki koma fyrr, gangi þér vel í körfuboltanum. Jæja, ég þarf ekki að hugsa um mat handa þér? Þú sérð sjálfur um það af því að þú vinnur fram- eftir. En fallegt af þér, ástin mín. Ný nótt, nýr morgunn, nýr dagur. Meiri yfirvinna. Og meiri þvottur, bæði mislitur og hvítur. Fleiri börn og skólar, vinna og fundir, þrif, viðgerðir og matar- innkaup. Meiri pylsur. Skrýtið að ekki skuli vera meiri hagræðing í þessum störfum. Og á sjöunda degi erum við allt í einu heima bæði tvö, við fullorðna fólkið, samtímis, og það er nokkurra mínútna friður. Bolli með nýlög- uðu kaffi er settur fyrir framan mig þegar ég legg þreyttu fæturna mína upp á sófabrúnina. Bolli af nýlöguðu kaffi og klapp á kinnina frá manninum sem ég elska. Það er greinilega ekki rétti tíminn til að tala út við sinn heittelskaða. Það er ekki rétti tíminn til að segja: Þú skilur mig ekki og aðstæður mínar. En ég geri það samt. Ég læt sprengjuna falla. Ég er þreytt og reið og ergileg, af því að mér finnst ég þurfa að gera bókstaflega allt heima. Umræðuefnið er gamaldags, en samt svo særandi og tímabært. Við vinnum sams konar störf (að mínu áliti). En þar fyrir utan sé ég algerlega af ófrjálsum vilja???? um alla skipulagningu hér heima, allt sem þarf að hugsa um og muna eftir. Og gera. Ég er aðallega þreytt á því að hugsa. Skilur þú, ástin mín, að án mín myndu allar grænar plöntur á heimiii okkar þorna og veslast upp (hvernig stóð á því að það var grænt og fallegt í piparsveina- íbúð þinni?), allur fatnaður væri skítugur og óstraujaður (en þú varst heill og hreinn þegar við hittumst!?!). Rykið myndi þyrl- ast upp svo þú fengir lungna- þembu. Jú, víst höfum við heim- ilishjálp, en það er ég sem verð að finna hana og það er ég sem verð að ákveða hvenær hún kemur, að dyrnar séu þá ekki læstar, og að hún fái borgað. Og það er ég sem verð að taka til fyrst svo hún komist leiðar sinnar. Hefur þú hugleitt það að án mín yrði lífið ekki þess virði að lifa því. Þú getur setið þarna á skrifstofunni með þína yfirvinnu. Og þín verkefni. Lífsgæði og jafnrétti í heimilisstörfum er að sjálfsögðu ekkert fyrir þig. Til að byrja með er ég bara reið. Ég hljóma eins og gufuvalt- ari. Hvolfi úr mér illskunni og frekjunni. Síðan koma tárin. Ég reyni að vera málefnaleg, róleg og ákveðin. En þarna er ekki ver- ið að tala um vinnuna. Það er verið að tala um tengslin á heim- ilinu, milli þín og mín. Það er kökkur í hálsinum og loftið verð- ur þrungið tilfinningum. Éiginlega finnst mér það ekki svo skrýtið. Það er tilfinninga- þrungið að rífast við manninn sinn. En eiginmanninum finnst ég vera óréttlát. Og bjánaleg að fara að gráta. Virkilega erfið. Hann skyldi víst vökva blómin bara ég minntist á það við hann! Og auk þess hef ég aldrei á þeim tveimur og hálfu ári sem við höfum verið gift reynt að kenna honum á þvottavélina! Það er augljóst. Ég verð að læra að útdeila verkunum. Að koma ábyrgðinni á aðra. Allt í þessu fína, segi ég. Frá og með næstu mánaðamótum sérð þú um innkaup heimilisins. Peningarnir eru þínir. Fleiri þús- und krónur á mánuði. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu nema því að eyða ekki of miklu. Og svo að skipuleggja innkaupin auðvitað. Kannski kemst hann að því að ekki er hægt að kaupa hvað sem er. Ekki heldur nauta- kjöt. Og kannski á ég eitthvað ólært líka. Til dæmis að vera ekki að skipta mér af öllum sköpuðum hlutum. Tími breytinganna er kominn. Hér á að skipta með sér verkum. (Kvinna nu/86. Þýð.GH)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.