Dagur - 05.12.1986, Blaðsíða 16

Dagur - 05.12.1986, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 5. desember 1986 Helgarseðill Smiðjunnar 5.-7. desember Rjómalöguð rækjusúpa. ★ Graflax með sinnepssósu. ★ Sjávarréttataglatelli. Grillsteikt kanína með appelsínusósu. ★ Tomedos Rossini. Spachettiís með rjóma. Vélsleöaslys í Ólafsfirði - flogiö með tvo menn til Akureyrar Tveir menn voru fluttir með sjúkraflugvél frá Ólafsfirði til Akureyrar laust eftir hádegi í gær. Vélsleði sem þeir voru á lenti í snjóhengju við Fjarðará. Annar mannanna mjaðma- grindarbrotnaði en ekki er með vissu vitað um meiðsl hins nema að þau eru talsverð. Þegar slysið varð voru mennirnir staddir um 500 metra frá næsta bæ í Ólafs- firði. Skreið annar mannanna til bæjarins til að ná í hjálp. EHB Akureyri: Kaldbakur bilaði á leið í veiðiferð Kaldbakur, togari Útgerðar- félags Akureyringa, stöövaðist vegna bilunar þegar hann var nýlagður af stað í veiðiferð um kl. 18.00 í gærkvöld. Togarinn var þá staddur til móts við Svalbaröseyri og var hann dreginn inn á dráttarbát Akur- eyrarhafnar. Að sögn vélstjóra togarans varð bilunin þegar reynt var að gangsetja ljósavélarnar. Þá kom stór blossi úr rafmagnstöflu í vél- arrúminu, enda kom í Ijós að skammhlaup hafði orðið í töfl- unni. Þegar þetta gerðist drap aðalvél skipsins sjálfkrafa á sér, því allar dælur við hana eru raf- magnsdrifnar. Viðgerð hefði ver- ið möguleg úti á sjó en ekki þótti taka því að reyna slíkt því skipið var svo nærri Akureyri. Sögðu sjómennirnir það happ að skipið var ekki komið lengra þegar þetta gerðist. EHB Akureyri: Opnunartími verslana Nú má búast við því að kippur fari að koma í jólaverslunina og verslanir verða opnar leng- ur en venjulega á laugardögum í desember. Þá verður breyttur opnunartími nokkra aðra daga. Kaupmannasamtökin á Akureyri hafa sent frá sér til- kynningu um opnunartíma verslana og eru þeir sem hér segir: Laugardag 6. des. til kl. 16. Laugardag 13. des. til kl. 18. Fimmtudag 18. des. til kl. 22. Laugardag 20. des. til kl. 22. Þriðjudag 23. des. til kl. 23. Miðvikud. 24. des. til kl. 12. Miðvikud. 31. des. til kl. 12. Sendir Eyfirska sjónvarpsfélagsins og tilheyrandi búnaður er kominn til landsins og hefur þegar verið fluttur upp í Vaðlaheiði. Á morgun verður hafist handa við að setja hann upp og ef allt fer samkvæmt áætlun og veður helst skaplegt á meðan unnið er við uppsetninguna, hefjast útsendingar á fimmtudag í næstu viku. Á myndinni er verið að koma búnaðinum fyrir á vörubílnum sem flutti hann að skála Menntaskólans í Vaðlaheiði. Mynd: kk Útflutningur á fiski í gámum: „Verið að flytja vinnu við fiskverkun úr landi -og þar með er búseturöskun yfirvofandi,“ segir Gísli Kristjánsson á Hofsósi „Við sem búum í sjávarpláss- uin úti um landið hljótum að hafa áhyggjur vegna þeirrar bliku sem nú er á lofti. Það er greinilega hætta á að farið verði að miklu leyti að vinna fiskinn úti á sjó eða flytja hann í gámum úr landi. Svo eru menn syðra að setja á stofn flskmarkaði sem maður er hræddur um að geri fískvinnslu- stöðvum úti á landi erflðara fyrir með hráefnisöflun, og alls konar spámennska virðist vera í gangi,“ sagði Gísli Kristjáns- son framkvæmdastjóri Hrað- frystihússins á Hofsósi. Gísli telur að tími sé kominn til að stjórnvöld fari að marka ein- hverja stefnu í þessum málum og treysta rekstur fiskvinnslu og útgérðar í landinu, áður en of seinf verður í rassinn gripið. „Það ber að leggja höfuð- áherslu á að þessir staðir sem hafa byggt sig eingöngu upp á vinnslu sjávarafla geti stundað fiskverkun áfram. Þetta er spurn- ing um búsetu á þessum stöðum og hætta á búseturöskun því yfir- vofandi. Það má ekki gerast eins og allt stefnir nú í að vinnan við fiskverkunina verði flutt úr landi,“ sagði Gísli. Aðspurður hvort frystihúsin gætu þá ekki greitt hærra verð fyrir fiskinn til að stöðva þessa þróun, sagði hann. „Menn eru að tala um að hægt sé að greiða hærra verð fyrir fiskinn. Það verður að athuga það að við á Hofsósi, ásamt fjölda annarra frystihúsa á land- inu, stöndum að útgerð skipanna sem færa okkur hráefnið. Við þurfum og höfum þurft að styðja þá útgerð. Þetta kemur í veg fyrir að við getum borgað meira fyrir fiskinn og ég held að það hafi komið útgerðinni að meira gagni en hærra fiskverð. Þannig hangir þetta allt saman,“ sagði Gísli Kristjánsson á Hofsósi.. -þá Nú fer að færast fjör í verslanir fyrir jólin. Dalvíkurhöfn: Sex km af leiðslum í snjóbræðslukerfi „Bæjarstjórn er búin að sam- þykkja að setja snjóbræðslu- kerfí í svonefndan norðurgarð. Framkvæmdir eru hafnar við að undirbúa tenginguna,“ sagði Kristján Júlíusson bæjar- stjóri á Dalvík, er hann var spurður um snjóbræðslukerfí á þekju norðurgarðsins á Dalvík. Samkvæmt úttekt sem Verk- fræðistofa Norðurlands h.f. gerði mun stofnkostnaður verða 172 þúsund krónur án svonefnds millihitara og krónur 492 þúsund með þessum millihitara. Einnig hefur verið reiknað út að rekstrarkostnaður við kerfið muni verða 246 þúsund krónur á ári. Munu um 6 kílómetrar af leiðslum fara til verksins. Ekki er ákveðið hvenær nýja snjó- bræðslukerfið verður tekið í notkun, en vegna mikillar notk- unar hafnarinnar á Dalvík mun þessi framkvæmd vera sjálfsögð og nauðsynleg. Nú er unnið við framkvæmdir við syðri garð og ganga þær sam- kvæmt áætlun. Er talið að kostn- aður við verkið fari ekki fram úr áætlun. gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.