Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 30. desember 1986 244. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR \ SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI Dagur óskar lesendum sítium gleðilegs árs ogfriðar. Áramót Mynd: gk- Skellur á sjómannaverkfall?: Margir á veiðar fyrir áramót „Nómer eitt að fá fiskverð" segir Sverrir Leósson Allt virðist benda til þess að nú um áramót komi til fram- kvæmda verkfall sjómanna og yfirmanna á fiskiskipum. Samningaviðræður standa nú yfir og í tengslum við þær er verið að semja um nýtt fisk- verð hjá yfirnefnd verðlags- ráðs. Stjórnir útgerðarfyrir- tækja hafa nú flestar tekið um það ákvörðun hvort skip þeirra verða send á veiðar fyrir ára- mót til að reyna að komast hjá stoppi vegna væntanlcgs verkfalls. Siglfirðingur mun fara á veiðar í dag og að sögn Ragnars Ólafs- sonar skipstjóra var það ákveðið fyrir nokkru ef í verkfall stefndi. Aðrir togarar Siglfirðinga verða heima um áramótin. Frá Ólafs- firði fara Sólbergið og Ólafur bekkur. 1 samningum sjómanna er ákvæði um frí yfir áramót nema siglt sé með afla. Þetta ákvæði gildir þó ekki um sjómenn á stór- um togurum til að mynda hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Þar eru samningar á þann veg að áhafnir skuli hafa frí annað hvort yfir jól eða áramót. Um þessi áramót verða það Kaldbakur og Svalbakur sem verða úti um ára- mót. Skip Samherja hf. verða á veiðum um áramótin. Kolbeinsey verður heima um áramótin og sömuleiðis allir togarar Dalvík- inga. Togarar Útgerðarfélags Skagfirðinga fara allir á veiðar og munu landa í Þýskalandi í kring- um 20. janúar. Að sögn Guðjóns Jónssonar munu sjómenn leggja á það aðal- áherslu í þessum samningum að hlutfall kostnaðar af söluverði afla verði minnkað. Þetta hlutfall er nú 29% þannig að 71% koma til skipta. „Menn eru einnig mjög harðir á því að þessu undanþágu- ákvæði við verkfallsboðun um skip sem sigla verði breytt,“ sagði Guðjón. „Þetta kemur nokkuð óvænt og hlýtur að skapa hálfgerða upp- lausn hjá sjómönnum að hafa verkfall á þessum tíma. Það er einnig alveg ljóst að menn verða að sjá hvað þeir fá fyrir aflann áður en þeir semja. Númer eitt er að fá fiskverðið," sagði Sverrir Leósson formaður Útvegs- mannafélags Eyjafjarðar í sam- tali við blaðið. Sverrir sagðist telja að þar sem fulltrúar kaup- enda í verðlagsráði hefðu á sín- um tíma hafnað frjálsu fiskverði þá myndi fulltrúi ríkisins í yfir- nefndinni nú taka afstöðu með seljendum sem þýðir þá væntan- lega að fiskverð hækki.„Fisk- verðið þarf að hækka ef vinnslan ætlar að fá hráefni og ég tel að fiskverð verði frjálst á næsta ári,“ sagði Sverrir. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.