Dagur - 12.12.1986, Síða 21

Dagur - 12.12.1986, Síða 21
9SGI 'iedmsaab ,ST - flUÐAQ - OS 12. desember 1986 - DAGUR - 21 Út erkomin plata. Þaö er góð plata. Ég er ekki aö plata. Meistari Megas guöfaöirBubb og þar með fleiri tónlist- armanna. Ég á ekki þessa plötu en hef verið svo lukku legur aö heyra flestöll ef ekki öll lög hennar. Nú er það svo aö í síð- ustu grein var ég skítlegur við Eirík svo nú vil ég vera góður við Megas. Það er að vísu alger óþarfi því Megas mælir með sér sjálfur. Platan nefnist: í góðri trú. Síðasta föstudag var rásin menningarleg og útvarpaði við- tali við Megas í beinni útsend- ingu. Þar var meistarinn spurð- ur nokkurra spurninga af hinum og þessum menningarsnápum í íslensku þjóðlífi. Þess á milli voru flutt lög af plötunni. Hvert öðru betra. Fyrstu tvö lögin voru leikin saman í nokkurs konar syrpu. „Lóa Lóa“ og „Fríða Fríða“. Bæði lögin frekar „rokkuð" og textarnirsvona létt- sýrðir. Fríða er dulítið þyngri en Lóa og sú síöarnefnda pínu „Rokkabillíleg". Megas sjálfur sagði þennan föstudagsmorg- un að yrkisefni plötunnar væri hið dæmigerða umfjöllunarefni hinnar stílfærðu dægurlagaver- aldar. Hann minntist einnig á þá fyrrum áþerandi áráttu sína að skreyta lög sín löngum máls- greinum og illskiljanlegum orö- um sem hann átti til að grafa upp í orðabók Blöndals. Slíku er vart fyrir að fara á nýju plöt- unni. Hún er mjög Ijóðræn og sem slík tær, hrein og bein. Eins og Megas sjálfur. Hann er hættur að reykja og er búinn að þurrka sig upp. Þessi plata ber þess glögg merki og hér er á ferð maður sem á að baki mikla andlitslyftingu. Röddin er betri, söngurinn fágaðri og eins og Megas sagði: „Þegar maður verður fallegri í framan, verða textarnir líka fallegri í framan.“ „Undir rós“ var næsta lag sem var flutt. Þar er brugðið á orðaleik með smekklegri aðstoð Bubba Morthens. „Árstíð“ er fallegt lag með kántrí yfirbragði og texta eins og enginn gerir nema Megas. Gott lag. „Löng eru þau lík“ er hægt og mjúkt lag með svolitlu þursarokkbíti. Eitt besta lag plötunnar að mínu mati. „Lítill fjólublár Skódablús" var síðasta lagið sem hljómaði af rásinni þennan morgun með Megasi. Léttur Hestsfílingur og fyndið lag, samt ekki með því besta sem Megas hefur gert. Yfir heildina virðist mér þessi plata mjög góð. Því stekk ég út í snjóinn með barnslega tilhlökkun í brjósti. Eftir 9 ára hlé er loksins komin stúdíóplata frá Megasi. Kannski fæ ég hana í jólagjöf. Gerðu það mamma, fyrst ég betla svona í þér fyrir allra aug- um. Ha. Þannig er nú það. Gulldrengur- inn með plastnefið og engla- röddina er búinn að gera bíó- mynd. Þetta stóra barn hefur nefnilega allt sem okkur stóru börnin dreymir um en sjáum aldrei. Marga, marga peninga og þræla og ambáttir og dýra- garð og risahöll og, og, og .. . Já. Sko, þessi dýrð Mikjáls kostaði hann litlar 15 milljónir dollara. Það sem er kannski undirfurðulegast við þennan geyþilega kostnað er sú stað- reynd að myndin er ekki nema 17 mínútna löng. í þrívidd. Myndin er flokkuð sem vísinda- skáldsaga með tónlistarívafi. Einnig mun hún vera svo raun- veruleg að sá er situr bergnum- inn í salnum hefur það á tilfinn- ingunni