Dagur - 12.12.1986, Page 14

Dagur - 12.12.1986, Page 14
1,41- DAQU-R i--1 ^'.^esember; :-198€ r Verklega námið er skemmtilegt - tveir nemendur í starfsfræðslu tæknir tali í vetur er náms- og starfs- fræðsla í fyrsta sinn skyldufag í grunnskólum Akureyrar. Þessi starfsfræðsla er í því fólgin að nemendur heimsækja hina ýmsu vinnustaði bæjarins, (fara þrisvar sinnum á hvern stað) og fá að kynnast að eigin raun sem flestum störfum í fyrirtækinu. Mér datt í hug að forvitnast um hvernig krökkunum fyndist þetta. Ég tók því tvo nemendur í 9. bekk Gagnfræðaskóla Akureyrar tali, þau Kristján Jakobsson og Kristjönu Þórisdóttur. Ég byrjaði á að spyrja Kristján hvert hann hefði farið í starfs- kynningu. „Ég fór í Matvörumarkaðinn í Kaupangi og mér hefur fundist ágætt að vera þar. Starfið er í því fólgið að afgreiða við kassann, raða í hillur og aðstoða við kjöt- vinnsluna.“ - Gætir þú hugsað þér að leggja þetta starf fyrir þig? „Já, ég gæti vel hugsað mér það.“ - Þú ert ekki eingöngu í verk- legri starfsfræðslu, eða hvað? „Nei, við erum í einum bókleg- um tíma í viku og þar svarar maður alls konar spurningum um sjálfan sig og fleira." - Hvað gætir þú hugsað þér að verða, þegar þú hættir námi? „Ég myndi helst vilja verða kokkur eða bakari. Ég veit að þarf u.þ.b. fjögurra ára nám til að verða annað hvort. Ég hef mikinn áhuga á þessum störfum en hef svo sem ekki velt fyrir mér laununum." Kristján Jakobsson. - Þér finnst sem sagt gaman í starfsfræðslu? „Já, það er mjög gaman að kynnast hinum ýmsu fyrirtækjum á þennan hátt og þeim margvís- legu störfum sem þar eru unnin.“ Næst sneri ég mér að Kristjönu og spurði hana hvar hún væri í starfsfræðslu. „Ég hef verið í Kristjánsbak- aríi og finnst það alveg ágætt. Ég hef verið látin setja krem á kökur og baka ýmis brauð en ég verð að segja eins og er að ég hef engan áhuga á að gerast bakari að atvinnu.“ - Hvað gætir þú þá hugsað þér að verða? „Ég væri alveg til í að vinna við hjúkrun og jafnvel að gerast hjúkrunarfræðingur. Ég hef mik- inn áhuga á því starfi en ég veit reyndar að til þess að verða hjúkrunarfræðingur þarf maður að læra í ein 8 eða 9 ár eftir grunnskólann. Hins vegar veit ég lítið um launakjörin.“ - Að lokum, finnst þér gaman í starfsfræðslu? „Já, í þessu verklega en bók- legu tímarnir eru leiðinlegir.“ Unnið af Hjalta Finnssyni í starfskynningu. VÖNDUÐ SÍMTÆKI MEÐ TÓNVALI STEREÓ ÚTVART VHS MYNDBAND 3 KLUKKUSTUNDIR LEITIN AÐ ENDAR HJÁ ESSO Á bensmstöðvum ESSO fast ódýrar en vandaðar vörtir af ýmsu tagí, sem eru tílvaldar í jólapakkann. Þar fæst Iíka jólapappír ásamt merkíspjöldum og margs konar vamíngí til jólaundirbúníngs s.s. Iítaðar perur í útíseríuna, framlengíngarsnúrur og öryggí, að ógleymdum reykskynjurum og slökkvítækjum. TVEIR KERTASTJAKAR MEÐ KERTUM. ESSOI JÓIA- aoffi Komdti við á næstu bensínstöð ESSO og gerðu góð kaup. Athugaðu að það er opíð bæðí á kvöldín og um helgar. nestin, Olíufélagið hf

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.