að Mikki og dýrin hans standi Ijóslifandi fyrir framan hann. Það er geðslegt eða hittó. Myndin ber nafn. Það er, Captain Eo. Michael leikur Kapteininn, hetjuna sjálfa. Erki- óvinur Eós er leikinn af Angel- icu Huston. Hún er þannig í hlutverki kvendjöfuls sem ræð- ur örlögum lítillar plánetu og níðist á íbúum hennar sem mest hún getur. Allt þartil Mikki mús, nei frændi hans kemur og reddar málunum. „Using the power of music, dance and light“ til að skapa úr drungalegri dauðastjörnu hamingjuríka ver- öld Ijóss, lita og tónlistar. (Sbr. Ég hef gengið hinn breiða veg til glötunar, en síðan ég kynntist . .. hefur líf mitt tekið stakka- skiptum). Leikstjóri er Francis Ford Coppola. Nú, svo skreppið þið bara til vesturstrandar Sáms frænda, því annars staðar er hún ekki sýnd. Luciuhátíð 12. og 13. desember í frétt um Luciuhátíð sem fram fer um helgina kom fram að söngurinn yrði í kirkjunni þann 13. og 14. desember. Þetta mun vera rangt sam- kvæmt fréttatilkynningu og verð- ur Luciusöngurinn föstudaginn 12. og laugardaginn 13. desem- ber. Hefst söngurinn klukkan 20.30 báða dagana. Það er hún „Diddú“ eða Sig- rún Hjálmtýsdóttir sem fer með hlutverk Luciu og syngur með Karlakór Akureyrar, Barnakór Akureyrar og Lúðrasveit Akur- eyrar. Raðhúsíbuð Til sölu mjög góö raðhúsíbúð á tveimur hæðum, með bílskúr, við Steinahlíð. Fasteignasalan Brekkugötu 4, sími 21744. Sölustjóri: Sævar Jónatansson. Jólabækurnar komnar í Fróða Birkir + Anna Ást. Blátt og rautt. Drekinn með rauðu augun. Kóngar í ríki sínu. Kvæðabók Jóns Helgasonar. Ljóri sálar minnar. Matur og drykkur. Með stjörnur í augum. Meiri stælar. Engir stælar. Ritsafn Sverrir Kristjáns- son l-lll. Skilaboðaskjóðan. Uppreisn á Isafirði. Úr snöru fuglarans. Ástin á tímum kólerunnar Fjölbreytt úrval af bókum. Félagsmenn munið afsláttinn. Opið laugardag 10-18. Opið í desember frá kl. 10-18. Sendum í póstkröfu. Mál og Menning Fróði, Kaupvangsstræti 19 Sími 26345. Iðnráðgjafi Starf iðnráðgjafa á Norðurlandi vestra með aðsetri á Blönduósi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur um starfið er til 20. desember og skal umsóknum skilað til Knúts Aadnegard Raftahlíð 22, 550 Sauðárkróki, en hann gefur jafnframt allar nánari upplýsingar um starfið í síma 95-5669 eftir kl. 20. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra. Náttúrufræðistofnun Norðurlands Forstöðumaður Hinn 1. júní 1987 verða Náttúrugripasafnið og Lystigarðurinn á Akureyri sameinuð í eina stofnun, Náttúrufræðistofnun Norðurlands. Auk núverandi starfsemi verður stefnt að því í fram- tíðinni að stofnunin taki að sér rannsóknir á sviði orkumála, fiskeldis, vatnsöflunar og náttúru- verndar. Laust er starf forstöðumanns stofnunarinnar frá 1. júní 1987 og er umsóknarfrestur til 1. febrúar nk. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í náttúruvísindum, helst grasafræði, auk þess sem krafist er starfsreynslu við vísindastörf og stjórnun. Umsóknir berist undirrituðum, sem veitir nánari upplýsingar í síma 96-21000 alla virka daga kl. 10-12. Akureyri, 11. desember 1986. Bæjarstjórinn á AkoreyrL

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.